Hætti Sigríður eða steig hún til hliðar ....?

Ég er að velta því fyrir mér hvort Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi „stigið til hliðar“ eða hætt sem ráðherra.

Mér finnst lágmarkið að þingmenn, ráðherrar og ekki síst fjölmiðlamenn tali íslensku en grípi ekki til enskuskotinnar íslensku sem fæstir skilja.

Það er ekkert til sem heitir að „stíga til hliðar“ í þeirri merkingu að hætta. Sá sem gerir hið fyrrnefnda er að víkja sem þýðir ekki að hætta. Í malid.is segir:

‘þoka sér, fara, hörfa; halda til, stefna að; veita, gefa,…’

Þetta orðasamband er orðið frekar þokukennt og enginn veiti eiginlega hvað það þýðir. Á ensku er tíðum sagt „to step down“ eða „to step aside“. Af samhenginu má þá stundum skila að einhver hafi hætt. Við höfum orð á íslensku yfir flest sem til er. Engin ástæða er til að gefa einhvern afslátt af tungumálinu okkar.

Undantekningin eru glímumenn er dómarinn kallar „stigið“ og þeir stíga til hliðar, aftur eða fram til að ná hælkrók eða einhverju öðru bragði.

Sjá nánar um þetta hér.

 


mbl.is Dómsmálaráðherra stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómsmálaráðherra var að missa móðir sína á mánudaginn fyrir tveimur dögum Það er eðlilegt að hún sé í sorgarferli og innst mér hún búin að standa sig mjög vel við þessar aðstæður sem hún er í Mér finnst að fréttamenn mættu láta þjóðina vita af því svo fólk fari varlega því jú að móðir sína hefur alltaf áhrif á líðan þess sem fyrir því verður

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 17:54

2 identicon

Dómsmálaráðherra var að missa móðir sína á mánudaginn fyrir tveimur dögum Það er eðlilegt að hún sé í sorgarferli og fnnst mér hún búin að standa sig mjög vel við þessar aðstæður sem hún er í.

Mér finnst að fréttamenn mættu láta þjóðina vita af því +eg t.d. var að reka augun í það á mbl síðan í gær.

Vona að fólk fari varlega því jú að missa móðir sína hefur alltaf áhrif á líðan þess sem fyrir því verður

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 18:03

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hún missteig sig til hliðar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.3.2019 kl. 15:11

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Lafði Díana, eða hékk hún?

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2019 kl. 00:25

5 Smámynd: Már Elíson

Æi Baldvin...Byrjaðu n´æu ekki á einhverjum táradal til að reyna að breiða yfir spillingu vinkonu þinnar. - Hún þakkaði í varnarræðu sinni fyrir þann frið sem hún fékk,og hafði fengið á þeim tíma þegar öldruð móðir hennar féll frá. - Misstirðu af því ?? - Enginn annar gerði það.- Lífið heldur áfram sinn gang, og þjóðin er búin að vera lengi í sorgarferli yfir þér, spillingu til handa þér og þinni, flokk þínum og Sigríði. - Hugsaðu fyrst og fremst um fólkið í landinu sem er í sorgarferli, en ekki ra...ið á þér. - Ekki byrja á einhverju ameríkanseruðu væli. 

Már Elíson, 15.3.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband