Hundleiðindin og Helga Vala lævísa

At­hygli mína vöktu um­mæli fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins sem kvaðst vera orðinn hund­leiður á þess­ari umræðu sem hann sagði venju­legt fólk ekki fá neitt út úr.

Þetta sagði þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, í pistli í Morgunblaði dagsins. Hún er slæg í áróðrinum. Hérna er lítilsháttar greining á honum.

1. Hún segir að formaður Sjálfstæðisflokksins sé hundleiður á Klausturmálinu. Rangt.

2. Hún lætur að því liggja að Bjarni vilji „sópa málinu undir teppið“. Rangt.

3. Hún lætur að því liggja að Bjarni hafi stöðvað „lögbundna afgreiðslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar“ að skipun Geirs H. Haarde í sendiherrastöðu. Óbeint vísar hún til þess að Bjarni standi í vegi fyrir „afgreiðslu“ nefndarinnar. Rangt.

4. Hún segist auðveldlega geta unnið að öðrum málum á þinginu „meðfram þessu máli“ en Bjarni ekki. Mont.

5. Hún lætur að því liggja að formaður Sjálfstæðisflokksins „nenni“ ekki að vinna að „óþægilegum málum“. Rangt.

Með þessari litlu grein reynir hún að snúa Klaustursmálinu alfarið upp á Bjarna Benediktsson. Það gerir hún á lævíslegan hátt, vitandi það sem aðrir Samfylkingarmenn hafa reynt, að dropinn holar steininn. Sé nógu logið sennilega í langan tíma gerist það að einhverjir kjánar trúa.

Í lok pistilsins gerist það sem oft hendir þegar stjórnmálamaður atyrðir annan. Helga Vala að upphefur sjálfa sig á kostnað annarra. Þegar hún er búin að telja upp meintar ávirðingar sínar á Bjarna segir hún: 

Ég treysti mér vel til að sinna áfram öðrum mál­um á þingi meðfram þessu máli ...

Þetta minnir á söguna um manninn sem baðst fyrir og sagði:

Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.

Hún hefði allteins getað sagt:

Dsísös kræst, ég þakka sko fyrir að vera ekki eins þessi Bjarni sem er svo hundleiður, vill sópa Klaustursmálinu undir teppið, vill ekki mæta á nefndarfund, og nennir ekki neinu. En ég, sko ... Ég er allt öðru vísi, get „multitaskað“ eins og ekkert sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hundleiður á Helgu Völu og hennar pólítík sem er ómerkileg

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.1.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband