Ţjást tugir ţúsunda bara af flensu og kvefi?

200315 Smit í AsíuFurđulegt er ađ skođa landakort og sjá hvernig smit vegna Covid-19 veirunnar hefur dreifst misjafnlega um jörđina. Einhvern veginn virđist ekki allt vera sem sýnist. Hér ćtla ég ađ rekja grunsemdir mínar og reyna ađ styđja ţćr međ tölulegum upplýsingum sem fáanlegar eru í dag.

Gríđarlega margir hafa smitast í Kína, en athyglisvert er hversu fáir hafa smitast í nágrannalöndunum. Vera má ađ í ţeim sé heilbrigđiskerfiđ frekar vanţróađ og tölur um smitađa séu ekki eins ítarlegar og á Vesturlöndum. Gćti veriđ ađ tugţúsundir manna haldi ađ ţeir séu međ „flensu“ eđa „kvef“. Fjöldi fólks harkar af sér, hefur ekki efni á ađ liggja heima. Sjá efra kortiđ.

Dásamlegt er ađ líta til Rússlands. Ţarlend stjórnvöld halda ţví fram ađ fimmtíu og níu manns hafi smitast. Munum ađ ţar búa 146 milljónir og smitađir ţví ađeins 0,00004%.

200315 Evrópa, smitađirÍ Japan búa 127 milljónir manna og ţar eru sagđir 773 smitađir, 0,001% landsmanna, ţrettán sinnum fleiri en í Rússlandi. Í Ţýskalandi og Frakklandi búa samtals um 149 milljónir manna og ţar eru samtals 153 sinnum fleiri smitađir en í Rússlandi.

Skođum Evrópukortiđ sem sýnir útbreiđslu Covid-19. Margt vekur athygli en ţó einna helst hversu fá smit eru í Austur Evrópu, landsvćđinu sem einu sinni var undir járnhćl kommúnismans. Hvađ veldur?

Getur veriđ ađ ţar sé útbreiđslan einfaldlega lítil eđa heilbrigđiskerfiđ lélegra en í Vestur Evrópu? Getur veriđ ađ ţarna séu líka ţúsundir manna veikir af „flensu“ eđa „kvefi“?

200315 Útbreiđsla Austur Evrópa hlutfallÉg hef enga haldbćra skýringu á fáum smitum í Austur Evrópu. Fyrst af öllu dettur manni í hug ađ annađ hvort séu tölulegar upplýsingar ekki handbćrar eđa veriđ sé ađ fela útbreiđsluna. Hver trúir ţví til dćmis ađ í Póllandi séu ađeins 103 smitađir, ţađ er 0,0001% af íbúunum? Í Úkraínu eru ţrír smitađir, 0,00001%. Ţetta lyktar allt af af „rússneskri tölfrćđi“.

Lítum á súluritiđ yfir smitađa í Austur Evrópu. Ţar skera ţrjú lönd sig úr, Króatía, Slóvenía og Eistland. Allt bendir til ađ ekki sé allt sem sýnist í öđrum löndunum.

200315 Útbreiđsla Evrópa hlutfallSan Marínó, er sjálfstćtt smáríki á norđanverđri Ítalíu. Ţar eru áttatíu smitađir. Í Vatíkaninu er einn af 800 smitađur sem er 0,13%. Í báđum löndunum er ţetta ansi hátt hlutfall. Ţannig er einnig međ Ísland sem er í ţriđja sćti miđađ viđ smitađa sem hlutfall af íbúafjölda, 0,046%.

Sé ţessum ţremur löndum sleppt er súluritiđ ađeins lćsilegra. Ítalía trónir á toppnum međ langflesta smitađa miđađ viđ höfđatölu.

Bíđum samt viđ. Getur veriđ ađ eitthvađ fleira lykti af „rússneskri tölfrćđi“. Varla er trúlegt ađ 0,002% Breta séu smitađir. Á Írlandi eru ţeir 0.003% sem samt er furđulega lágt hlutfall.

Og víkur nú sögunni ađ Austurríki, ţar eru ađeins 0,007% smitađir. Margir Íslendingar ţar á skíđum og báru smit heim. Engu ađ síđur eru ţar hlutfallslega miklu fćrri smitađir en hér á landi. Ţarlendir hljóta ađ vera eins og Rússar, veiran bíti hreinlega ekki á ţá. Greinilega sterkari stofn en Ítalir sem sendu fjölmarga smitađa til Íslands og eru í miklum vanda sjálfir. Í Sviss eru 0.016% smitađir. Veiran leggur ţar fleiri en í Austurríki.

Varla er grín ađ ţessu gerandi ţví ţegar öllu er á botninn hvolft eru allar ţjóđir eins. Ţess vegna er ég ansi hrćddur um ađ ekki séu nánda nćrri öll kurl komin til grafar í fjölda ríkja. Fjölmargt bendir til ađ fá ríki hafi veriđ eins forsjál í sóttvarnarmálum og Ísland og ţar af leiđandi eru ófáir bara međ „flensu“ eđa „kvef“ ţegar ađrir eru međ Covid-19 veiruna. Hér hefur ekki veriđ rćtt um Bandaríkin en ţar eru 0,0009% smitađir. Afskaplega tortryggilegt hlutfall af íbúum.

Hér er ađ lokum tafla sem sýnir hlutfall smitađra í Evrópu. Betra er ađ smella á töfluna og ađrar myndir og verđa ţćr ţá skýrari.

 

200315 Evrópa xxx


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţakka vandađan pistil. Ekki laust viđ ađ tölfrćđin sé dulítiđ bjöguđ og allt samrćmi skorti. Flest bendir til ţess ađ útbreiđslan sé stórlega vanmetin og stjórnvöld sumra ríkja í algerri afneitun, varđandi umfang vandans, ţví miđur.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 15.3.2020 kl. 22:08

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ţakka umfjöllunina.

Hér er grein á ensku fróđleg. 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2247081/

Egilsstađir 15.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.3.2020 kl. 23:41

3 Smámynd: Lárus Ingi Guđmundsson

Smitleiđir eru endalausar, en í suđur ameriku eru ekki margir smitađir og ađ mér skillst ţá ţolin veira illa mikin hita. Ekki veit ég međ Saudi Arabiu. 

Smitleiđir eru margar og ţađ er nánas ţvi ekki hćgt ađ koma í veg fyrir allar smitleiđir, nema ţá í hćgum skrefum og ţá eru ansi margir ţá og ţegar búnir ađ fá veiruna. ţađ er auđvelt ađ yfirsjást smitleiđir, ţegar ađ svona faradlur breiđist út og ein smitleiđin sem ađ ég er ađ tala um ţegar ađ ţessu kemur, eru BENSÍN DĆLLURNAR HANDFÖNGIN ??

KV

LIG

Lárus Ingi Guđmundsson, 16.3.2020 kl. 10:06

4 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Lárus, veikin á eftir ađ ná fótfestu í Suđur Ameríku og Afríku og miklu víđar eđa ţá ađ hún er ţegar komin ţangađ og fólk heldur ađ ţađ sé međ flensu en ekki Covid-19. Eigi hiti illa viđ veiruna mun hún líklega stökkbreytast. Hér heima er vissara ađ nota hanska eđa vettling ţegar dćlt er bensíni.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.3.2020 kl. 11:02

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Egill, ég held ađ vanmatiđ sé alvarlegast. Ekki bara í Austur Evrópu heldur líka hér á Vesturlöndum. Trúir einhver ţví ađ frá ţví í gćr hafi smituđum í Bretlandi ađeins fjölgađ um einn. Á sama tíma fjölgađi smituđum í Ţýskalandi um 841 og á Spáni um 1.407.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.3.2020 kl. 11:07

6 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir upplýsingarnar, Jónas.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.3.2020 kl. 11:08

7 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Klárlega eru mismunandi lönd misjafnlega dugleg ađ greina smit sem útskýrir eflaust mismunin ađ stóru leyti. Annađ sem getur spilađ inn í er misjafnt ţróunarstig og hversu opin viđkomandi lönd eru fyrir ferđamönnum. Til dćmis er Afghanistan ekki fjölsóttur ferđamannastađur og samgöngur innanlands jafnvel takmarkađar. Ţess vegna kćmi ekki á óvart ađ smit berist síđur ţar um heldur en t.d. milli Evrópulanda ţar sem mikiđ er ferđast. Svo eru líka til lönd eins og Norđur Kórea sem voru lokuđ fyrir og eru ţví í sóttkví af pólitískum ástćđum. Auk ţess er ekki viđ ţví ađ búast ađ tölur frá ţarlendum stjórnvöldum séu áreiđanlegar, ef ţćr verđa yfir höfuđ gefnar upp opinberlega.

Guđmundur Ásgeirsson, 16.3.2020 kl. 13:39

8 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Já, ţađ geta veriđ ótal skýringar á ţessu, Guđmundur. Hins vegar ferđast fleiri en skemmtiferđamenn. Fólk á erindi vegna viđskipta, stjórnmála, atvinnu og svo framvegis. Jafnvel Kínverjar eiga erindi til Norđur Kóreu og ţarlendir til Kína. Ríki sem eiga sameiginleg landamćri selja og kaupa yfir ţau. Ótaldir eru ţeir sem fara ólöglega yfir landamćri og svo ţeir sem stunda smygl.

Ţetta skýrir samt ekki tölur frá Austur Evrópu, sláandi tölur frá Rússlandi ţar sem eru núna 63 smitađir, svipađ eins og í margfalt fámennari löndum eins og Chile (75), Peru (71), Slóvakíu (61) og Suđur Afríku (61).

Í Afganistan eru sextán smitađir. Í Tyrklandi eru 18 smitađir (rússnesk tölfrćđi?). Nú hefur skráningu á smituđum í Bretlandi veriđ breytt. Í morgun hafđi ţeim fjölgađ um einn en núna eru ţeir orđnir 248. Sýnir bara hversu illa ţarlend stjórnvöld hafa tekiđ á málum.

Tölfrćđin skiptir meginmáli annars er ekki hćgt ađ bregđast rétt viđ. Hún er afar mikilvćg hér á landi og sums stađar í Evrópu mikiđ vantar upp á. 

Eftir standa ţćr grunsemdir ađ ótrúlega margir telji sig bara veika af „flensu“ eđa „kvefi“

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 16.3.2020 kl. 14:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband