Stoltenberg, viðhlæjandi eða vinur?

Jens Stoltenberg var forsætisráðherra Noregs þegar fjármálakreppan reið yfir heiminn og hér á Íslandi kölluðum við hana hrunið, sem er réttnefni. Lítið gagn hafði þjóðin þá af „frændum“ okkar á Norðurlöndum, nema auðvitað Færeyingum.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir um Stoltenberg í Fróðleiksmolum sínum í Morgunblaði dagsins:

Hvernig sýndi hann það, þegar hann var forsætisráðherra Noregs árin 2008-2009? Ólíkt Færeyingum og Pólverjum, sem veittu okkur í bankahruninu aðstoð án skilyrða, neituðu Norðmenn öllum okkar óskum um aðstoð. Stoltenberg, sem er jafnaðarmaður, lagði flokksbræðrum sínum í Bretlandi, Alistair Darling og Gordon Brown, lið á alþjóðavettvangi og beitti sér gegn því, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlypi undir bagga, fyrr en við hefðum gengið að freklegum kröfum Darlings og Browns, sem þá þegar höfðu sett á okkur hryðjuverkalög. (Hryðjuverkalög! Á annað aðildarríki Atlantshafsbandalagsins!)

Norsk stjórnvöld aðstoðuðu síðan norska fjáraflamenn við að sölsa undir sig vænar eignir Glitnis á smánarverði, eins og ég lýsi nákvæmlega í skýrslu minni fyrir fjármálaráðuneytið, sem aðgengileg er á Netinu.

Minni okkar er hverfult og við gleymum því sem hendir. Segja má að nútímamaðurinn hafi ekkert annað en skammtímaminni. Sem betur fer getum við leitað heimilda víða, til dæmis á netinu. Svo eru til menn eins og Hannes sem eru einfaldlega minnugir og rifja á hvað gerðist á þessum örlagaríku árum þegar allt hrundi.

Stoltenberg er núna framkvæmdastjóri Nató. Hann þjáðist greinilega af skammtímaminni þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins fyrir örfáum dögum. Hann sagðist vera vinur Íslendinga en um það má deila. Hver er góður og traustur vinur? Varla sá sem grefur undan vini sínum með illu umtali. Þá farnast manni best vinalausum.

Eða eins og oft er sagt: Með slíkum vini fjölgar beinlínis í óvinaflokknum. Og ekki eru allir viðhlæjendur vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

 Jens Stoltenberg er mikill ESB-sinni og það var hann sem lét innleiða 3. orkupakka ESB í norsk lög. Það mál er nú fyrir dómstólum í Noregi vegna stjórnarskrárbrots og er niðurstaða að vænta í haust. 

Júlíus Valsson, 15.6.2019 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband