Úbbs ... er ekki skráður á landsfund Sjálfstæðisflokksins

LandsfundurinnLandsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina. Ég gekk í flokkinn um leið og ég hafði aldur til og hef síðan sótt alla landsfundi hans nema einn (minnir mig), var þá í útlöndum við einhverja ómerkilega iðju, nám eða álíka vitleysu.

Nú er ég upptekinn við eitthvað sem er ábyggilegra enn ómerkilegra og því verður þetta í annað skiptið sem ég sæki ekki þennan stórskemmtilega og fróðlega allsherjarfund Sjálfstæðisflokksins.

Einhver kann að spyrja hvers vegna ég mæti ekki. Svarið er einfalt. Hvorki hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefið mig né ég hann. Ég er bara svo önnum kafinn í pólitískum vangaveltum að ég gleymdi að skrá mig.

Því miður hefur enginn tekið eftir því að nafnið mitt er ekki meðal 2.000 skráðra fulltrúa og það sem verra er, enginn hefur á mig skorað að mæta. 

Eftir því sem tímar hafa liðið hafa landsfundir Sjálfstæðisflokksins orðið æ fróðlegri og skemmtilegri. Hér áður fyrr fannst manni svo margir „gamlir kallar“ þar og svo fátt af konum og yngra fólk. Nú er meirihlutinn ungt fólk, konur og karlar, glæsilegir fulltrúar sinna kynslóða. Allir taka þátt í nefndafundum og leggja ýmislegt til málanna. 

Svo stórir eru nefndafundirnir orðnir að fyrir fjórum árum voru á fjórða hundrað manns að ræða um verðtryggingu og fjármál heimilanna. Fyrir tveimur árum voru rúmlega eitthundrað manns á nefndafundi um umhverfis- og skipulagsmál. Sem sagt, fleiri á nefndarfundi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en voru á síðasta landsþingi Viðreisnar eða landsfund Samfylkingarinnar.

Væri ég landsfundarfulltrúi myndi ég leggja áherslu á að miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði. Á þetta lagði ég áherslu á síðasta fundi, rökræddi við fjölda fólks um málið en þurfti því miður að lúta í lægra haldi.

Á fyrsta landsfundinum sem ég tók þátt í, vildi ég takmarka sauðfjárbeit á hálendinu. Tillaga var kolfelld í nefnd, þótti tóm vitleysa og flutningsmaðurinn óskynsamur strákur. Enn í dag er sauðfé beitt á takmarkaðan gróður á gosbelti landsins Kominn tími til að hætta þessu rugli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður - sem oftar og fyrri, líka sem og aðrir gestir, þínir !

Fyrst: svona er nú komið málum, er Gullið tækifæri fyrir þig / að sverjast frá þessarri flokks nefnu:: sem fremstur fer allra flokka (en: með flesta hinna í eftirdragi, samt) í gripdeildum og alls lags þjófnuðum, úr vösum samborgaranna (alþingismanna sjálftökur aksturs fjár + húsnæðis fé Steingríms J. Sigfússonar, allar götur frá árinu 1983, t.d.).

Þakkaðu bara fyrir - að vera laus úr þessum ömurlegu viðjum, Sigurður minn.

Með kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2018 kl. 18:34

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Óskar.

Skil ekkert í þér að halda þessu fram. Gæti trúað að þú hafir lesið yfir þig delluna sem lekur úr svokölluðum „virkum í athugasemdum“ í lélegum fjölmiðlum. Nær undantekningarlaust skrifar þar illgjarnt fólk sem sér aldrei neitt nema svartnætti. 

Ég þekki íslenska stjórnmálaflokka nægilega vel til að vita með nær fullri vissu að þar eru við stjórnvölinn gott fólk sem vill vel. Hins vegar greinir því á um leiðir og það er bara í lagi.

Fyrir alla muni horfum til hækkandi sólar og komandi sumars. Ekkert svartnætti eða leiðindi.

Svo held ég áfram í mínum ágæta Sjálfstæðisflokki, er bara sáttur þar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2018 kl. 20:17

3 Smámynd: Valur Arnarson

Er að fara að mæta á minn fyrsta landsfund. Skelli kannski inn umfjöllun á bloggið eftir helgina.

Valur Arnarson, 14.3.2018 kl. 22:25

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Til hamingju með fyrsta landsfundinn þinn, Valur. Láttu til þín taka. Ekki nóg að vera bara áheyrandi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2018 kl. 22:40

5 identicon

.... hvers vegna: blokkaðir þú andsvar mitt Sigurður, við svari þínu (nr. 2), síðdegis í gær ?

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 12:49

6 identicon

.... svo; getur það verið Tölvupóstfanginu mínu líka, um að kenna, Sigurður minn.

Sveik mig 1 sinn í vetur, þá ég sendi Tölvupóst til Vesturlands, sem með öngvu móti vildi skila sér, til viðtakanda.

Endaði með Símtali: við þann hin sama viðtakanda / sem gerði jú:: sama gagn.

g-mailið - er ekkert fullkomið, svo sem.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 12:59

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar, held að það sé ekki hægt að loka fyrir einstaka andsvör, aðeins útiloka einstakling frá blogginu. Auðvitað myndi ég aldrei loka fyrir sómamann eins og þig, hversu ósammála sem við kunnum að vera.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.3.2018 kl. 13:18

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Oft er betra að hringja Óskar. Þetta prentræna samskiptaform er orðið helst til hvimleitt og maður heyrir varla í nokkrum manni orðið lengur.

 Bestu kveðjur úr suðrinu.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 02:36

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stend heilshugar með síðuhafa um algert grið fyrir hálendi Íslnds. Þeir sem eru mótfallnir því geta trauðla hafa komið þangað, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband