Verslanir byrja ađ opna, lokun til tveggja ára og mál gerast

Orđlof

Subbukvótinn

Ţađ er umhugsunarefni, alvarlegt umhugsunarefni, fyrir ţá sem unna íslenskri tungu, hvílíkt metnađarleysi í málfarslegum efnum ríđur húsum íslenskra fjölmiđla. 

Sá sem ţetta ritar hefur áđur vikiđ ađ ţessum málum í Lesbókarrabbi. Ţađ skal ţó enn einu sinni ítrekađ ađ vissulega er margt góđra íslenskumanna starfandi bćđi viđ blöđ og ljósvakamiđla. Margt er ţar vel sagt og skrifađ, en hitt heldur áfram ađ stinga í augu og sćra eyru, hversu margir bögubósar fá ađ fara sínu fram átölulaust ađ ţví er virđist. 

Fólk, sem er fyrir löngu búiđ ađ fylla subbukvótann sinn og ćtti ađ vera horfiđ til annarra starfa.

Ţađ á ađ gera ţá kröfu til ţeirra sem skrifa fréttir og flytja fréttir ađ ţeir hafi máltilfinningu og geti skrifađ óbrenglađan texta. Til dćmis ekki í ţessa veru:

    • „… komiđ var í veg fyrir hryđjuverkaárásir á sendiráđum Bandaríkjanna …“ (mbl.is.)
    • „… lögreglan kölluđ út vegna háreysta …“ (visir.is.)
    • „… ađ ţessari upphćđ, sem send var til Ţýskalands, vćri saknađ." (Ríkisútvarpiđ.)
    • "Skólafólk greinir á um ágćti skólabúninga og margir eru klofnir í afstöđu sinni til ţeirra." (Fréttablađiđ.) Djúpt hugsađ!

Ţetta er nú orđinn langur listi. Sparđatíningur, segir líklega einhver. Vel má vera. En ţögn er sama og samţykki og viđ eigum ekki ađ sitja ţegjandi undir ţví ađ íslenskri tungu sé misţyrmt.

Morgunblađiđ, Eiđur Guđnason.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„36 gáma vinnubúđir brunnu til grunna viđ Jökulsárlón.“

Fyrirsögn á ruv.is.                     

Athugasemd: Fyrirsögnin er röng vegna ţess ađ í fréttinni kemur fram ađ vinnubúđirnar eru viđ bćinn Hnappavelli sem eru rúmlega átján km frá Jökulsárlóni. Ţetta er svipađ og ađ segja ađ hús á Sandskeiđi sé sagt vera viđ Tjörnina í Reykjavík, en á milli er rúmur tuttugu og einn km.

Í fréttinni er sagt frá hóteli viđ Jökulsárlón en ţar er ekkert hótel.

Mér leiđist sérstaklega villur í landafrćđi og ţví sendi ég fréttamanninum tölvupóst. Af mikilli kurteisi ţakkađi hann fyrir ábendinguna og kvađst myndi laga fréttina sem og hann gerđi. Hún nú viđunandi. Ţar segir ţó enn ađ Happavellir séu „rétt hjá Fosshóteli viđ Jökulsárlóni“ sem er rangt.

Landakort geta veriđ til margra hluta nytsamleg, ekki síst fyrir blađamenn. Ég mćli međ ótrúlega skýrum kortum frá Loftmyndum, kortin frá Landmćlingum er góđ, sérstaklega gott ađ finna örnefni, kort frá ja.is eru einnig mjög góđ. Ágćtt yfirlit er yfir kortasjár á landakort.is. 

Tillaga: 36 gáma vinnubúđir brunnu til grunna viđ Hnappavelli í Örćfum.

2.

„Verslanir mega byrja ađ opna í Austurríki í nćstu viku ţegar byrjađ verđur ađ slaka á ađgerđum til ađ hefta útbreiđslu kórónuveirufaraldursins.“

Frétt á visir.is.                      

Athugasemd: Hvađ skyldu verslanir í Austurríki opna? Nei, ţetta er enginn misskilningur eđa útúrsnúningur. Í málsgreininni segir beinlínis ađ verslanir megi opna. Ekki fylgir sögunni hvađ ţađ sé sem ţćr opna.

Blađamađurinn veit líklega ekki ađ fólk opnar verslanir, ţćr ađhafast ekkert. Ég ákvađ ađ senda honum tölvupóst, heillađur af svari fréttamanns Ríkisútvarpsins sem frá segir hér á undan. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ sá á Vísi hefur ekki haft fyrir ţví ađ svara. Ólíkt hafast ţeir ađ ţessir fréttaskrifarar.

Nú kann einhver ađ segja ađ ţetta sé algjört smáatriđi, svona sé iđulega tekiđ til orđa. Svariđ viđ ţessu er einfalt. Ef verslanir geta ekki opnađ eitt eđa neitt er ţá nokkur ástćđa til ađ halda ţví fram.

Svo velti ég ţví fyrir mér hvađ orđalagiđ „mega byrja ađ opna“ merkir. Er átt viđ ađ fyrst verđi opnađ í hálfa gátt eđa minna, svo ađeins meira og loks alveg upp á gátt?

Blađamađurinn velur orđin og skilningur lesandans veltur á ţeim.

Tillaga: Verslanir í Austurríki verđa opnađar í nćstu viku …

3.

„Skođa lokun til tveggja ára.“

Fyrirsögn á blađsíđu 12 í Morgunblađinu 7.4.20.                      

Athugasemd: Einhver tískubylgja í orđalagi ríđur nú yfir íslenska fjölmiđla. Nú er ţađ aldrei orđađ svo ađ einhver hafi starfađ í fimmtíu ár heldur ađ hann hafi starfađ ţar „til“ fimmtíu ára. Jón hafi veriđ giftur Gunnu „til“ ţrjátíu ára ekki í ţrjátíu ár. Ótal fleiri dćmi má nefna.

Hér áđur fyrr hefđi ofangreind fyrirsögn veriđ eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan. Eđa tveggja ára lokun til skođunar.

Líkast til hefur forsetningin í veriđ sett í ótímabundna sóttkví en ćttingja hennar „til“ sleppt lausri … og mađur  mađur skilur bara ekkert.

Tillaga: Skođa lokun í tvö ár.

4.

„Ţađ hafa gerst tvö hrćđileg heimilisofbeldismál …“

Morgunţáttur Rásar2 í Ríkiútvarpinu 7.2.20.                      

Athugasemd: Í morgunţćttinum var viđtal viđ löggu, stórlöggu. Hér hefur ţví veriđ haldiđ fram oftar en einu sinni ađ lögreglumenn séu almennt illa máli farnir og er sú ályktun dregin af orđalagi löggufrétta sem fjölmiđlar birta oft orđrétt. Ţar ađ auki hefur löggan komiđ sér upp torkennilegu máli sem svipar mjög til ţess málfars sem lögfrćđingum er kennt ađ nota. Sem sagt stofnanamál, kansellístíll.

Einkenni ţess og löggumálsins er ofnotkun á nafnorđum og vannotkun á sagnorđum. Ţar ađ auki er ekki gripiđ til ţeirra orđa eđa orđalags sem almenningur notar dags daglega. Í stuttu mál er ţetta eins og ágćtur mađur nefndi, sjá hér

Ofholdgun tungunnar og uppţembdur rćđustíll.

Í ofangreind tilvitnun er segir stórlöggan. Hér hafa „gerst mál“. Er ekki eđlilegra og skýrara ađ segja einhver hafi beitt ofbeldi heldur en ađ ofbeldi „hafi gerst“ eđa „ofbeldismál hafi gerst“?

Hjáorđamas löggunnar og margra blađamanna er orđiđ leiđigjarnt. Betra er ađ segja fullum fetum hvađ gerđist.

Hér eru okkur hjáorđ í hjarđmennsku fréttaskrifa um löggumál:

  • Enginn er settur í fangelsi, heldur vistađur í fangageymslu
  • Fangelsi eru orđin ađ fangageymslum
  • Enginn er fullur, heldur í annarlegu ástandi
  • Enginn er dópađur, heldur í annarlegu ástandi
  • Slys verđa aldrei, heldur eiga sér stađ
  • Slysstađur heitir nú vettvangur
  • Löggan dregur sig aldrei í hlé, hún afhendir slökkviliđinu vettvanginn

Fleira mćtti nefna. Hér er ekki veriđ ađ amast út í notkun ofangreindra orđa heldur ofnotkun ţeirra í löggufréttum.

Hjördís Hákonardóttir, hérađsdómari, sagđi á málţingi um „Málfar í opinberum skjölum“, en vitnađ er til hennar í grein Ara Páls Kristinssonar, „Einfalt mál, gott mál, skýrt mál“, sjá hér:

Kansellístíllinn er mörgum lögfrćđingi enn hjartfólginn og einnig svonefndur júridískur ţankagangur. Hef ég grun um ađ misskilningur á merkingu ţessa hugtaks hafi á stundum átt sök á ţví ađ ekki var gćtt ađ skýrri og markvissri framsetningu á rökstuđningi í lögfrćđilegum skrifum.

Ţetta er varla hćgt ađ orđa skýrar.

Tillaga: Tvisvar hefur ofbeldi veriđ beitt á heimilum međ hrćđilegum afleiđingum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband