»Lögreglumállýskan« hjá blađa- og fréttamönnum

Morgunblađiđ sýndi mér á vinsemd ađ birta grein mína um málfar í blađi dagsins. Hér er hún:

Ţegar mönnum er mikiđ niđri fyrir er landiđ oft kallađ »bananalýđveldi«. Uppnefni eru vissulega slćmur siđur og ekki til eftirbreytni en eitthvađ verđur ţađ ađ kallast ţegar ţannig látćđi grípur fólk.

Ég er doldiđ áhugasamur um fjölmiđla, sćki í fréttir en verđ ţví miđur oft fyrir vonbrigđum, sérstaklega vegna ţess ađ ekki er allt fréttir sem birt er sem slíkar og margar athyglisverđar fréttir líđa fyrir framsetningu ţeirra, sérstaklega ef málfariđ slćmt.

Á undanförnum áratugum hefur veriđ reynt ađ ţvinga fram breytingar á íslensku máli. Ţetta er gert međ ţví ađ hćtta ađ nota orđ sem ţó eru langt frá síđasta söludegi ef svo má ađ orđi komast. Reynt ađ ađ breyta merkingu annarra orđa sem engu ađ síđur eru fullkomlega nothćf. Í stađinn eru einhverjir garmar brúkađir sem virka sennilegir á prenti. Enginn hefur neitt viđ ţetta ađ athuga ţví enn skilst innihaldiđ ţokkalega.

Hér er fyrst og fremst átt viđ orđlag sem hefur á sér yfirbragđ stofnanamáls ţar sem nafnorđin ráđa ríkjum en sagnirnar lúta í lćgra haldi. Ţetta sést best í svokölluđum »lögreglufréttum«. Í ţeim rembast blađamenn viđ ađ skrifa skrýtilega formbundiđ mál sem hugsanlega á ađ líkast einhvers konar kansellístíl en skekkir um leiđ og skćlir eđlilegan stíl og gerir frásögn tilgerđalega og ljóta.

Stjórnendur fjölmiđla eru líklega svo önnum kafnir ađ ţeir mega ekki vera ađ ţví ađ skođa smáatriđi eins og málfar í fréttum.

Hér eru nokkur dćmi um »lögreglumállýsku« sem ég hef safnađ úr fjölmiđlum mér til dundurs. Vel kann ađ vera ađ einhverjir geti kćst yfir svona »gullkornum« en víst er ađ öđrum finnist ţetta frekar »tragí-kómískt«, svo mađur leyfi sér ađ sletta til ađ sýnast.

Sumt af ţessu í gćsalöppunum eru garmar, orđ og frasar sem blađa- og fréttamenn nota óhóflega en ćtti ađ geymast í lćstum hirslum fjarri óvitum.

    1. Af og til er „ítrekađ”
    2. Aftur og afturer „ítrekađ”
    3. Árekstur er „umferđaróhapp”
    4. Atburđur er ţađ sem „á sér stađ”
    5. Barsmíđar eru „líkamsárás”
    6. Bílekiđ á ljósastaur telst „umferđaróhapp”
    7. Bíll er „ökutćki”
    8. Bíllsem hefur oltiđ er „umferđaróhapp”
    9. Bílstjóri er „ökumađur”
    10. Dópađur náungi er „undir áhrifum fíkniefna”
    11. Fangelser „fangageymsla”
    12. Fangelsađur mađur međan veriđ er ađ rannsaka mál er „í gćsluvarđhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna”
    13. Fangi er líklega „vistmađur”, ţađ er „vistađur í fangaklefa”
    14. Fáir eru „einhverjir”
    15. Fulli kallinn er mađur (líka kelling) „undir áhrifum áfengis”
    16. Fulli kallinn er „ölvađur mađur” (á viđ bćđi kynin)
    17. Fyllerí í miđbćnum er „áfengisneysla í miđborginni”
    18. Fögur sýn er „sjónarspil”
    19. Grunađur er sá sem hefur „fengiđ stöđu grunađs manns”
    20. Hjálparsveit  er „viđbragđsađili”
    21. Hvassviđr er „mikill vindur”
    22. Logn er „lítill vindur”
    23. Lögregla er „viđbragđsađili”
    24. Margsinnis er „ítrekađ”
    25.  Nokkrir eru „einhverjir”
    26. Oft er „ítrekađ”
    27. Rok er „mikill vindur”
    28. Sá sem er laminn hefur orđiđ fyrir „líkamsárás”
    29. Sá sem stungiđ er í steininn er „vistađur í fangageymslu”
    30. Samkvćmt lögreglunni er „samkvćmt dagbók lögreglunnar”

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband