Yfirhalning, endinn á eldinum og fólk pint og myrt ...

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

„Sprengdi flug­eld í garđi íbúa. 

Fyrirsögn á mbl.is.      

Athugasemd: Mér finnst ţetta dálítiđ skrýtin fyrirsögn ţó eflaust sé hún ekki röng. Hún er bara klúđursleg og vakti ţví athygli mína. Sá ekki eftir ađ hafa lesiđ áfram.

Seinna í fréttinni segir:

Lög­reglu­menn höfđu uppi á viđkom­andi sem viđur­kenndi ekki verknađinn en kvađst ţó ćtla ađ hćtta ţessu.

Ţarna hló ég upphátt.

Í menntaskólanum sögđu íslenskukennarnir ađ ég ćtti ekki ađ nota „slettuna“ viđkomandi, hún vćri danska. Síđar varđ til orđiđ „hlutađeigandi“ sem íslenskumönnum ţótti ekki skárra. Í Málfarsbankanum á malid.is segir:

Orđinu viđkomandi er oft hćgt ađ sleppa. Til dćmis fer betur á ađ tala um rekstur fyrirtćkjanna en „rekstur viđkomandi fyrirtćkja“.

Auđvitađ er hćgt ađ sleppa slettunni og segja: „Lögreglumenn höfđu uppi á manninum sem ...“ 

Tillaga: Sprengdi flugeld í garđi íbúđarhúss.

2.

„Heimilislaus mađur fćr yfirhalningu. 

Fyrirsögn á visir.is.       

Athugasemd: Er nú ekki nóg á einn heimilislausan mann lagt svo hann sé ekki í ţokkabót skammađur? Jú, sá sem fćr yfirhalningu er skammađur. Á malid.is segir um orđiđ yfirhalningu:

ţađ ađ skamma einhvern duglega

Ekki veit ég um uppruna orđsins en hér er blađmađurinn ađ ţýđa úr ensku sem enginn á ađ gera nema hafa tök á báđum málunum. Ensk orđabók segir um orđiđ „makover“:

a complete transformation or remodeling of something, especially a person´s hairstyle, makeup, or clothes.

Blađamađurinn kann ađ vita hvađ „makeover“ ţýđir en ţegar hann skrifar fréttina verđur honum fótaskortur á íslenskunni og ţýđir orđiđ rangt. Vefst mér líka tunga um höfuđ, finn ekkert eitt orđ sem hentar hér svo ađ ég reyni lengri leiđina međ hliđsjón af efni „fréttarinnar“.

Tillaga: Heimilislaus mađur fćr klippingu og ný föt.

3.

„Sjá fyr­ir end­ann á eld­in­um. 

Fyrirsögn á mbl.is.        

Athugasemd: Hér er ekki veriđ ađ tala um langeld í reykmettuđu húsi ţar sem ekki sést enda á milli. Blađamađurinn er líklega ađ segja ađ líkur séu til ađ eldurinn verđi brátt slökktur, slökkviliđi nái brátt tökum á honum. Orđafćriđ hjá blađamanninum er eins og „vatn úr heiđskírum lćk“ ...

Sé ćtlunin ađ nota orđtök eđa orđasambönd ţá verđa ţau ađ hćfa fréttinni. Enginn sér fyrir endan á eldi nema eldstćđiđ sé langt … 

Tillaga: Slökkvistarfinu lýkur brátt.

4.

„Teikavei, teikavei. Nings 

Auglýsing á Bylgjunni kl. 17:55, 14.1.2019.        

Athugasemd: Ţiđ ţarna, Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, skráđir eigendur Nings, skiptir íslenskan ykkur engu máli? Er ţađ stefna ykkar ađ setja móđurmáliđ skör lćgra en enskuna?  

Fyrirtćkiđ auglýsir á ensku í íslensku útvarpi. Take-a-way er upprunalega amerískt hugtak sem merkir ađ viđskiptavinurinn komi, kaupi matinn og fari međ hann til neyslu annars stađar. Annađ amerískt er „drćv ţrú“ (drive through).

Auđvitađ virđist ţetta vera „kúl“ (e. cool) en hliđarverkunin er einfaldlega sú ađ svona dregur smátt og smátt ţróttinn úr málinu. Bjarni og Hrafnhildur vinna gegn íslenskunni.

Og ţađ sem verra er, útvarpsstöđ eins og Bylgjan tekur athugasemdalaust viđ auglýsingunni. Eru engar siđareglur hjá ţessu úvarpsfyrirtćki eđa er ţví sama um íslenskt mál?

Tillaga: Sćktu matinn til okkar. Nings.

5.

„… markvisst leitađ uppi hinsegin fólk, ţađ fangelsađ, pynt og myrt. 

Frétt kl. 17 á Bylgjunni 14.1.2019 (skráđ eftir minni).        

Athugasemd: Ţetta er ekki gott, fljótfćrnin skemmir frétt. Fréttamađurinn ţekkir ekki sögnina ađ pynda en rćđur ekki viđ hana. Hún beygist sterkt í lýsingarhćtti ţátíđar. Fólkiđ var pyntađ. Orđiđ sem er í tilvitnuninni hér ađ ofan er ekki til.

Tillaga: Markvisst leitađ uppi hinsegin fólk, ţađ fangelsađ, pyntađ og myrt.

6.

„ Blađiđ kaus hann einnig bestu kaupin, en … 

Grein á bls. 11 í bílablađi Morgunblađsins 15.1.2019.         

Athugasemd: Hér segir blađamađur frá Rexton jeppa og vitnar í blađiđ 4x4 Magazine sem hafi „kosiđ hann sem bestu kaupin“.

Í ţessu tilfelli hefur blađiđ taliđ bílinn, valiđ hann eđa útnefnt sem bestu kaup jeppa. Dreg stórlega í efa ađ kosningar hafi átt ţarna hlut ađ máli.Má vera ađ greidd hafi veriđ atkvćđi á ritstjórninni. Mikill munur er á atkvćđagreiđslu og kosningum.

Svo velti ég fyrir mér hvers vegna alls kyns bílar sem kallađir eru jeppar skuli ekki vera prófađir á fjallvegum, ţeim til dćmis ekiđ yfir ár og fljót. Ţegar menn treysta sér ekki til ţess finnst mér einsýnt ađ ţessir bílar eru „ađeins“ fjórhjóladrifnir en ekki jeppar í hefđbuninni merkingu ţess orđs.

Tillaga: Blađiđ taldi hann einnig bestu kaupin, en …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband