Enginn efstu manna vinstri flokkanna býr í úthverfum

KortMér brá þegar ég sá meðfylgjandi kort. Það sýnir einfaldlega hvar efstu menn á listum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata eiga heima. 

Þetta eru allt meira eða minna, og afsakið orðbragðið, miðbæjarrottur. 

Grafarvogsbúar, Breiðhyltingar, Árbæingar og fólk í Úlfarsárdal, ætlið þið að kjósa yfir ykkur fólk sem hefur enga hagsmuni á að sinna þessum hlutum borgarinnar?

Þrátt fyrir að nú séu fjórir flokkar í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn virðist sami rassinn undir þeim öllum. Borgarstjórinn stjórnar þvert á flokka, hann er andlit meirihlutans.

Ekki er ekki furða þó þetta fólk geti hjólað allan ársins hring í vinnuna sína. Við sem búum í úthverfunum eigum þess ekki kost nema í undantekningartilvikum. Þeim er líka í nöp við okkur, við fyllum göturnar á morgnanna og seinni part dags og ábyggilega allt þar á milli.

sömu andlitinFormaður skipulagsnefndar vill ekki heyra á það minnst að byggðar séu mislæg gatnamót, enda er ólíklegt að hann hafi séð slík. Hann heldur því fram að það sé flökkusaga að þau geti dregið úr slysum. Hann nefnir það ekki að þau geti auðveldað umferð.

Vinstri meirihlutinn slátraði Sundaleið, akvegi yfir í Grafarvog. Fyrir að hætta við þá framkvæmd var samið við ríkisvaldið að peningarnir færu í Strætó. Ekkert breyttist við það, enn nota aðeins 4% íbúa þann samgöngumáta. Langflestir aka. Og til þess að koma okkur út úr bílunum er allt gert til að tefja fyrir akandi umferð. Ekkert má gera til að greiða fyrir akstri bíla. Svona nefnist einfaldlega svindl.

Kortið gerði Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, lögfræðingur.

Neðri myndin er af efstu mönnum Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna, raðað eftir stafrófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búa ekki efstu menn SjálfstæðisFLokksin í Reykjavík, í Garðabæ..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.5.2018 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband