Rútan endađi á ţakinu, liggur undir grun fyrir morđ og Bandaríkjamenn sigra innrásina

Orđlof

Strjúgur

Strjúgsstađir heitir bćr í Langadal í A-Hún. „Upp undan bćnum er Strjúgsskarđiđ. Eftir P0002106 bţví rennur lćkur, sem kallađur er Strjúgsá.“ Örnefnin Strjúgshólma, Strjúgshjalla, Strjúgsgil, Strjúgsfoss, Strjúgshaug, Strjúgstjörn og Strjúgsnibbu er ţar líka ađ finna …

Á ţađ var minnst ađ strjúgur hafi haft merkinguna hroki. En orđiđ getur samkvćmt orđabókum merkt ýmislegt fleira. Til dćmis getur strjúgur veriđ matur sem búinn er til úr dýra- eđa fiskabeinum međ ţví ađ leggja ţau í súr. Einnig getur orđiđ merkt reiđi og stađbundiđ getur ţađ stađiđ fyrir kalsavind.

Athyglisvert er ađ í öllum tilfellunum tengjast örnefni međ strjúg-ám eđa lćkjum međ einum eđa öđrum hćtti: Strjúgsár eru ţrjár talsins, Strjúgshylur einn og um Strjúgsgil rennur Strjúgsgilslćkur. 

Hugsanlegt er ađ í strjúgi sé varđveitt orđ sem merkt hefur upphaflega eitthvađ í líkingu viđ streyma eđa renna og upphaflega sé Strjúgur árheiti.

Örnefnasafn Árnastofnunar, sjá hér. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Rútan valt og endađi á ţakinu.

Frétt á ruv.is kl. 15:00, 12.01.2020.             

Athugasemd: Á hvađa ţaki lenti rútan? Nei, hún endađi á hvolfi, valt. Sögnin ađ velta er sjaldan notuđ. Í fréttum lendir allt eđa endar á hvolfi. 

Hins vegar getur mađur dottiđ og lent á bakinu, jafnvel endađ á bakinu, en ţađ er dálítiđ annađ jafnvel ţó bak og ţak rími. Fjölbreytni í orđavali skađar ekki í fréttaskrifum.

Tillaga: Rútan valt og endađi á hvolfi.

2.

„Íslendingur liggur undir grun fyrir morđ.“

Undirfyrirsögn á forsíđu Morgunblađsins 13.1.2020.

Athugasemd: Nokkur mundur er á ofangreindri fyrirsögn og tillögunni hér fyrir neđan.

Orđalagiđ „liggur undir grun“ er ekki rangt en ógott. Ótrúlegt er ađ blađamađurinn skuli ekki hafa notađ sögnina ađ gruna í stađ nafnorđsins grunur. Ástćđan er nafnorđavćđing sem algeng er međal yngri blađamanna, sérstaklega ţeirra sem hafa ekki stundađ lestur frá unga aldri, orđaforđi ţeirra er rýr.

Almennt er sagt ađ einhver sér grunađur um eitthvađ, ekki fyrir. Sá sem skrifar er greinilega óvanur.

Tillaga: Íslendingur grunađur um morđ.

3.

„Óttast hiđ versta í yfir­vofandi eld­gosi á Filipps­eyjum.“

Fyrirsögn á frettabladid.is. 

Athugasemd: Eldgos sem ţegar er byrjađ er ekki lengur yfirvofandi. Orđiđ merkir ţađ sem er í vćndum, vofir yfir.

Í fréttinni segir frá Taal eldfjallinu sem er í stöđuvatni á stćrstu eyju Filipseyja, Lúson. Aska streymir upp úr gígnum en búist er viđ ţví ađ hraun taki ađ renna innan skamms.

Blađamađurinn er ekki sterkur í jarđfrćđinni. Hann segir:

Viđ höfum greint hraun­kviku, sem enn er djúpt í jarđ­veginum og hefur ekki náđ upp á yfir­borđiđ.

Hér áttar blađamađurinn sig ekki á ţví ađ jarđvegur er allt annađ en jarđskorpa. Kartöflur geta vaxiđ í jarđveginum en ólíklegt er ađ ţar sé kvika enda myndi hann brenna vćri svo. Miđađ viđ jarđskorpuna er jarđvegur afskaplega ţunnur. Yfirleitt er talađ um kviku í iđrum jarđar en hraun á yfirborđi.

Á Vísindavefnum segir:

Ysti hluti jarđarinnar kallast jarđskorpa. Ţykkt hennar er á bilinu 6-40 km, eftir stöđum á jörđinni. Međalţykkt hennar er um 17 km sem er um ţađ bil 0,2% af geisla (radíus) jarđar sem er 6370 km.

Ţegar ţannig háttar ađ gígur eldfjallsins er í stöđuvatni eru miklar líkur á ađ gosiđ sé fyrst í stađ öskugos, ţá hefur vatn komist í snertingu viđ kvikuna. Um leiđ er hćtta á gufusprengingum. Eftir ađ gígurinn kemst upp úr vatnsyfirborđinu tekur hraun ađ renna. 

Blađamađurinn hefđi átt ađ leita til íslenskra jarđvísindamanna um upplýsingar en ekki láta nćgja ađ ţýđa hugsunarlaust grein úr erlendum vefmiđli.

Tillaga: Óttast hiđ versta í eld­gosinu á Filipps­eyjum.

4.

„Hvenćr sigra Bandaríkjamenn innrásina í Írak og Afganistan?“

Grein í frettabladid.is. 

Athugasemd: Ţetta er meinleg villa. Seint mun innrásaliđiđ sigra innrásina, skiptir engu máli hvers lenskt ţađ er. Ţađ segir sig sjálft. Sama á viđ keppni. Íslenska handboltalandsliđiđ mun til dćmis aldrei sigra Evrópukeppnina en vonir standa til ađ ţađ sigri í keppninni.

Hins vegar getur innrásarliđ sigrađ heimamenn ţó mörg dćmi séu um hiđ gagnstćđa. Nefna má innrás Ítala í Grikkland 1940 en ţeir höfđu ekki erindi sem erfiđi og hrökkluđust til baka.

Tillaga: Hvenćr sigra Bandaríkjamenn í Írak og Afganistan?

5.

„Ný vending í máli Auđar.“

Frétt á dv.is. 

Athugasemd: Til ef kvenmannsnafniđ Auđur. Einnig er til karlmannsnafniđ Auđar. Á ţessum tveimur nöfnum er grundvallarmunur. Auđar beygist svona:

Auđar, um Auđar, frá Auđari, til Auđars.

Nafniđ Auđur beygist svona:

Auđur, um Auđi, frá Auđi, til Auđar.

Í fréttinni er rćtt um mann sem ber listamannsnafniđ Auđur. Ekki er ljóst hvort ađ um sé ađ rćđa kvenmanns- eđa karlsmannsnafniđ. Sé fyrrnefnda nafniđ notađ er fyrirsögnin rétt. Ef ekki á ađ skrifa Auđars.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband