Rigning inni í húsi, sá verđlaunađasti og međ Evrópuleiki á bakinu

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

1.

Síđar átti Jobs eft­ir ađ biđjast af­sök­un­ar á ţví hvernig hann kom fram viđ mćđgurn­ar og ţrátt fyr­ir fyrri yf­ir­lýs­ing­ar erfđi hann dótt­ur sína ađ millj­ón­um banda­ríkja­dala.“ 

Frétt á mbl.is.         

Athugasemd: Nei, nei, nei. Steve Jobs erfđi ekki dóttur sína enda lifđi hún hann. Hins vegar arfleiddi hann hana ađ ţessum auđćfum.

Í Málfarsbankanum segir: 

Athuga ađ rugla ekki saman sögnunum arfleiđa og erfa. Rétt er ađ tala um ađ arfleiđa einhvern ađ einhverju og erfa eitthvađ. 

Hún arfleiddi son sinn ađ öllum eigum sínum. Sonurinn erfđi allar eigur móđur sinnar.

Fólk međ ţokkalegan orđaforđa gerir ekki ţessi mistök. Ţeir sem hafa aldrei haft áhuga á lestri bóka gera ótal mistök vegna ţess ađ skilningur er ekki fyrir hendi. Út af fyrir sig er ekkert ađ ţví ađ blađamađur geri mistök. Verra er ef ritstjórnin meti meira magn en gćđi og enginn lesi yfir ţađ sem byrjendur skrifa. Jú, nema ţví ađeins ađ stjórnendur séu engu skárri.

 Tillaga: Síđar átti Jobs eft­ir ađ biđjast af­sök­un­ar á framkomu sinni. Ţrátt fyr­ir fyrri yf­ir­lýs­ing­ar arfleiddi hann dótt­ur sína ađ millj­ón­um banda­ríkja­dala..

2.

Margir Ţjóđhátíđargestir leituđu skjóls frá regninu inni í íţróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt …“ 

Frétt á ruv.is.          

Athugasemd: Margt ungt fólk á í erfiđleikum međ forsetningar íslensku máli. Hér er eitt dćmi um slíkt. Ađ vísu er ekki rangt ađ segja ađ einhverjir hafi leitađ skjóls frá regni. Betur fer ţó á ţví ađ segja ađ ţeir hafi leitađ skjóls undan regninu, burt frá ţví, inn í íţróttahúsiđ.

Svo er hér ćvintýralega vitleysa. Af tilvitnuninni má ráđa ađ ţađ hafi rignt inni í íţróttahúsinu. Fréttamađurinn ruglar saman tveimur atkviksorđum, inn og inni. Í Málfarsbankanum segir:

Atviksorđiđ inn er notađ um hreyfingu: Fara inn í húsiđ. Atviksorđiđ inni er notađ um dvöl á stađ: Vera inni í húsinu.

Ekki ţarf ađ fjölyrđa um ţessi tvö orđ. Ţó ţau séu lík er merkingin ţeirra ekki hin sama og er niđurstađan sú ađ blađamađurinn klúđrađi fréttinni.

Tillaga: Margir Ţjóđhátíđargestir leituđu skjóls undan regninu og inn í íţróttahúsiđ í Vestmannaeyjum í nótt ….

3.

Verđlaunađasti kokkur veraldar látinn.“ 

Fyrirsögn á ruv.is.          

Athugasemd: Mörgum er tíđrćtt um menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins en af ofangreindu má ráđa ađ ţađ klúđrast oft ţegar kemur ađ tungumálinu.

Í fréttinni kemur ţađ eitt fram ađ kokkurinn sem um er rćtt fékk fyrir hönd veitingastađa í eigu sinni fleiri Michelin-stjörnur en nokkur annar. Ekkert kemur hins vegar fram ađ hann hafi hlotiđ fleiri verđlaun en ađrir heimsins kokkar, ađeins ţetta međ Michelin stjörnurnar, sem er ađ vísu talsvert.

Sá sem hlýtur verđlaun er verđlaunađur. Hiđ síđarnefnda er sagnorđ: verđlauna, verđlaunađi, verđlaunađ.

Í Málfarsbankanum segir: 

Ekki tíđkast ađ stigbreyta orđiđ launađur (lýsingarháttur ţátíđar) frekar en samsetningar á borđ viđ: hálaunađur, oflaunađur, ólaunađur, verđlaunađur. 

Hann er hćst launađi (ekki: „hćst launađasti“) starfsmađurinn og mun betur launađur (ekki: „betur launađri“) en ađrir starfsmenn.

Fólk međ sćmilegan orđaforđa á ađ vita ţetta. Börn lćra ţetta smám saman sé ţeim haldiđ ađ lestri bóka.

Tillaga: Kokkurinn sem hlaut flestar Michelin stjörnur er látinn.

4.

Mikil rigning verđur á landinu á Austurlandi.“ 

Ţulur í niđurlagi kvöldfrétta Ríkissjónvarpsins 06.08.2018.         

Athugasemd: Tvítekningar eru algengar međal blađa- og fréttamanna, sérstaklega ţeirra yngri. Svo virđist sem ađ ţeir eldri og reyndari leiđrétti ekki. Ţarna spáir ţulurinn rigningu á landinu á Austurlandi. Margir eru til dćmis sagđir hlaupa Vatnsneshlaup, ađrir leika fótboltaleiki, nokkrir stökkva hástökk, tína ber í berjamó (hvar annars stađar) og loks má nefna bílstjóra sem aka bílaleigubílum (margtekning). 

Ţetta er svo sem ekki rangt er klingjandi stíllaust. Nefna má ađ svo lengi sem ég man eftir hafa syngjandi kórar sungiđ söngva úr söngbókum og enginn agnúast út í ţađ.

Hvers vegna er á veriđ ađ tuđa um ţetta hér. Jú, allt sem sagt er og skrifađ er stíll (ekki tíska, „style“ eins og sagt er á ensku) heldur málfar. 

Blađamönnum er ekki í sjálfsvald sett hvernig málfar ţeirra er, hvorki ţeirra sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, Stöđ2 eđa dv.is svo dćmi séu tekin. Ţeim ber ađ skrifa á íslensku svo ađ skiljist og gćta um leiđ ađ ţví hvernig frá er sagt. Ţessi er skylda ţeirra gagnvart lesendum. Skemmdar fréttir eru alltof algengar. 

Raunar er ţađ ţannig ađ illt er ađ skrifa nema búa yfir nokkuđ drjúgum orđaforđa. Blađamađur ţarf helst geyma og lesa svo aftur yfir og framar öllu fá einhvern annan til ađ lesa yfir. Enginn fćđist sem rithöfundur, blađamađur eđa góđur skríbent. Góđ skynsemi, ástundun og iđjusemi er vćnlegt til árangurs í ţessu eins og svo mörgu öđru. 

Tillaga: Rigna mun á Austurlandi.

5.

Markmiđiđ ađ allar komi heim međ Evrópuleik á bakinu.“ 

Fyrirsögn á íţróttasíđu Morgunblađsins 07.08.2018         

Athugasemd: Orđasambandiđ ađ hafa eitthvađ á bakinu merkir oftast byrđi, eitthvađ sem íţyngir. Sumir eru međ dóm á bakinu, öđrum er erfiđ lífsreynsla ţung byrđi. Sem sagt, viđ berum eitthvađ sem er ţungt (bókstaflega ţungbćrt) eđa erfitt.

Útilokađ er ađ segja um sigurvegara ađ hann sé međ gullverđlaun á bakinu. Íslandsmeistaratitill Valsmanna í fótbolta frá ţví í fyrra íţyngir ţeim ekki, ţvert á móti.

Furđufyrirsagnir íţróttablađamanna Morgunblađsins eru sumar hlćgilegar, rétt eins og ţessi. Fyrirsögnin er höfđ eftir viđmćlanda, ţjálfara kvennaliđs sem er í útlöndum og ćtlar ţar ađ standa sig svo vel ađ ţađ komi heim međ Evrópuleik á bakinu. Ţetta er furđulegt orđalag. Ekki einungis liđiđ heldur einstaklingarnir í liđinu eiga ađ koma heim međ Evrópuleik, líklega ellefu eđa fleiri sé tillit tekiđ til varamanna. Er hér til of mikils mćlst eđa er mađurinn ađ rugla?

Svo međvitundarlaus eđa fáfróđur er blađamađur Moggans ađ hann sér ekki fáránleikann í ţessu, skrifar vitleysuna eftir manninum og ţykist hafa unniđ fyrir laununum sínum. Frammistađan er hins vegar ótrúlega léleg og verđskuldar ađ minnsta kosti gula spjaldiđ.

Annars stađar í sama íţróttablađi segir í fyrirsögn:

Ragnhildur vann međ 15 ára millibili

Ţetta er svo barnaleg fyrirsögn ađ engu tali tekur. Konan vann ekki međ millibili. Hún sigrađi í golfkeppni og ţađ gerđist síđast fyrir fimmtán árum. Betur fćri á ţví ađ orđa ţetta ţannig: Ragnheiđur sigrar aftur fimmtán árum síđar.

Raunar ćtti ţetta ađ vera nóg úr sama íţróttablađinu en hér er eitt „gullkorn“ í viđbót.

Í fyrirsögn stendur:

Sara vongóđ um ađ geta leikiđ „úrslitaleikina“.

Sem sagt, fótboltakonan vill leika leikina. Fyndiđ ... Ekki er ljóst hvers vegna síđasta orđiđ í fyrirsögninni er innan gćsalappa.

Tillaga: Einn eđa fleiri Evrópuleikir eru markmiđ allra í liđinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband