Hjáseta Pírata í atkvæðagreiðslum á þingi er furðuleg

Píratar bHvað eru Píratar að gera á þingi ef þeir greiða ekki atkvæði í 33% atkvæðagreiðslna? 

Á þinginu 2014 til 15 greiddi Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ekki atkvæði í 623 skipti af þeim 968 atkvæðagreiðslum sem hann átti að vera viðstaddur. Þar að auki var hann fjarverandi í 174 atkvæðagreiðslum.

Slóðin eftir manninn er þessi:

  • Já atkvæði: 138, 17%
  • Nei-atkvæði: 33, 4%
  • Greiðir ekki: 623, 64%

Vandséð er hvort Jón Þór Ólafsson eigi eitthvað erindi inn á þing en hann býður sig engu að síður fram.

Björn Leví Gunnarsson býður sig einni fram til þings fyrir Pírata. Hann kom inn sem varamaður á síðasta þingi og greiddi atkvæði á þennan hátt í aðeins 29 atkvæðagreiðslum:

  • Já atkvæði: 4, 14%
  • Nei-atkvæði: 1, 3%
  • Greiðir ekki: 24, 83%

Maðurinn er svo illa undirbúinn að hann greiðir ekki atkvæði í 24 af 29 atkvæðagreiðslum. Flest bendir til að maðurinn hafi verið sofandi í þingsalnum. Á svona maður eitthvað erindi á Alþingi Íslendinga?

Í flokki Pírata eru þrír þingmenn. Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson. Þau greiddu atkvæði á síðasta þingi þennan hátt (að meðaltali):

  • Já atkvæði: 658, 61%
  • Nei-atkvæði: 38, 4%
  • Greiðir ekki: 338, 33%

Þetta er ótrúleg niðurstaða og bendir til þess að Píratar sinni einfaldlega ekki vinnunni sinni eins og þeim er ætlað að gera. Nema auðvitað að þeir geti ekki haldið sér vakandi. 

Miðað við þessi vinnubrögð er afar óskynsamlegt að kjósa Pírata.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvarlegra er þegar menn greiða atkvæði í blindni sem virðist vera býsna algengt.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 16:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi Jón Þór Ólafsson er eins og hver annar tossi, letingi sem nennir ekki að sinna skyldum sínum, enda bara uppsóp af Austurvelli eftir óreiðu, þar skipulagða af VG og Samfo undir stjórn RUV, þá þörf var hvað mest á samstöðu og stuðningi við ærlega, en óærlegir voru við sama heygarðshornið svo sem vant er og ef það hyski heldur áfram sínu þjóð níði þá gerist það sem eingin hefur óskað eftir  nema kannski  umræddur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 26.10.2016 kl. 20:50

3 identicon

Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !

Hrólfur Vélfræðingur !

Jú: jú, á margan hátt, virðist Jón Þór Ólafsson hinn mesti tossi vera, sé mið tekið af seinum / og jafnvel engum svörum til manna, á hans síðu hér á Mbl. vefnum, við einföldustu fyrirspurnum til hans, t.d.

En - burt séð frá vinstra liðinu almennt: ættum við ekki, að skoða upphafið og undanfaran, að Austurvalla ósköpunum 2008 og síðar, Hrólfur minn ?

1993/1994: hleyptu skálkarnir, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson EES heimdraga sínum / galopnuðu allar gáttir fyrir æfintýramennzku, fyrir hreinar gripdeildir innlendra og útlendra fjárglæframanna á íslenzka fjármálakerfinu, með þeim skelfilegu afleiðingum, sem okkur öllum eru kunnar.

Jú - auðvitað hagnýttu ''jafnaðarmenn'' Samfylkingar og Vinstri grænna sér vel aðstæðurnar, undir leiðsögn óþokka hjúanna Jóhönnu og Steingríms J., enda, ...... ekki við öðru að búast, úr þeirri áttinni svo sem.

Oft í Íslandssögunni: hefir hér vaðið á súðum, en aldrei eins skelfilega, eins og frá Haustinu 2008 / og fjarri því, að fyrir enda sjái þar:: enn þann dag í dag, Hrólfur minn.

Að minnsta kosti - sé ég ekki fyrir mér, að núverandi ráðamenn hér, séu neitt að fara að rifa segl, virðisauka prósenta í hæstu hæðum (24%), auk annarr beinna og óbeinna skatta / í stað þess að vera 10 prósent flatt, á alla línuna, í ekki fjölmennara sam félagi.

Kannski: þurfi einhverjar Þúsundir ára, til þess að koma á einhverju almennilegu jafnvægi aftur hér á ný, Hrólfur minn ?

Neð beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 22:59

4 identicon

.... afsakið, stöku prentvillur, hér efra.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 23:03

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óskar Helgi, móðuharðindin eru semsagt prump, eða hvað? Afstöðuleysi og utanvelta Pírata á kjörtímabilinu er hrópandi. Kaos og anarkí þurfum við ekki. Vissulega bera núverandi stjórnarflokkar ábyrgð á því, er illa fór, en með nýju fólki hefur þeim tekist að klóra ofurlítið í bakkann, þó enn sé langt í land með hið endanlega uppgjör. Ábending síðugafa, um dræma þátttöku næststærsta flokks landsins, samkvæmt skoðanakönnunum, er holl lesning. Á sjötíu sentímetra kjörseðli, hvað kýs Óskar Helgi?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2016 kl. 01:50

6 identicon

Komið þið sælir - að nýju !

Halldór Egill: gamli góði spjallvinur !

Nei - ekki geri ég lítið úr Móðuharðindunum, Halldór minn / fjarri því. Þá: kom hún sér vel:: matarkistan Breiðafjörður og nærsveitir hans, þegar Skaftfellzkir frændur mínir hröktust unnvörpum, að austan og vestur um, eins og við munum.

Jú: jú, Pírata gerpin, eru / og munu alla tíð óútreiknanleg verða Halldór Egill, eins: og fyrir löngu er komið á daginn.

Persónulega - hefi ég hvatt til þess margsinnis:: að undanförnu, bæði hér á Mbl. vefnum, sem og í ýmissi orðræðu annarri, að bezt væri Íslendingum úr þessu, að kalla eftir dugmiklum framkvæmda stjóra austan frá Asíu fjarlægari:: eins og Japan / Suður- Kóreu eða Taíwan t.d., til þess að taka við rekstri þessa lands, sem hvers annarrs venjulegs fyrirtækis, Halldór.

Þar með spöruðust: Bessastaða fígúru verkið / alþingi og stjórnarráð, auk svo fjölda margs annarrs, og eðlilegt mannlíf gæti náð að þróazt í landinu þar með: jafnvel.

''Nýja fólkið'' núverandi valdaflokka, er ekki hætis hótinu betra viðskiptis, fremur en fyrirennararnir, frá árunum 2009 - 2013, svo fram komi, líka.

700 millimetra kjörseðilinn: er svo ákveðið auka atriði í mínum huga, og hvað ég kjósi svo líka komi fram, Halldór minn.

Að mörgu leyti - er Flokkur fólks Ingu Sæland, ekkert síðri kostur en Íslenzka þjóðfylkingin til handa kjósendum, ef út í yrði farið.

Og að endingu: hafðu það sem allra bezt í Suðurlöndum, Halldór Egill.

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband