Skip vafiđ gaddavír, bílar handtaka og fćkkun ferđamannsins

Orđlof

Val

Heldur rislítiđ er orđiđ valkostur en ţađ ţýđir: val eđa völ.

Gott mál, blađsíđu 33, Ólafur Oddsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Til ađ verjast sjóránum á ţeirri leiđ var skipiđ vafiđ gaddavír.“

Frétt á ruv.is.                                  

Athugasemd: Nei, skipiđ var ekki vafiđ međ gaddavír. Held ađ ţađ sé ekki gerlegt.

Í fréttinni segir:

Ţađ var međal annars gert međ ţví ađ vefja gaddavírslengjum utan rekkverk skipsins, allt frá stefni aftur á bakborđa og svo til baka áđur en komiđ var til Sri Lanka. 

Bakborđi er vinstri hliđ skipsins. Stjórnborđi er hćgri hliđ vegna ţess ađ bátum (voru forđum nefnd skip) var stýrt aftast hćgra megin.

Ţegar sagt er ađ gaddavír hafi veriđ „frá stefni og aftur á bakborđa“ er alveg jafn gáfulegt ađ segja „frá stefni og aftur til vinstri“. Hvort tveggja er tóm della. 

Aftasti hluti skips eđa báts kallast skutur. Ţess vegna eru til skuttogarar, ţađ er skip sem taka veiđarfćrin inn ađ aftan. 

Í gamla daga voru til síđutogarar. Ţeir gátu ýmist kastađ trolli út frá bakborđa eđa stjórnborđa.

Orđabókin segir ađ rekkverk sé handriđ ofan á borđstokki báts eđa skips. Borđstokkur á togurum kallast líka lunning.

Af myndinni sem fylgir fréttinni var engu vafiđ um rekkverk, borđstokk eđa lunningu. Gaddavírinn var festur viđ hann en ekki sést hvernig ţađ er gert.

Tillaga: Vegna tíđra sjórána var skipiđ variđ međ gaddavír.

2.

„… en alls taka hlaup­ar­ar frá tutt­ugu mis­mun­andi lönd­um ţátt í ár.“

Frétt á mbl.is.                                  

Athugasemd: Hver er munurinn á „tuttugu mismunandi löndum“ og tuttugu löndum? Hann er enginn. Hvers vegna er ţá verđ ađ bćta lýsingarorđinu mismunandi viđ? 

Ađ einu eđa öđru leyti eru öll lönd mismunandi. Ekki ţarf ađ taka ţađ fram.

Tillaga: … en alls taka hlaup­ar­ar frá tutt­ugu lönd­um ţátt í ár.

3.

„Til­slak­an­ir beint eft­ir versl­un­ar­manna­helgi.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                  

Athugasemd: Líklega á blađamađurinn viđ ađ breytingarnar verđi strax eftir verslunarmannahelgina. Greinilega óvanur mađur sem skrifar.

Í fréttinni segir:

… ţó ađ Ţórólf­ur hafi ekki gefiđ upp um hve lengi verđi leyfi­legt ađ vera opiđ.

Blađamađurinn hlýtur ađ eiga viđ hversu lengi verđi opiđ. Tilhneiging unglinga er ađ nota nafnhátt sagna í stađ framsöguháttar. Hér er réttara ađ segja:  verđur opiđ.

Í fréttinni segir líka:

Áđur hef­ur hann nefnt annađhvort miđnćtti eđa 1 um nótt.

Tölustafurinn er ţarna frekar hjárćnulegur. Betur hefđi fariđ á ţví ađ skrifa eitt um nótt.

Tillaga: Til­slak­an­ir strax eft­ir versl­un­ar­manna­helgi.

4.

„Gamli vs. nýi.“

Fyrirsögn á Bakţönkum Fréttablađsins 17.7.20.                                 

Athugasemd: Ţarna hefđu betur fariđ á ţví ađ nota samtenginga og. Hún er til margra hluta nytsamleg og algjör óţarfi ađ nota ensku. „Vs.“ er skammstöfun orđsins „versus“ og merkir á móti eđa andstćtt viđ. 

Stundum skrifa íţróttablađamenn „Kr vs Valur“ en hefđu getađ haft ţađ Kr og Valur eđa Kr á móti Val. Ţessi félög eru andstćđingar og ţegar skrifađ stendur Kr og Valur í kvöld er átt viđ ađ ţá munu félögin keppa. Flestir kannast viđ söguna af Davíđ og Golíat. Fáir myndu segja Davíđ vs Golíat.

Sé sagt í fyrirsögn Gamli og nýi er alveg ljóst hvađ átt er viđ, ţađ er samanburđur á gömlum tíma og nýjum.

Tillaga: Gamli og nýi.

5.

„… hef­ur sakađ lög­reglu­menn í ómerkt­um bíl­um sem hand­tóku mót­mćl­end­ur í Port­land fyr­ir „blygđun­ar­lausa vald­beit­ingu“.“

Frétt á mbl.is.                                  

Athugasemd: Nokkuđ öruggt er ađ bílar handtóku ekki mótmćlendur. Hér er skýrt dćmi um misnotkun á tilvísunarfornafni.

Á vef BBC sem er heimild blađamannsins segir:

… has accused federal agents in unmarked cars who apparently detained protesters in Portland of a "blatant abuse of power".

Ţetta er ţýtt beint og úr verđur vitleysa. Enska fornafniđ „who“ vísar til lögreglumannanna ekki bílanna en ţađ gerir tilvísunarfornafniđ sem ekki. Miklu betra er ađ ţýđa á ţann hátt sem segir í tillögunni.

Lögreglan var sökum um valdbeitingu ekki „fyrir“.

Í fréttinni segir:

… en Trump sendi ţá fyrr­nefndu til Port­land fyr­ir tveim­ur vik­um síđan, međ ţađ ađ mark­miđi ađ draga úr mót­mćl­um.

Atviksorđinu síđan er hér ofaukiđ, ţađ gerir ekkert, merkir ekkert og er ţví gangslaust.

Tillaga: … hef­ur sakađ lög­reglu­menn, sem komu í ómerkt­um bíl­um og hand­tóku mót­mćl­end­ur í Port­land um „blygđun­ar­lausa vald­beit­ingu“.

6.

„Ég held ađ ţađ besta viđ ađ ferđast inn­an­lands akkúrat núna sé fćkk­un ferđamanns­ins …“

Frétt á mbl.is.                                  

Athugasemd: Hvernig getur ferđamanni fćkkađ? Greinirinn bendir til ţess ađ ţetta sé fljótfćrnisvilla. Blađamađurinn hefur ţetta eftir viđmćlanda sem hann kallar „rithöfund“. Líklega ćttu báđir ađ líta í eigin barm og vanda skrif sín.

Orđiđ „akkúrat“ sést sjaldan í ritmáli. Hélt raunar ađ ţađ vćri útdautt og rassbagan „á ţessum tímapunkti“ hefđi útrýmt ţví. Ein vitleysan kemur í stađ annarrar.

Ţegar öllu er á botninn hvolft er tilvitnuđ málsgrein slök. Betur fćri á ţví ađ segja eitthvađ á ţessa leiđ:

Ferđamönnum hefur fćkkađ og ţá er gott ađ ferđast um landiđ.

Svo má endalaust deila um ţessa fullyrđingu. Held ađ hún standist ekki.

Tillaga: Ég held ađ ţađ besta viđ ađ ferđast inn­an­lands um ţessar mundir séu fáir ferđamenn …

7.

„Tćki­fćri til virkj­un­ar vindorku.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                  

Athugasemd: Betur fer á ţví ađ nota tćkifćriđ til ađ virkja vindorku en ađ nota ţađ til virkjunar. 

Sagnorđiđ lýsir ţví betur hvađ ćtlunin er ađ gera. Nafnorđiđ má misskilja. Virkjun er mannvirki til ađ nytja afl eđa orku eins og segir í orđabókinni.

Tillaga: Tćkifćri til ađ virkja vindorku.

8.

„Sum­ariđ kem­ur aft­ur á mánu­dag­inn.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                  

Athugasemd: Eftir ađ hafa hneykslast yfir málfari á vef Moggans verđur fyrir augum ljómandi falleg fyrirsögn. Hún er auđskiljanleg ţví öll él styttir upp um síđir og geislar sólarinnar brjóta upp skýjaţykkniđ.

Ţó ađ ćđi ógn og hríđir,
aldrei neinu kvíđa skal.
Alltaf birtir upp um síđir,
aftur kemur vor í dal.

Ţannig orti Freysteinn Gunnarsson og er ţetta fyrsta erindiđ í ljóđinu, sjá hér. Karlakórinn Vísir á Siglufirđi gerđi ţađ ódauđlegt í mögnuđum flutningi, sjá hér.

TillagaEngin tillaga.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband