Standa međ sjálfum sér, lögreglumállýska og lćrisveinar ţjálfarans

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

 

1.

MaCain var mađur sem stóđ međ sjálfum sér.“ 

Hádegisfréttir Ríkisútvarpsins 26.08.2018.      

Athugasemd: Ţetta er furđulegt orđasamband sem hefur náđ hefur nokkurri fótfestu í íslensku en uppruninn er í ensku máli. Ofangreint verđur eitthvađ svo máttlaust og afkáralegt á íslensku, gufulegt ef svo má ađ orđi komast.

Viđ ţekkjum orđasambandiđ ađ standa međ einhverjum sem merkir ađ styđja, styrkja, vera í liđi međ og svo framvegis. Í gamla daga lékum viđ strákarnir fótbolta hvar sem autt svćđi fannst. Stundum völdu einstaklingar samherja sína en fyrir kom ađ viđ stóđum saman gegn öđrum. Útilokađ hefđi veriđ fyrir nokkurn mann ađ velja sig sjálfan í liđ međ sjálfum sér, ţađ er tćknilega ómögulegt rétt eins og ađ vera ekki međ sjálfum sér í liđi.

Í yfirfćrđri merkingu tökum viđ til dćmis afstöđu međ eđa á móti hvalveiđum. Margir hafa rök á móti Hvalárvirkjun, ađrir međ henni. 

Afstađan birtist međ stuđningi í orđi, ekki endilega í verki, viđ hlaupum ekki til og stöndum einhvers stađar eins og fótboltastrákur sem ákveđur á vera í hinu eđa ţessu liđinu.

Ađ ţessu sögđu er útlokađ ađ brúka yfirfćrđu merkinguna á ţann veg ađ ég standi međ sjálfum mér. Sé ţađ vonlaust í verki er ţađ jafn vonlaust huglćgt séđ.

Svona er íslenskan. Allt annađ gildir um ensku og varast ber ađ blanda ţessum tveimur tungumálum bókstaflega saman. Ţađ sem sagt er á voru máli á ekki alltaf viđ á ensku og öfugt. Til dćmis er ekki hćgt ađ ţýđa ţetta orđrétt á skiljanlega ensku: Hver er sjálfum sér nćstur. Nei, ţađ gengur ekki öđru vísi en ađ umorđa. Sama á viđ margt í ensku sem viđ viljum ţýđa á íslensku.

She followed her dreams, er oft sagt á ensku. Hversu asnalegt er ekki ađ orđa ţetta ţannig ađ hún hafi „elt“ drauma sína? Smekklegra er ađ segja ađ hún hafi látiđ drauma sína rćtast.

Enskir segja „stand up for yourself“ og „stand by yourself“. Ţeir sem ekki hafa safnađ sér vćnum íslenskum orđaforđa ţýđa ţetta af vanţekkingu sinni svo: „Standa upp fyrir sjálfum sér“ og „standa međ sjálfum sér“. Ágćti lesandi, ţetta er ekki hćgt, hvorki í raun né heldur gagnast svona ólystilegt tal á huglćgan hátt.

Miklu betra er ađ vera stađfastur, eindreginn, traustur, áreiđanlegur, jafnvel stađlyndur. Einlyndur var sá mađur kallađur sem var fastur fyrir, ákveđinn og áreiđanlegur.

Sé einhverjum lýst ţannig á ensku „he stands by himself“ má nota ofangreind orđ ađ vildi í íslenskri ţýđingu og missir hún ţá einskis, ţvert á móti verđur hún áreiđanleg en ekki gufuleg.

Tillaga: MaCain var eindreginn mađur í skođunum.

2.

Einn hef­ur stöđu grunađs manns í mál­inu.“ 

Frétt á mbl.is.       

Athugasemd: Mađur skaut á fjölda fólks í Jacksonville í Flórída. Sem sagt, einn mađur er grunađur um verknađinn. Blađamađur á ađ segja fréttir á einföldu máli. Ofangreind tilvitnun er tilraun til ađ búa til „lögreglulegt orđalag“. Furđulegt. Nánar um ţađ síđar.

Önnur dćmi um slíkt er ađ vista einhvern í fangageymslu í stađ ţess ađ segja ađ hann hafi veriđ settur í fangelsi eđa fangageymslu.

Geta blađamenn ekki druslast til ađ skrifa á eđlilegu máli? Nei, ţeir tileinka sér stofnanamál, lögreglumállýsku.

Tillaga: Einn er grunađur um skotárásina.

3.

Lćrisveinar Heimis töpuđu í vítaspyrnukeppni.“ 

Fyrirsögn á ruv.is.        

Athugasemd: Leikmenn í fótboltaliđi eru ekki lćrisveinar ţjálfarans. Ekki frekar en fréttamađurinn sem skrifađ ţetta sé lćrisveinn fréttastjórans eđa útvarpsstjórans.

Hér er markvisst veriđ ađ reyna ađ breyta íslenskunni, stela fínu orđi og breyta merkingu ţess. Íţróttablađamenn og íţróttafréttamenn standa einna helst í ţessu enda erum sumir ţeirra međ afar takmarkađan orđaforđa og lítinn skilning á málfari. Ţeir eru af kynslóđ sem var ekki haldiđ ađ bóklestri frá barnćsku. Ţeim veitt ekkert af ţví ađ setjast á skólabekk, gerast lćrisveinar í orđsins fyllstu merkingu.

Tillaga: HB, liđ Heimis Guđjónssonar tapađi í vítaspyrnukeppni.

4.

Sá sem olli tjóninu er grunađur um ölvun viđ akstur og var vistađur í fangageymslu.“ 

Frétt á ruv.is.        

Athugasemd: Einhvers konar „umferđaróhapp“ varđ í miđbć Reykjavikur um miđja nótt. Ekki er sagt frá ţví hvađ umferđaróhapp merkir. Verđi bíll bensínlaus hlýtur ţađ ađ teljast umferđaróhapp, sama er ef springur á dekki, öryggi slćr út og annađ framljósiđ slokknar og svo framvegis.

Ţögn fréttamanns Ríkisútvarpsins um óhappiđ er hávćr, hlustendur eđa lesendur vita ekkert hvađ gerđist. Hann lćtur ţó vita ađ ökumađurinn hafi hugsanlega veriđ fullur. Hins vegar má ekki segja ţađ berum orđum heldur ţarf ađ nota „lögreglulegt orđalag“.

Líklega er uppruninn í fréttatilkynningu frá lögreglunni eđa dagbók hennar. Löggan kann ekki ađ skrifa og óvíst hvort hún kann ađ lesa, ađ minnsta kosti rennur frá henni málfarslegt malbik og blađa- og fréttamenn birta rugliđ athugasemdalaust.

Tillaga: Ökumađurinn var talinn fullur og var stungiđ í steininn.

5.

Samkvćmt lögreglu sendi hún vinkonu sinni skilabođ klukkutíma ţar sem hún bađ um hjálp.“ 

Frétt á visir.is.         

Athugasemd: Erfitt er ađ lýsa fjölmiđlinum visir.is. Nokkrir góđir blađamenn starfa ţar og eru til fyrirmyndar hvađ málfar í fréttum varđar. Ađrir eru fljótfćrir, jafnvel óvandađir.

Ofangreind tilvitnun er dćmi um hiđ síđarnefnda. Blađamađurinn les ekki yfir ţađ sem hann skrifar, kollegar hans lesa ekki yfir fréttir hvers annars og fréttastjóri og ritstjóri virđast međvitundalausir eđa uppteknir viđ allt annađ en vinnuna sína. Fyrir ţeim er magn mikilvćgara en gćđi. Afleiđingin eru skemmdar fréttir. Sorglegt.

Tillaga: Óljós hvađ blađamađur er á viđ.

6.

Hann var einn á ferđ og fannst innst í svo­nefndu Jökulgili sem geng­ur inn af Land­manna­laug­um í átt ađ Torfa­jökli.“ 

Frétt á mbl.is.          

Athugasemd: Furđuskrif frá Landsbjörgu vekja athygli og ekki síđur ađ blađamenn skuli endurtaka ţau athugasemdalaust. Aldrei nokkurn tímann hafa örnefni hér á landi veriđ sögđ „svonefnd“. Jökulgil er gamalt og gróiđ örnefni sem flestir ćttu ţekkja. 

Algjör óţarfi er af Mogganum og raunar líka Ríkisútvarpinu ađ bergmála vitleysuna úr fréttatilkynningu Landsbjargar. Flestir vita ađ landafrćđi virđist ekki sterkasta hliđ samtakanna, ţađ hefur margoft sýnt sig í fréttatilkynningum frá samtökunum. Ţćr eru ekki vel skrifađar og málfariđ stundum slćmt.

Landsbjörg hefur brugđist viđ gagnrýni á ónákvćmni í fréttatilkynningum međ ţví ađ greina lítiđ sem ekkert um stađhćtti í leitum. Í stađ ţess ađ bćta sig er bara hćtt viđ allt saman. Fyrir vikiđ vita lesendur Moggans og Ríkisútvarpsins sáralítiđ sem er nú ekki til fyrirmyndar né í samrćmi viđ upplýsingastefnu nútíma fjölmiđlunar.

Ekki falla allir fjölmiđlar í ţessa gryfju ţví visir.is segir einfaldlega frá ţví ađ mađur hafa fundist í Jökulgili. Gott hjá Vísi ... 

Ţess má geta ađ frá Landmannalaugum, inn eftir Jökulgili og ađ Hattveri eru rúmir tíu kílómetrar. Giliđ er einstaklega fallegt og eftir ţví rennur Jökulgilskvísl, mikiđ vatnsfall. Til beggja hliđa eru falleg líparítfjöll og eru litirnir ótrúlega fjölbreytilegir. Fátt er fegurra í íslenskri náttúru en Jökulgil, Hattver og raunar allt svćđiđ norđan Torfajökuls. 

Tillaga: Hann var einn á ferđ og fannst innst í Jökulgili sem geng­ur inn af Landmannalaug­um í átt ađ Torfa­jökli.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Alltaf gaman ađ lesa pistla Sigurđar. -  Öllum getur orđiđ á viđ skrif og sleppur Sigurđur ekki viđ ţađ frekar en ađrir. - Í sambandi viđ tillögu um ađ "mađurinn hafi veriđ fullur og honum stungiđ í steininn.." Ţá er ţetta auđvitađ gamalt, gott og gilt götumál, en "fullur" og ţú "stingur engum manni í stein..". ţađ er ekki gerlegt. Gćti hafa veriđ "drukkinn og látinn sofa úr sér í fangaklefa.." er nćr eđlilegu fréttamáli (finnst mér). Og hvađ var ţetta..: Tillaga: Óljós hvađ blađamađur er á viđ. - 

Már Elíson, 30.8.2018 kl. 08:32

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll, Már. Ţakka innlitiđ.

Held ađ ţađ hafi veriđ ţannig ađ gamla lögreglustöđin í Pósthússtrćti var kölluđ „Steinninn“ vegna ţess ađ hún var byggđ úr tilhöggnum stein eins og Alţingishúsiđ og fleiri hús. Ţá varđ til orđatiltćkiđ ađ stinga mönnum í steininn. Ţetta stuđlar og geymist enn međal ţeirra sem muna „Steininn“. Einnig var stundum sagt ađ setja menn í grjótiđ. Mér finnst hvort tveggja alveg ágćtt og passa vel ţegar einhver er sviptur frelsi sínu fyrir ađ hafa veriđ stađinn ađ einhverjum óskunda.

Ţegar ég var í sumarlöggunni var mönnum stungiđ inn, settir í fangelsi. Ţannig var ţađ líka ţegar í var í blađamennsku í gamla daga. Nú talar enginn svona lengur, ţví miđur. Niđurstađan er ţessi: Blađamenn reyna ađ skrifa formlega, kunna ţađ ekki margir og ţess vegna verđa löggufréttir tilgerđarlegar og jafnvel grátbroslegar. Ég skrifa meira um ţetta síđar

Einni sögn var ofaukiđ ţarna síđast sem ţú hefur eftir mér. Ég tuđa einn, hef engan til ađ lesa yfir. Biđ lesandann um ađ sjá í gegnum smávillur hjá mér en vera vakandi yfir málfari í fjölmiđlum. Ţeir hafa ekkert leyfi til ađ spređa skemmdum fréttum yfir neytendur.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.8.2018 kl. 10:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband