Reynslumikill, djúpalaugin og svartís (ekki smartís)

Orđlof

Ţrándur í Götu

Orđasambandiđ vera einhverjum Ţrándur í Götu / ţrándur í götu er komiđ úr Fćreyingasögu (ţáttur í Ólafs sögu helga). Ţar segir frá Ţrándi á bćnum Götu í Fćreyjum sem stóđ gegn skattlagningu Ólafs konungs helga í Fćreyjum.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Alexander ţótti reynslumikill veiđimađur …“

Frétt á visir.is.                

Athugasemd: Var Alexander reyndur veiđimađur? Jú, líklega. Reynslumikill er lakara orđ í ţessu samhengi.

Fréttin er barnalega rituđ. Hér eru frekar brosleg dćmi:

Hann skaut dádýr og gekk ađ ţví til ađ tryggja ađ ţađ vćri dautt.

Dádýriđ stóđ hins vegar upp, réđst á Alexander og stakk hann á hol međ hornum sínum.

Sjúkraflutningamenn sóttu veiđimanninn og stóđ til ađ flytja hann á sjúkrahús međ ţyrlu en hann dó áđur en ţyrlunni var flogiđ á vettvang.

Ekki stendur til ađ framkvćma krufningu og ţví er ekki hćgt ađ útiloka ađ Alexander hafi látiđ lífiđ vegna annarra kvilla en ţeirra sára sem hann hlaut vegna árásar dádýrsins.

Áriđ 2016 réđst dádýr á annan veiđimann í Arkansas og sćrđi hann á fćti en hann lifđi af.

Veiđimálayfirvöld fluttu hunda á vettvang og stóđ til ađ finna dýriđ, sem er líklegast sćrt, og fella ţađ. Dádýriđ fannst ţó ekki.

Hvađa gagn er af ritstjórn fjölmiđils ef svona vitleysa er birt og látin óátalin? 

Í matvćlaiđnađi eru gćđakerfi, einnig í byggingariđnađi, ferđaţjónustu, framleiđsluiđnađi og víđar. Af hverju er engin gćđastjórnun á Vísi eđa öđrum fjölmiđlum?

Tillaga: Alexander ţótti reyndur veiđimađur …

2.

Alls sveik hann fé út úr 22 manns á tíma­bil­inu, allt frá 10 til 80 ţúsund krón­um í hvert skipti. Alls sveik hann út 684.680 krón­ur.“

Frétt á mbl.is.                 

Athugasemd: Ţarna á ađ standa tuttugu og tveimur mönnum. Betra fer á ţví ađ skrifa töluna međ bókstöfum. „Sveik fé út úr“ segir ţarna. Af hverju ekki ađ nota forsetninguna af?

Mikilvćgt er ađ blađmenn viti hvađ nástađa er. Sé sneitt framhjá henni batnar yfirleitt málfariđ. Hér er hún ljót eins og alltaf og allt eftir ţví.

Fréttin er fljótfćrnislega skrifuđ en líklega getur ađ blađamađurinn betur.

Tillaga: Hann sveik fé af tuttugu og tveimur mönnum, frá tíu til áttatíu ţúsund króna í hvert skipti, samtals 684.680 krónur.

3.

„Guđmundur ákvađ ađ kasta ţessum tvítuga, uppalda Fjölnismanni, sem nú leikur međ Sönderjyske í Danmörku, út í djúpu laugina gegn liđinu sem endađi í 5. sćti á HM í ár og vann silfur á síđasta EM.“

Frétt á blađsíđu  í Morgunblađinu 26.10.2019.                 

Athugasemd: Settu punkt sem oftast. Ţetta er góđ regla sem blađamađur sem skrifađi ofangreint ćtti ađ tileinka sér. 

Málgreinin er löng og flókin. Ótrúlegt ađ blađamađurinn hafi gleymt ađ setja í hana upplýsingar um skóstćrđ, aldur, afmćlisdag, háralit, hćđ og ţyngd og álíka. 

„Kasta í djúpu laugina“ er gríđarlega vinsćlt orđalag hjá íţróttablađamönnum sem veigra sér viđ ţví ađ tala einfalt mál.

Ţetta er hörmulega illa skrifađ og af vankunnáttu.

Tillaga: Guđmundur ákvađ ađ fela honum ábyrgđarhlutverk. Hann er ađeins tvítugur, lék hér heima međ Fjölni en er nú hjá Sönderjyske í Danmörku. Liđiđ varđ í fimmta sćti á síđasta heimsmeistaramóti en fékk ţar áđur silfur.

4.

„Akureyrarflugvöllur sé sveltur.“

Fyrirsögn á blađsíđu 4 í Morgunblađinu 28.10.2019.                 

Athugasemd: Hér er ekki veriđ ađ óska eftir ţví ađ dregiđ sé úr fjárveitingum til Akureyrarflugvallar heldur villir viđtengingarhátturinn fyrir lesendum. 

Upp á síđkastiđ hefur notkun hans fariđ vaxandi í fjölmiđlum og helst í fyrirsögnum. Ţannig telja blađamenn ađ fram komi skođun viđmćlenda en ekki fullyrđing blađsins. Ţađ má vel vera en vandamálin sem fylgja notkun viđtengingarháttar eru hins vegar of mörg.

Hér er miklu frekar mćlt međ notkun framsöguháttar. Hann virđist vera skilyrđislaus fullyrđing en stađreyndir mála skýrast alltaf í fréttinni sjálfri.

Ţetta er ţó ekki algilt heldur veltur notkunin á samhenginu, til dćmis:

NBA-stjarna segir ađ Erdogan sé vondur mađur.

Almennt er viđtengingarháttur oftast notađur í aukasetningum en í fyrirsögnum er ađ sjálfsögđu hćgt ađ nota hann eins og gert er hér fyrir ofan ţegar ummćlin eru höfđ eftir öđrum. 

Hins vegar er ekki samrćmi í notkun viđtengingarháttar í fyrirsögnum hjá fjölmiđlum.

Vitađ er ađ viđtengingarhátturinn veldur misskilningi. Vera má ađ blađmenn haldi ađ framsöguhátturinn geri ţađ líka. Til ađ koma í veg fyrir allan vafa er einfalt ađ setja fullyrđingu viđmćlandans í gćsalappir.

Tillaga: „Akureyrarflugvöllur er sveltur.“

5.

„Tiger Woods varđ hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt …“

Frétt á visir.is.                  

Athugasemd: Sigrađi Tiger? Ég var ekki alveg viss hvort um vćri ađ rćđa golfmót eđa hlutaveltu. Sjaldnast virđast sagt ađ íţróttamenn og liđ vinni eđa sigra. Íţróttablađamenn vilja ađ ţeir séu „hlutskarpastir“, „hafi yfirhöndina“, „sigla sigri í höfn“ og svo framvegis.

Jú, vissulega er fjölbreyting góđ. Hins vegar er eitthvađ alvarlegt ađ ef blađamađur getur ekki talađ hreint út, sagt ađ mađur eđa liđ hafi sigrađ.

Tillaga: Tiger Woods sigrađi á Zozo-mótinu í Japan í nótt …

5.

„Svartahálka var á götum borgarinnar í morgun og víđar.“

Frétt á ruv.is.                   

Athugasemd: Er ekki skrýtiđ ţegar mörgum ţykir knýjandi nauđsyn á ađ ţýđa enska orđalagiđ „black ice“? Sumum finnst „svartís“ (ekki „smartís“) aldeilis frábćrt. Ađrir reyna fyrir sér af miklum rembingi.

„Black ice“ sem merkir gegnsćr eđa ís sem ekki sést á götu eđa gangstétt og getur veriđ hćttulegur gangandi og akandi fólki. Í ensku orđabókinni segir:

A transparent coating of ice, especially on a road surface.

Lítiđ fer fyrir gegnsćinu á íslensku ţýđingunni ţó margir segi ađ svona ís sjáist illa og alls ekki í dćmis í myrkri.

Íslenskan er ţó svo auđugt og fjölbreytilegt tungumál ađ viđ ţurfum ekki sćkja mikiđ í enskuna. Ţurfum ekki ađ fara yfir lćkinn til ađ sćkja vatn. Og síst af öllu ađ rembast viđ ađ finna góđa ţýđingu.

Hér eru nokkur orđ af Íslensku orđaneti:

 1. flughálka
 2. flugháll
 3. flughált
 4. flugsvell
 5. gler
 6. glerhálka
 7. glerháll
 8. gljá
 9. glćra
 10. glćrasvell
 11. hálagler
 12. hálasvell
 13. hálkublettur
 14. háll
 15. launhálka
 16. launháll
 17. logagljá
 18. óstćđur
 19. rennigljá
 20. rennisvell
 21. skreipa°
 22. skreipur
 23. sleipa
 24. spegilhálka
 25. spegilháll
 26. svell
 27. svellagljá
 28. svikahálka

Ţessu til viđbótar er til orđalag á íslensku sem lýsa hálku, jafnvel ósýnilegri. Til dćmis fljúgandi hálka.  Viđ eigum svo mörg orđ ađ viđ gćtum lánađ enskum nokkur.

Tillaga: Launhált var á götum borgarinnar í morgun og víđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband