Píratar hreinsa til, ljóðskáldið og hagfræðingurinn skorin
19.4.2018 | 12:31
Hópurinn sem síðustu misseri hefur kallast Píratar hefur verið iðinn að skemmta landsmönnum. Svo atorkusamur er hann að stundum hefur þurft að kalla til sálfræðinga til að greina vanda og róa fólk. Þeir hafa þó aldrei komið að neinu gagni.
Oftast hefur hópurinn klofnað og fundið nýtt nafn og kennitölu. Svo er bara boðið fram í kosningum gegn spillingu, óheiðarleika og álíka.
Þannig var það þegar Borgarahreyfingin klofnaði í Borgara og Hreyfinguna. Eitthvað hræðilegt hafði eitrað andrúmsloftið því samskiptin milli fólks voru erfið, hugsanlega vegna spillingar og óheiðarleika. Sálfræðingar voru hins vegar ráðþrota.
Rítalínið dugði til að fyrirbyggja þau klofning. Eitthvað obbbboðslega slæmt hafði gerst. Persónuleg áflog voru orðin svo tíða að kalla varð aftur á sálfræðinganna sem, eins og áður, gátu ekkert gert. Fáir grétu klofninginn.
Stofnað til Pírata og var nú friður um sinn. Svo spillti eitthvað samstarfinu og þeir gerðu uppreisn á móti formanninum og stofnandanum, ljóðskáldinu geðþekka. Það var beinlínis sent í útlegð, fékk ekki einu sinni heiðurssæti á lista og ekki eina einustu sporslu, ráðgjafa- eða nefndarstarf. Er hún nú úr sögunni og var nú friður um sinn.
Kutarnir voru nú brýndir og næst ráðist gegn öðrum hógværum hagfræðingi, ljúfu og geðþekkum manni sem aldrei hefur lagt ill til nokkurs manns, hvorki í ræðu né riti. Hann fær ekki lengur að sitja í Seðlabankaráði sem þykir góð sporsla. Kemur nú hagfræðingnum í koll innflytjendastefna Pírata sem sækja nú útlending, líklega flóttamann, til að sitja í ráðinu.
Svona hafa nú leiksýningarnar verið á undanförnum árum og eru á borð við bestu sápuóperur sem tíðkast í amrísku síðdegissjónvarpi.
Lítið hefur farið fyrir pólitískri stefnu krakkanna í margklofna hópnum enda ekki tími til að sinna pólitík þegar daglega er verið að höggva samherja í herðar niður. Sjá hér.
Margt bendir til þess að Píratar klofni og samkvæmt sögunni eru líkur til þess að annar flokkurinn muni heita Pí og hinn Ratar. Í þeim fyrrnefnda verða fyrirspurnar- og þrætuþingmenn. Í þeim síðara verður burtreknir en geðþekkir fyrrverandi stjórnmálamenn.
Berdreymin kona ritaði fyrir stuttu á samfélagsmiðli að margt muni nú gerast áður en að Pí & Ratar fari að sinna stjórnmálum. Nótt hinna löngu hnífa nálgast óðum ...
Segir Pírata stefnulaust skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er líklega besta ákvörðun sem Píratar hafa tekið.
Bæði Jacky Mallett og Ólafur Margeirsson eru þvílíkt afburðafólk á þessu sviði að skipun þeirra í bankaráðið gefur von um ljóstýru í myrkrinu sem hingað til hefur umlukið svörtuloftin.
Með fullri virðingu fyrir Þór Saari þá er stafar þetta raus í honum bara af því að hann er fúll yfir þeirri upplifun sinni að framhjá sér hafi verið gengið. Kannski er það skiljanlegt en á hinn bóginn hefur þingflokkurinn eflaust þá upplifun af þessu að þau hafi einfaldlega valið hæfasta fólkið sem völ var á.
Alltaf þegar einhver missir vinnu eða fína stöðu sem honum er annt um mislíkar honum það. Ekkert nýtt á ferðinni þar.
Ég óska Þór Saari alls hins besta og vona að hann jafni sig á þessu sem fyrst og finni sér vettvang við sitt hæfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2018 kl. 15:09
"Gæti ekki hafa sagt þetta betur". - En, m.ö.o., af hverju var leyndarhyggjuflokkurinn, píratar, ekki ánægður með Þór Sora? Hann hélt leyndina svo sannarlega.
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 19.4.2018 kl. 21:22
Einar.
Hvergi kom fram að neinn væri óánægður með hann.
Það var einfaldlega úr hæfari aðilum að velja.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2018 kl. 01:05
Hárnákvæm sálgreining á þeim hluta þjóðarinnar sem gerði þessa óperu mögulega. Þvílíkar vitsmunabrekkur.
Er rúllukragafyrirbrigðið einhvaersstaðar að láta í sér heyra? Hvar getur maður séð það?
Halldór Jónsson, 20.4.2018 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.