Píratar hreinsa til, ljóđskáldiđ og hagfrćđingurinn skorin

Hópurinn sem síđustu misseri hefur kallast Píratar hefur veriđ iđinn ađ skemmta landsmönnum. Svo atorkusamur er hann ađ stundum hefur ţurft ađ kalla til sálfrćđinga til ađ greina vanda og róa fólk. Ţeir hafa ţó aldrei komiđ ađ neinu gagni. 

Oftast hefur hópurinn klofnađ og fundiđ nýtt nafn og kennitölu. Svo er bara bođiđ fram í kosningum gegn spillingu, óheiđarleika og álíka.

Ţannig var ţađ ţegar Borgarahreyfingin klofnađi í Borgara og Hreyfinguna. Eitthvađ hrćđilegt hafđi eitrađ andrúmsloftiđ ţví samskiptin milli fólks voru erfiđ, hugsanlega vegna spillingar og óheiđarleika. Sálfrćđingar voru hins vegar ráđţrota.

Rítalíniđ dugđi til ađ fyrirbyggja ţau klofning. Eitthvađ obbbbođslega slćmt hafđi gerst. Persónuleg áflog voru orđin svo tíđa ađ kalla varđ aftur á sálfrćđinganna sem, eins og áđur, gátu ekkert gert. Fáir grétu klofninginn.

Stofnađ til Pírata og var nú friđur um sinn. Svo spillti eitthvađ samstarfinu og ţeir gerđu uppreisn á móti formanninum og stofnandanum, ljóđskáldinu geđţekka. Ţađ var beinlínis sent í útlegđ, fékk ekki einu sinni heiđurssćti á lista og ekki eina einustu sporslu, ráđgjafa- eđa nefndarstarf. Er hún nú úr sögunni og var nú friđur um sinn.

Kutarnir voru nú brýndir og nćst ráđist gegn öđrum hógvćrum hagfrćđingi, ljúfu og geđţekkum manni sem aldrei hefur lagt ill til nokkurs manns, hvorki í rćđu né riti. Hann fćr ekki lengur ađ sitja í Seđlabankaráđi sem ţykir góđ sporsla. Kemur nú hagfrćđingnum í koll innflytjendastefna Pírata sem sćkja nú útlending, líklega flóttamann, til ađ sitja í ráđinu.

Svona hafa nú leiksýningarnar veriđ á undanförnum árum og eru á borđ viđ bestu sápuóperur sem tíđkast í amrísku síđdegissjónvarpi.

Lítiđ hefur fariđ fyrir pólitískri stefnu krakkanna í margklofna hópnum enda ekki tími til ađ sinna pólitík ţegar daglega er veriđ ađ höggva samherja í herđar niđur. Sjá hér.

Margt bendir til ţess ađ Píratar klofni og samkvćmt sögunni eru líkur til ţess ađ annar flokkurinn muni heita Pí og hinn Ratar. Í ţeim fyrrnefnda verđa fyrirspurnar- og ţrćtuţingmenn. Í ţeim síđara verđur burtreknir en geđţekkir fyrrverandi stjórnmálamenn. 

Berdreymin kona ritađi fyrir stuttu á samfélagsmiđli ađ margt muni nú gerast áđur en ađ Pí & Ratar fari ađ sinna stjórnmálum. Nótt hinna löngu hnífa nálgast óđum ...


mbl.is Segir Pírata „stefnulaust skip“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţetta er líklega besta ákvörđun sem Píratar hafa tekiđ.

Bćđi Jacky Mallett og Ólafur Margeirsson eru ţvílíkt afburđafólk á ţessu sviđi ađ skipun ţeirra í bankaráđiđ gefur von um ljóstýru í myrkrinu sem hingađ til hefur umlukiđ svörtuloftin.

Međ fullri virđingu fyrir Ţór Saari ţá er stafar ţetta raus í honum bara af ţví ađ hann er fúll yfir ţeirri upplifun sinni ađ framhjá sér hafi veriđ gengiđ. Kannski er ţađ skiljanlegt en á hinn bóginn hefur ţingflokkurinn eflaust ţá upplifun af ţessu ađ ţau hafi einfaldlega valiđ hćfasta fólkiđ sem völ var á.

Alltaf ţegar einhver missir vinnu eđa fína stöđu sem honum er annt um mislíkar honum ţađ. Ekkert nýtt á ferđinni ţar.

Ég óska Ţór Saari alls hins besta og vona ađ hann jafni sig á ţessu sem fyrst og finni sér vettvang viđ sitt hćfi.

Guđmundur Ásgeirsson, 19.4.2018 kl. 15:09

2 identicon

"Gćti ekki hafa sagt ţetta betur". - En, m.ö.o., af hverju var leyndarhyggjuflokkurinn, píratar, ekki ánćgđur međ Ţór Sora? Hann hélt leyndina svo sannarlega.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráđ) 19.4.2018 kl. 21:22

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Einar.

Hvergi kom fram ađ neinn vćri óánćgđur međ hann.

Ţađ var einfaldlega úr hćfari ađilum ađ velja.

Guđmundur Ásgeirsson, 20.4.2018 kl. 01:05

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hárnákvćm sálgreining á ţeim hluta ţjóđarinnar sem gerđi ţessa óperu mögulega. Ţvílíkar vitsmunabrekkur.

Er rúllukragafyrirbrigđiđ einhvaersstađar ađ láta í  sér heyra? Hvar getur mađur séđ ţađ?

Halldór Jónsson, 20.4.2018 kl. 16:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband