Hrađi á vettvangi, bát rekur í land og piltbarn

Orđlof

Heypokalođmullan

Árni Johnsen, alţingismađur, fékk ávítur í rćđustóli Alţingis í nótt fyrir orđanotkun ţegar hann flutti rćđu um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Árni sagđist nota íslenskt mál en enga heypokalođmullu.

Árni sagđi m.a. í rćđunni, ađ ekki vćri ótilhlýđilegt ađ bera saman raunsögur úr veruleikanum til ađ sýna fram á vinnubrögđ ríkisstjórnarinnar. Ţannig hefđi í Međallandi, fyrir 100 árum, strandađ frönsk skúta og 20 sjómönnum var bjargađ og dreift á bći í Međallandi. Einn sjómađurinn fór á bć ţar sem voru hjón en ekki ađrir íbúar. Ţar var eitt rúm, hjónarúm, og sjómanninum var í virđingarskyni bođiđ ađ sofa á milli ţeirra hjóna.

„Ţađ leiđ ekki á löngu ţar til sjómađurinn fór ađ snúa sér ađ húsfreyjunni og gekk ţađ fyrir sig eins og efni standa til án athugasemda frá eiginmanni sem bylti sér ţó allmikiđ. Ţar kom, ađ konan snýr sér ađ bónda sínum og segir: Segđu manninum ađ hćtta. Ţá svarađi bóndi: Ég, ég tala ekki útlensku.

Ţetta er nákvćmlega ţađ sama, virđulegi forseti, sem ríkisstjórn Íslands er ađ bjóđa Íslendingum uppá í dag. Hún er ađ láta erlendar ţjóđir riđlast á Íslendingum, riđlast á sjálfstćđi Íslendinga, og belgja sig út..."

Nú tók Árni Ţór Sigurđsson, forseti Alţingis, í taumana og bađ ţingmanninn ađ gćta orđa sinna. Árni svarađi og sagđist tala íslenskt mál, hispurslaust en ekki heypokalođmullu.

eyjar.net. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Leyfđur hámarkshrađi á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund viđ bestu ađstćđur.“

Frétt á visir.is.               

Athugasemd: Ţetta gengur ekki alveg upp. Hvernig getur veriđ hámarkshrađi á vettvangi?  Vettvangur er ofnotađ orđ og afleiđingin er sú ađ ţađ er oft rangt notađ. 

Vettvangur er stađurinn ţar sem slysiđ varđ. Hvergi er hámarkshrađi á vettvangi (athugiđ ađ ţetta er eintöluorđ, ekki til í fleirtölu). Vettvangur getur varla veriđ allur Suđurlandsvegurinn og ţađan af síđur allt Suđurland, Ísland eđa Evrópa. 

Á máliđ.is segir:

Vettvangur, véttvang(u)r, víttvangur k. stađur ţar sem e-đ gerist, atburđasviđ, mótstađur. Af vétt- bardagi, víg og vangur völlur. Upphafl. merk. vígvöllur, stađur ţar sem barist er. 

Suđurlandsvegur er ekki vettvangur heldur ađeins lítiđ brot af honum, slysstađurinn.

Tillaga: Leyfilegur hámarkshrađi ţar sem slysiđ varđ er 90 km.

2.

„Bát og skútu rak í land í óveđrinu.“

Fyrirsögn á mbl.is.               

Athugasemd: Öllum getur nú orđiđ á mistök en flestum ćtti ţó ađ vera ljóst ađ báta rekur ekki í land, ekki heldur skútur.

Almennt er talađ um ađ fley reki á land og ţá stranda ţau. Rekaviđur berst á land, jafnvel getur hann rekiđ á land.

Tillaga: Bát og skútu rak á land í óveđrinu.

3.

„Mesti afli sem landađur hef­ur veriđ á einu ári.“

Fyrirsögn á mbl.is.               

Athugasemd: Stundum hefur mađur talsverđar áhyggjur af málfarinu í Mogganum. Ţessi fyrirsögn dregur ekki úr ţeim. 

Yfirleitt er talađ um ađ afla sé landađ. Mjög óalgengt er ađ orđa ţađ ţannig ađ hann sé landađur.

Hér er talađ um mestan afla sem útgerđin hefur fengiđ á einum ári međ skipum sínum. 

Ţetta má orđa á marga vegu en allra síst eins og segir í fyrirsögninni.

Tillaga: Mesti afli sem fengist hef­ur veriđ á einu ári.

4.

„Komdu viđ í búđinni okkar eđa sérpantađu og sóttu.“

Auglýsing á blađsíđu 27 í Morgunblađinu 19.12.2019.               

Athugasemd: Auglýsandinn ávarpar lesandann, notar sögnina ađ koma í bođhćtti; komdu. Upphaf setningarinnar er í lagi en svo bregst honum bogalistin: Hann notar sögnina ađ sćkja í ţátíđ fleirtölu; sóttu.

Ţetta gengur ekki upp er ferlega slćm villa í laglegri auglýsingu.

Tillaga: Komdu viđ í búđinni okkar eđa sérpantađu og sćktu.

5.

„Bođflennur grunađar um ađ hafa drepiđ brúđgumann fyrir utan.“

Fyrirsögn á visir.is.                

Athugasemd: Til eru blađamenn sem kunna ekki ađ búa til almennilegar fyrirsagnir og telst ţađ nokkuđ slćm fötlun. Ţessi fyrirsögn er illa samin.

Hvađ er ţetta „fyrir utan“? Jú, af fréttinni má ráđa ađ mađurinn hafi veriđ drepinn fyrir utan salinn ţar sem brúđkaupsveislan var haldin.

Ţetta er ein af ţessum ómerkilegu „fréttum“ sem nýliđar í blađmennsku eru ţvingađir til ađ ţýđa úr erlendum vefmiđlum. Fréttagildiđ er ekkert fyrir íslenska lesendur, höfđa ađeins til einhverrar lágkúru. Greinilegt er ađ sé einhver ritstjórnarfulltrúi eđa ritstjóri Vísis međ fréttanef hafa ţeir veriđ víđsfjarri ţegar ákveđiđ var ađ birta fréttina. Eđa ţá ađ fréttnefiđ hafi ekki veriđ tryggilega fast í andliti ţeirra.

Tillaga: Bođflennur drápu brúđgumann ađ tilefnislausu.

6.

„Holdtekjan (ţegar hiđ skapandi orđ Guđs varđ hold í piltbarninu í jötunni í Betlehem) ţýđir ađ öll jörđin er heilög …“

Grein á blađsíđu 56 í Morgunblađinu 19.12.2019.                

Athugasemd: Ég minnist ţess ekki ađ hafa áđur séđ orđiđ „piltbarn“. Ţađ finnst ekki í gömlu orđabókinni minni en ţar segir ţó:

Piltur: Ungur karlmađur, strákur, nemandi, vinnumađur.

Ungbarn getur veriđ drengur eđa stúlka. Ţegar rćtt er um barniđ í jötunni í Betlehem vita allir hver ţađ er. Ţađ var drengur sem síđar varđ piltur og loks fullvaxta mađur. Annađ mćtti rćđa í tilvitnuđum texta sem er svona frekar upphafinn og illskiljanlegur.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband