Fátt segir í fjölmiðlum um Píratann sem gerðist sósíalisti

kicked-in-buttUndarleg er þögnin sem ríkir um Birgittu Jónsdóttur, stofnanda og fyrrum þingmann Pírata og fleiri flokka. Hún er komin yfir í Sósíalistaflokkinn. Ekki Samfylkinguna eða Vinstri græna, nei, í gamaldags flokk sem kennir sig við úrelta hugmyndafræði.

Ríkisútvarpið þegir. Fréttablaðið þegir. Visir.is þegir. Stundin þegir. Dv.is þegir ... nei, afsakið, lítil klausa birtist á vefsíðunni í dag, sjá hér.

Eru þetta ekki samt stórmerkilegar fréttir. Forystumaður Pírata, fyrrum formaður flokksins og andlit hans í mörg ár er hættur. Auðvitað vita þeir sem fylgst hafa með að Birgittu var ýtt út úr forystu flokksins. Hún var talin og herská, andstyggileg og leiðinleg. Hún skyggði á aðra sem vildu baða sig í kastljósi fjölmiðla þegar stunduð eru asnaspörk.

angry_ass_2547955Henni var sparkað fyrir síðustu Alþingiskosningar og hún tók því ekki þegjandi þó lítið væri um það fjallað í fjölmiðlum. Það hentaði ekki pólitískri stefnumörkum fjölmargra fjölmiðlamanna að segja frá sprungum í Pírataflokknum.

Annað var uppi þegar fréttist að stjórnmálaflokkur sem síðar fékk nafnið Viðreisn var í undirbúningi og að honum stæðu flokksbundnir Sjálfstæðismenn, nokkuð þekkt nöfn, ætlaði allt um koll að keyra í fjölmiðlum. Samfylkingarliðið og Vinstri grænir sem starfa sem blaða- eða fréttamenn þóttust nú aldeilis komast í feitt.

Ekki minkaði Þórðargleðin þegar ljóst varð að fyrrverandi formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengu í Viðreisn. Þá gladdist fréttastofa Ríkisútvarpsins og fleiri fjölmiðlar hafa síðan átt margar gleðistundir.

Auðvitað er ekki saman að jafna Pírötum og Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar stórmerkilegt að forystumaður Pírata, konan sem sagði flokkinn vera ópólitískan, hún fer í Sósíalistaflokkinn.

Þar með „faller brikkene på plass, eins og Norðmaðurinn sagði, og Íslendingurinn bætti við að þarna væri pússlið sem vantaði. Nú sést greinilega að Píratar eru ekkert annað en lið sem aðhyllist gamaldags hugmyndafræði sem vinsæl var í upphafi og fram undir miðja síðustu öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband