Félagsforđi, slagsmál í póstnúmeri og heimsvísa

Orđlof

Sagnorđi koma međ hreyfinguna

Markmiđ undanfarinna ábendinga er ekki ađ útrýma nafnorđum, heldur ađ nota ţau sparlegar en áđur. Láta sagnorđ koma í auknum mćli í stađinn.

Segja má:

“Hann samţykkti ósk hennar.”

“Ţessi ákvörđun getur leitt til góđrar niđurstöđu.”

“Fátt hefur valdiđ meira rifrildi en krafan um fóstureyđingar.”

Sagnorđin koma međ hreyfinguna inn í textann, nafnorđin međ persónurnar.

Nafnorđ plús sagnorđ svara spurningunni:

“Hver gerđi?”

Konan drap leigjandann. Skipstjórinn sigldi á miđin. Lögmađurinn tapađi málinu. Blađamađurinn misskildi skýrsluna. Ritstjórinn svaf yfir sig.

Frumlag + umsögn

Fimmta regla Jónasar:

Keyrđu á sagnorđum og notađu sértćkt frumlag

jonas.is.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Í Brisbane, ţar sem mótmćlendur voru međ grímur og gćttu ađ félagsforđum vegna kórónuveirufaraldursins, …“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Forđi er samkvćmt orđabókinni birgđir, vistir, matarskammtur.

Allir ţekkja ljóđiđ Ţorraţrćll eftir Kristjáns Jónssonar. Kallar og kellingar á öllum aldri syngja hástöfum: Nú er frost á Fróni …

Í öđru erindi segir:

Horfir á heyjaforđann 
hryggur búandinn: 
„Minnkar stabbinn minn, 
magnast harđindin. -
Nú er hann enn á norđan, 
nćđir kuldaél, 
yfir móa og mel 
myrkt sem hel. …

Ţarna er talađ um heyjaforđann, en blađamađur Vísis veit ekki muninn á forđa og forđun.

Forđi beygist svona í eintölu:

forđi, um forđa, frá forđa, til forđa

Og í fleirtölu:

forđar, um forđa, frá forđum, til forđa

Forđun er nafnorđ og dregiđ af sögninni ađ forđa og forđast. Líklega beygist ţađ svona:

forđun, um forđun, frá forđun, til forđunar

Blađamađurinn talar um „félagsforđa“ en ţađ orđ er ekki til, jafnvel ekki á útlensku. Á vef Reuters segir:

In Brisbane, one of several Australian cities where rallies were held, police estimated 10,000 people joined a peaceful protest, wearing masks and holding “Black Lives Matter” placards.

Ţarna er ekkert talađ um „félagsforđun“, ađeins ađ mótmćlendur hafi notađ smitgrímur. Orđinu er algjörlega ofaukiđ í skrifum blađamannsins.

Vísir hefur tekiđ ţetta óţjála og kauđ orđ „félagsforđun“ upp á sína arma og hver blađamađurinn á fćtur öđrum brúkar ţađ. Ađ minnsta kosti einn ţeirra kann ekki ađ beita ţví.

Lengi vel var allt sagt vera svo óskaplega fordćmalaust en margir skildu ekki orđiđ. Ţess vegna urđu tímarnir „fordómalausir“ međ stafla af „félagasforđum“.

Tillaga: Í Brisbane, ţar sem mótmćlendur voru međ smitgrímur vegna kórónuveirufaraldursins, …

2.

„Vćntir handtakna á Íslandi og í Angóla í Samherjamálinu.“

Frétt á ruv.is.                              

Athugasemd: Ţetta er ekki rangt. Nafnorđiđ handtaka beygist svona í fleirtölu samkvćmt beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, BÍN:

handtökur, um handtökur, frá handtökum, til handtaka/handtakna

Ţar međ er ekki sagt ađ ţetta sé fallegt mál. Ţađ er frekar stirđbusalegt og flatt.

Heimild fréttarinnar er vefurinn namibiansun í Namibíu. Ţar segir:

More arrests are expected to be made in Angola and Iceland, Marondedze said.

Til ađ komast hjá svona tungubrjótum í ţýđingum má auđveldlega skipta um sagnorđ eins og gert er í tillögunni hér fyrir neđan.

Ađalatriđiđ er ađ hafa stíl í huga og alls ekki gleyma lesendum. Blađamađur sem gerir hvorug er ekki góđur í fagi sínu.

Snorra Ađalsteinssyni, bekkjarbróđur mínum úr MR, varđ ţetta á orđi í umrćđum á fésbókinni:

Ef haldiđ er bođ ţar sem bođiđ er upp á tvćr eđa fleiri kökur skal nefna ţađ kaknabođ.

Fyrir ţá sem ekki trúa beygist orđiđ kaka svo í fleirtölu:

Kökur, um kökur, frá kökum, til kaka/kakna.

Varla ţarf ađ fjölyrđa meira um ţetta.

Tillaga: Býst viđ handtökum á Íslandi og í Angóla í Samherjamálinu.

3.

„Hópslagsmál, varđeldar og ölvun.“

Frétt á ruv.is.                              

Athugasemd: Ţetta er ein skásta löggufréttin sem lengi hefur sést í fjölmiđlum og er hún ţó ekkert tiltakanlega vel skrifuđ. Stíllinn mćttu vera betri og hún er of löng.

Talađ er um ađ fólk hafi veriđ sett í steininn og ţvćldu orđalagi löggunnar „vistađ í fangageymslu fyrir rannsókn málsins“ kastađ fyrir róđa. Glćsilega gert.

Í fréttinni segir:

Skömmu fyrir miđnćtti var lögreglan kölluđ til vegna hópslagsmála í póstnúmeri 103, ţar sem Kringlan og Leitin eru.

Fullyrt ađ slegist hafi veriđ í póstnúmeri. Ekki kemur fram hvernig ţađ er hćgt. Löggan hefur lengi haldiđ ţví fram ađ póstnúmer í Reykjavík séu hverfi sem er tóm della.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

„400.000 látnir á heimsvísu.“

Fyrirsögn á fréttabladid.is.                              

Athugasemd: Ekki er öllum gefiđ ađ semja vísu en allir geta notađ heimsvísu og landsvísu. Af hverju má ekki segja ađ fjögur hundruđ ţúsund manns hafi látist í heiminum? Blađamađurinn notar „heimsvísu“ fimm sinnum í stuttri frétt.

Blađamađurinn skrifar:

400.121 eru skráđir látnir af völdum veirunnar …

Ađeins ţeir sem tóku illa eftir í menntaskóla og framhaldsskóla byrja setningu á tölustöfum. Nema ţá ađ kennsla í ritgerđ og stíl sé núorđiđ ekki upp á marga fiska. Ţađ breytir ţví ekki ađ enginn byrjar setningu á tölustöfum. Gúggliđ ţetta bara međ ţessum leitarorđum: „Starting sentences wit numers“.

Reglan er ţessi: Umorđum setningu til ađ komast hjá ţví ađ byrja hana á tölustöfum eđa skrifum töluna međ bókstöfum.

Hins vegar er óátaliđ ađ tölustafir séu fremst í fyrirsögnum.

Mikiđ er um nástöđur í fréttinni. Blađamađurinn veit líklega ekki hvađ nástađa er og enginn leiđbeinir honum í ţessu frekar en öđru.

Níu sinnum er talađ um „smit“.
Tvisvar er sagt „í mörgum löndum“.
Ţrisvar kemur orđiđ „stađfest“ fyrir.
Loks má nefna ađ tvisvar er orđiđ „samkvćmt“ notađ og í bćđi skiptin vitnađ til sama háskóla.

Betra er ađ segja „ástandiđ er ekki gott í Brasilíu“ frekar en „ástandiđ lítur ekki vel út í Brasilíu“.

Er ekki neinn á Fréttablađinu sem leiđbeinir blađamönnum eđa má allt?

Tillaga: 400.000 látnir í heiminum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband