Upptök skjálftans eru við gíga Ögmundarhrauns

181028 MóhálsadalurJarðskjálfti varð rétt við Djúpavatn í Móhálsadal á Reykjanesi rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Staðurinn sést á myndinni en hún er fengin af vef Loftmynda. Hægt er að smella á myndina og þá stækkar hún.

Skjálftar upp á þrjú stig er nokkuð algengir á Reykjanesi þó oftast séu þeir minni.

Þar sem jarðskjálftinn varð í morgun eru stórkostlega fallegir gígar. Þarna gaus árið 1151 á um 25 km langri sprungu í dalnum og hún náði norður í Kaldársel. 

Merkilegt er að úr sprungunni runnu tvö hraun, annað til suðurs og til sjávar og hitt til norðurs og til sjávar í Straumsvík.

Ögmundarhraun heitir hraunið sem rann til suðurs og líklega yfir víkina sem hét Krísuvík. Gígarnir sást greinlega á myndinni.

Kapelluhraun rann úr gígum við Undirhlíðar, skammt norðan við Sveifluháls, og í tiltölulega mjóum farvegi til sjávar í Straumsvík. 

Við Djúpavatn hafa ekki verið margir jarðskjálftar síðustu mánuðina. Mun fleiri eru á sunnanverðum Sveifluhálsi og í Kleifarvatni.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband