Faraldurinn er rétt ađ byrja

200322 Hlutfallslegar breytingar heimurinnFramtíđarhorfum í efnahagsmálum eru afar slćmar vegna Covid-19 faraldursins. Hvorki hér á landi né erlendis hefur hann enn náđ mikill útbreiđslu, raunar er langt ţangađ til. Ţetta byggi ég međal annars á međfylgjandi súluriti og gögnum sem liggja ađ baki og er öllum ađgengileg.

Ýmsir ađilar fylgjast nákvćmlega međ útbreiđslunni og birta jafnóđum gögn um hana. Ég hef skráđ hjá mér helstu upplýsingar og hér eru tvö súlurit sem eru alţjóđleg.

Í stuttu máli sýnir hiđ efra hlutfallslega breytingar. Tvćr súlur fylgjast ađ, önnur sýnir fjölgun smitađra, hlutfallsleg fjölgun frá 11. mars, og hin fjölgun látinna sem hlutfall af smituđum. Grćna súlan sýnir ţá sem hafa lćknast af veikindum, hlutfall af smituđum.

Ţetta ţýđir á einföldu máli ađ faraldurinn er enn í örum vexti.

Fjölmennustu ţjóđir, hlutf smitVel má vera ađ ţađ eina sem er marktćkt sé fjöldi látinna. Vandinn er hins vegar sá ađ víđa kunna skráningar ađ vera í skötulíki. Í fámenningu hér á landi er auđvelt ađ safna upplýsingum. 

Gagnslítiđ er ađ bera saman smit miđađ viđ fjölda íbúa. Í Vatíkaninu búa 800 manns og ţar er einn smitađur, 0,13% íbúa. Í San Marino, smáríki innan Ítalíu, eru 144 smitađir, 0,42%. Hér á landi er hlutfalliđ 0,14%. 

Mér finnst skynsamlegra ađ bera saman hlutfall smitađra í fjölmennari ríkjum. Ţá kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós eins og sjá má á súluritinu. Á ţví sjáum viđ brotalamirnar, óskráđa útbreiđslu faraldursins.

Mest smit eru í fjölmennustu Evrópulöndunum, Ţýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni og eru súlurnar rauđlitađar. Sama er međ Íran og Suđur Kóreu. Allt ţetta virđist fremur trúverđugt.

Hvađ ţá međ hin löndin, sérstaklega ţau svartlituđu. Bandaríkin, Bretland, Pólland, Kanada og jafnvel Tyrkland og Rússland? Ţau eru ekki lokuđ eins og Norđur Kórea ţar sem enginn er sagđur hafa smitast. Líkur benda til ađ ţarna sé öll skráning í kalda koli. Covid-19 veiran grasserar líklega í ţessum löndum án ţess ađ yfirvöld hafi neina stjórn á útbreiđslunni eđa voru alltof sein ađ bregđast viđ. Tölurnar eru alls ekki trúverđugar og hljóta beinlínis ađ vera rangar. Covid-19 faraldurinn er ţví verri en uppgefnar tölur gefa til kynna.

Ţegar ţetta er skrifađ er sagt ađ um 312 ţúsund manns séu smitađir. Getur veriđ ađ ţeir séu tvisvar sinnum fleiri, tíu sinnum fleiri ...?

Setjum nú sem svo ađ viđ Íslendingar náum stjórn á faraldrinum og hann hreinlega hćtti. Haldi faraldurinn halda áfram ađ geysa í Evrópu og Norđur Ameríku međ öllum ţeim neikvćđu áhrifum sem fylgja erum viđ ekkert sérstaklega vel sett. Efnahagslíf hér á landi mun ekkert lagast ţó faraldrinum linni.

Efnahagsleg áhrif munu verđa mjög alvarleg, líklega í eitt ár eđa lengur. Erfitt kann ađ vera fyrir okkur ađ selja helstu framleiđsluafurđir og um leiđ kann ađ reynast erfitt ađ kaupa helstu vörur til neyslu hér innanlands. Alvarlegast verđur ţó skortur á matvćlum og olíu. Helstu matvćlaframleiđslulönd heimsins munu eiga afar erfitt međ ađ sinna framleiđslu og útflutningi.

Ţetta eru ekki góđar framtíđarhorfur. Ţegar loksins sér fyrir endann á faraldrinum úti í honum stóra heimi tekur langan tíma ađ koma hjólum atvinnulífsins í gang? Gerist ţađ bara si svona ađ ţjóđir taki aftur upp ţráđinn og rétt eins og ekkert hafi í skorist? 

Nei, ég held ađ ţegar faraldrinum loksins linni muni ţjóđir heims ekki treysta á hverja ađra og taki ađ framleiđa matvćli fyrir eigiđ fólk, tryggi matvćlaöryggi sitt.

Hvernig ćtlum viđ ađ tryggja matvćlöryggi ţjóđarinna, ađgang hennar ađ nćgum mat?

Auđvitađ vonar mađur ađ ţetta svartsýnisraus verđi ekki raunin en hversu langvinnur verđur faraldurinn og hversu lengi er atvinnulíf heimsins ađ komast í gang ţá loks honum linnir?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Viđ höfum litla hugmynd um hver fjöldi smitađra er. Í flestum löndum er sýni ađeins tekiđ af ţeim sem hafa einkenni, og gjarna ađeins hluta ţeirra. Annars stađar eru sýni tekin einnig af ţeim sem hafa umgengist fólk međ einkenni.

Í Ţýskalandi er dánarhlutfalliđ (látnir/greindir) 0,3%. Og samt eru örugglega miklu fleiri smitađir en hafa veriđ greindir. Međan ÍE voru enn ađ skima bentu ţeirra tölur til ađ um 1% landsmanna vćru smitađir, um 3.600 manns. Ţađ merkir ađ ţáverandi greiningar voru 1/14 af raunverulegum fjölda smita.

Kćmi ekki á óvart ađ ţegar ţetta verđur afstađiđ komi á daginn ađ hér hafi veriđ um einkar mikilfenglega sjálfsmorđsárás á efnahagslíf heimsins ađ rćđa, án ţess ađ neinar forsendur vćru fyrir henni.

Ţorsteinn Siglaugsson, 22.3.2020 kl. 16:04

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Tölfrćđi yfirvalda er komin út í skurđ. Ţađ er ekkert ađ marka lengur, ţví miđur. 

 Eins góđar stundir og hćgt er, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 23.3.2020 kl. 00:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband