Fátt segir í fjölmiđlum um Píratann sem gerđist sósíalisti

kicked-in-buttUndarleg er ţögnin sem ríkir um Birgittu Jónsdóttur, stofnanda og fyrrum ţingmann Pírata og fleiri flokka. Hún er komin yfir í Sósíalistaflokkinn. Ekki Samfylkinguna eđa Vinstri grćna, nei, í gamaldags flokk sem kennir sig viđ úrelta hugmyndafrćđi.

Ríkisútvarpiđ ţegir. Fréttablađiđ ţegir. Visir.is ţegir. Stundin ţegir. Dv.is ţegir ... nei, afsakiđ, lítil klausa birtist á vefsíđunni í dag, sjá hér.

Eru ţetta ekki samt stórmerkilegar fréttir. Forystumađur Pírata, fyrrum formađur flokksins og andlit hans í mörg ár er hćttur. Auđvitađ vita ţeir sem fylgst hafa međ ađ Birgittu var ýtt út úr forystu flokksins. Hún var talin og herská, andstyggileg og leiđinleg. Hún skyggđi á ađra sem vildu bađa sig í kastljósi fjölmiđla ţegar stunduđ eru asnaspörk.

angry_ass_2547955Henni var sparkađ fyrir síđustu Alţingiskosningar og hún tók ţví ekki ţegjandi ţó lítiđ vćri um ţađ fjallađ í fjölmiđlum. Ţađ hentađi ekki pólitískri stefnumörkum fjölmargra fjölmiđlamanna ađ segja frá sprungum í Pírataflokknum.

Annađ var uppi ţegar fréttist ađ stjórnmálaflokkur sem síđar fékk nafniđ Viđreisn var í undirbúningi og ađ honum stćđu flokksbundnir Sjálfstćđismenn, nokkuđ ţekkt nöfn, ćtlađi allt um koll ađ keyra í fjölmiđlum. Samfylkingarliđiđ og Vinstri grćnir sem starfa sem blađa- eđa fréttamenn ţóttust nú aldeilis komast í feitt.

Ekki minkađi Ţórđargleđin ţegar ljóst varđ ađ fyrrverandi formađur og varaformađur Sjálfstćđisflokksins gengu í Viđreisn. Ţá gladdist fréttastofa Ríkisútvarpsins og fleiri fjölmiđlar hafa síđan átt margar gleđistundir.

Auđvitađ er ekki saman ađ jafna Pírötum og Sjálfstćđisflokknum. Ţađ er hins vegar stórmerkilegt ađ forystumađur Pírata, konan sem sagđi flokkinn vera ópólitískan, hún fer í Sósíalistaflokkinn.

Ţar međ „faller brikkene pĺ plass, eins og Norđmađurinn sagđi, og Íslendingurinn bćtti viđ ađ ţarna vćri pússliđ sem vantađi. Nú sést greinilega ađ Píratar eru ekkert annađ en liđ sem ađhyllist gamaldags hugmyndafrćđi sem vinsćl var í upphafi og fram undir miđja síđustu öld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband