Ragna og Kúbu-Gylfi til æðstu metorða

Vinstrið gleymir ekki veittum stuðningi á sínum verstu árum. Ríkisstjórn Steingríms núverandi forseta Alþingis, og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi eldri borgara, hafði stuðst við Gylfa Magnússon, hagfræðiprófessor, og Rögnu Árnadóttur, núverandi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þeim verður nú veglega launuð liðveislan.

Fyrst voru gerð að ráðherrum. Tilgangurinn var sá að gefa ríkistjórninni þolanlegra yfirbragð en Vinstri grænir og Samfylkingarmenn gátu. Má vera að það hafi tekist. Hins vegar varð Gylfi Magnússon sér til minnkunar í harðsvíruðum áróðri sínum fyrir því að ríkissjóður Íslands greiddi skuldir einkafyrirtækis, það er Landsbankans gamla. Þótti flestum það ekki skynsamleg ráðstöfun á almannafé enda var þessi alræmda ríkisstjórn gerð afturreka með lögin með synjun forseta Íslands á þeim og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem öll þjóðin reyndist á móti því að skattfé væri notað til að greiða skuldir óreiðumanna.

Gylfi hótaði því að Ísland yrði „Kúba norðursins“ samþykktu landsmenn ekki að ríkissjóður ábyrgðist Icesave skuldirnar. Síðan hefur hann haft viðurnefnið Kúbu-Gylfi. Þá loksins að þjóðin losnaði við vinstri stjórnina hefur efnahagur landsins blómstrað og hefur aldrei verið betri en nú. Kúba er enn á sínum stað og betra væri að Gylfi væri áfram á sínum, en svo verður því miður ekki. Enn er samt hlegið að orðum Gylfa, nú góðlátlega.

Miklar ávirðingar hvíla á þeim sem sátu í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, þeirri sem þóttist vera skjaldborg heimilanna í landinu en reyndist bara áþján og byrði fyrir þau og atvinnulífið.

Nú hefur Ragna Árnadóttir verið gerð að æðsta yfirmanni löggjafarþingsins, það er fyrir utan forseta þess. Á þingi sat hún aldrei með fullum réttindum en var með meirihlutanum í því að reyna að láta ríkissjóð greiða skuldir Landsbankans.

Hún og Gylfi voru líka fylgjandi því að landsdómsmál var höfðað gegn pólitískum andstæðingi ríkisstjórnarinnar. Þetta og fleira til er þeim báðum til ævarandi skammar.

Gylfi Magnússon verður innan skamms ráðinn seðlabankastjóri og þá má segja að allt sé fullkomnað. Vinstri menn sjái um sína. Þakklæti Steingríms, Jóhönnu, Katrínar og annarra vinstri manna fæst hér greitt úr ríkissjóði í formi bitlinga.


mbl.is Ragna nýr skrifstofustjóri Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Bjarni Benediktsson fylkir liði með þeim, alveg eins og í Icesave III.

Guð blessi Kúbu Gylfa mun verða sungið í Valhöll, nú sem þá.  Og Sjálfstæðisflokkurinn allur mun jarma af fögnuði meðan Steingrímur J. og Katrín blessa kynbundna sjálfræðissauði Sjálfstæðisflokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 16:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju í ósköpunum ættui Bjarni Ben. og Sigurður Ingi að standa að því að skipa Kúbu-Gylfa sem seðlabankastjóra? Um Katrínu viðrinið þarf vart að ræða, löngum þæga í bandi Steingríms J. (m.a. í öllum atkvæðagreiðslum um Icesave og ESB) og nú róttækasta bandamann Svandísar Svavarsdóttur Gestssonar í fósturdráps-öfgunum. En fyrrmefndir tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hljóta að geta stöðvað þá lands- og þjóðar-hneisu, að Gylfi Magnússon verði gerður að seðlabankastjóra!

Jón Valur Jensson, 14.6.2019 kl. 17:39

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jón, málið er algjörlega á forræði forsætisráðherra og Katrín hefur fyrir löngu ákveðið að Gylfi hljóti hnossið. Ráðningin kemur öðrum ráðuneytum stjórnsýslulega ekkert við. Pólitíkin er svo allt annar handleggur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.6.2019 kl. 18:42

4 identicon

Vitaskuld verður ráðning Kúbu Gylfi ekki síður á ábyrgð formanns Sjálfstæðisflokksins en formanns Vg, pólitískt séð.  Dapurlegt að fylgjast með því hversu lágt Sjálfstæðisflokkurinn leggst fyrir Katrínu (lesist: Steigrími J.).

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 22:34

5 identicon

Gott að sjá þá sem fengið hafa störf sín í gegnum sjálfstæðisflokkinn verða illa vegna þess að aðrir noti sömu brögð  !

JR (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 23:59

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eflaust er það mér að kenna en ég skil ekki þessa athugasemd. Hverjir eru illir? 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.6.2019 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband