Ţriđja og síđasta umferđ lauk og fólk sem lćknast án lćknis

Orđlof

Abbast

Orđasambandiđ abbast upp á e-n ´kássast upp á e-n´ kemur fyrir í Skipum heiđríkjunnar eftir Gunnar Gunnarsson í ţýđingu HKL:

Ţá má mikiđ vera, ef ţeir ţora ađ abbast upp á ţig (GGRit I, 45).

Nánast sama orđasamband í svipađri merkingu er ađ finna í Brennu-Njáls sögu (124. k.) sem lesbrigđi úr öđru handriti (Reykjabók) frá svipuđum tíma:

Skarpheđinn hló ađ og spurđi hví hún abbađist upp á arfasátuna (ÍF XII, 320 (R) (1300–1325)).

Gunnlaugur Ingólfsson hefur bent mér á ađ Halldór Laxness hafi gefiđ út Njálu (1945) og notađ ţá útgáfu Finns Jónssonar (1908) ţar sem Reykjabók er lögđ til grundvallar. Enn fremur ţýddi HKL Skip heiđríkjunnar (1941). Í ljósi ţessa má telja líklegt ađ HKL hafi vísvitandi notađ orđasambandiđ abbast upp á e-n í ţýđingunni sem hann hafi ţekkt ţađ úr Njáluútgáfu sinni eđa úr útgáfu Finns Jónssonar á Njálu (1908). 

Svipađ orđafar er einnig kunnugt í fornu máli:

sumir abbast viđ ţađ ađeins, er ţeir verđa ávítađir of glćpi sína (f13 (Pst 202));

abbađist mjög viđ svein hans (Mork 391).

Eins og sjá má er myndin hér abbast viđ e-n rétt eins og elstu myndir međ amast voru amast viđ e-n, sbr. dćmin fremst í pistlinum.

Til gamans skal hér tilgreint dćmi úr Manni og konu sem gćti minnt á orđasambandiđ abbast upp á e-n en er ţó trúlega óskylt:

ég kássast upp á einkis manns jússu, lagsi (JThSk II, 241).

Ţess skal ađ lokum getiđ ađ breytingin á > upp á er kunn frá 14. öld (líta/sjá á > líta/sjá upp á) en á 16. öld hleypur mikill vöxtur í breytingar af ţessum toga.

Málfarsbankinn, Jón G. Friđjónsson, 243. pistill., 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Ţriđja og síđasta umferđ í Íslandsmótinu í handbolta lauk í kvöld.“

Fréttir kl. 22 í Ríkisjónvarpinu 12.3.20.                

Athugasemd: Mikilvćgt ert ađ fréttamenn kunni ađ beygja rétt. Hér hefur skrifarinn ekki áttađ sig. Sagnorđiđ rćđur fallinu á töluorđinu og lýsingarorđinu.

Tillaga: Ţriđju og síđustu umferđ í Íslandsmótinu í handbolta lauk í kvöld.

2.

150 til­felli kór­ónu­veiru hafa veriđ stađfest í Kan­ada og eitt dauđsfall.“

Fréttir á mbl.is.                

Athugasemd: Aldrei ćtti ađ byrja setningu á töluorđi. Ţau eru allt annars eđlis heldur en bókstafir. Til ađ mynda kemur alltaf stór stafur á eftir punkti. Í ţessu tilviki er sú regla brotin. Ţar fyrir utan er ţetta algjörlega stíllaust.

Tillaga: Í Kanada hafa 150 manns fengiđ kórónuveitu og einn látist.

3.

„Fólk hefur lćknast.“

Ţáttastjórnandi ađ morgni 13.3.2020 á Rás eitt.               

Athugasemd: Hér er ég ekki algjörlega viss, en tilfinning mín er sú ađ sá sem lćknast hefur veriđ lćknađur, ţađ er međ atbeina lćknis. Sá sem fćr kvef eđa ađra kvilla og ţarf ekki lćkni til ađ komast aftur til heilsu hefur varla „lćknast“, hann hefur einfaldlega náđ heilsu, batnađ. Batnar ekki öllum börnum sem njóta umönnunar móđur og jafnvel föđur. Ţau lćknast varla.

Í ţćttinum rćddi ţáttastjórnandinn og viđmćlandinn ţannig um ţá sem voru veikir af Covid-19 veiruna ađ allir hafi lćknist. Er ţađ ekki ţannig er ađ flestir ţola veikina rétt eins og hverja ađra flensu, og ná sér.

Tillaga: Fólk hefur aftur náđ heilsu.

4.

Ţađ fylgir ţví mikil áskorun ađ greina í hvađa fjárfestingar er ráđist og hver innspýtingin á ađ vera.“

Ađsend grein á blađsíđu 15 í Morgunblađinu 13.3.20.              

Athugasemd: Fjöldi fólks skrifar greinar og fćr ţćr birtar í Morgunblađinu, Fréttablađinu og víđar. Alltof margar ţessara greina eru slakar, gćtu veriđ betur upp settar og hnitmiđađri. Í raun og veru er lítiđ út á ţađ ađ setja ađ málfarsvillur finnist í slíkum greinum vegna ţess ađ almennt er fólk ekki vant skrifum. Í ofangreindri tilvitnun fer betur ađ skrifa eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan.

Í flestum tölvum eru forrit sem leiđrétta stafsetningavillur en ţau kunna ekki á málfar eđa stíl. Ekkert forrit lagfćrir nafnorđaáráttuna sem lćđst hefur inn í bćđi ritmál og talmál og vikiđ til hliđar hefđbundinni frásögn ţar sem áhersla er lögđ á sagnorđ. Engum finnst lengur skrýtiđ ađ lesa fréttir og greinar ţar sem í upphafi er sagan rakin nćstum ţví frá landnámsöld og til dagsins í dag áđur en lesandinn veit um hvađ greinin er.

Reglan er ţessi: Komdu ţér strax ađ ađalatriđinu og láttu greinina snúast um ţađ.

Í greininni sem ofangreind tilvitnun kemur höfundur ađ ađalatriđi máls síns í lokin. Hann eyđir ótrúlega miklu plássi í tal um allt annađ og fyrir vikiđ er greinin óađlađandi, leiđinleg og lesandinn gefst fljótlega upp. Meira ađ segja fyrirsögnin dregur ekki lesandann ađ.

Tillaga: Ţví fylgir mikil áskorun ađ greina í hvađa fjárfestingar er ráđist og hver innspýtingin á ađ vera.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband