Hefur ráðherra flutt lík í ráðherrabíl?

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki nógu klár í hausnum. Hann spyr ítarlegra spörninga um greiðslur til ráðherra en gleymir samt fjölmörgu sem brýnt er að fá svar við.

Hér eru dæmi:

  1. Hversu oft hefur sprungið á ráðherrabílum?
  2. Hafa ráðherrar aðstoðað við að skipta um dekk þegar sprungið hefur á ráðherrabílum?
  3. Eru ráðherrabílar á nöglum, heilsársdekkjum eða harðskeljadekkjum?
  4. Hver er loftþrýstingurinn í dekkjum ráðherrabíla? Að aftan, að framan?
  5. Hversu oft hefur ráðherra sofið í ráðherrabíl í stað þess að fara heim til sín eða gista á hóteli?
  6. Hafa ráðherrar drukkið áfengi í ráðherrabílum? Er bar í ráðherrabílum?
  7. Hefur ráðherra skutlað einhverjum öðrum lengri eða skemmri leið án þess að taka greiðslu fyrir? Sé svo var gefinn út reikningur? Var reiknaður útskattur á reikningnum?
  8. Hefur einhverjum ráðherra flogið íhuga að nota hesta, reiðhjól eða mótorhjól í stað ráðherrabíls?
  9. Nota ráðherra farangursrými í ferðum sínum? Hafa þeir sett lík í farangursrými?
  10. Er ráðherrabílstjóri vopnaður? Sé svo hefur ráðherra fengið að skjóta?

Mjög brýnt er að fá svar við þessum spörningum svo hægt sé að finna upp á einhverjum nýjum spörningum til að spörja.


mbl.is Vill upplýsingar um greiðslur til ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Þetta hefur eflaust átt að vera mjög fyndið hjá þér en endar sem grjótkast úr glerhúsi því Björn Leví er a.m.k. 20 sinnum klárari í hausnum en þú.

Réttsýni, 12.3.2018 kl. 17:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, réttsýnn ... Ég er ekki sammála þér, langt í frá. Hann Björn Leví er ekki bara 20 sinnum klárari en ég. Hann er 100 sinnum klárari ... nei, við nánari umhugsun er hann þúsund sinnum klárari en ég, og það bara í hausnum.

Jú, hitt er rétt hjá þér. Þetta átti að vera fyndið og raunar verður þú að viðurkenna að níundi liðurinn er dálítið fyndnari en hinir.

Hins vegar skil ég ekkert í þér að nefna grjótkast úr glerhúsi. Nefndi hvorki grjót né gler í pistlinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.3.2018 kl. 19:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Frimaann mættur aftur sé ég, eða ígildi hans undir hinu auðmjúka nafni réttsýni. :D

Það vantar annars eina fyrirspurn hjá Birni, þegar hann hefur spurt um skónúmer raðherra, en það er: Hvað kostar öll skýrslugerð og samantekt vegna fyrirspurna minna?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2018 kl. 20:29

4 identicon

Sæll

Svo er sumt sem Björn Leví getur upplýst af fyrra bragði:

Hversu lengi bjó þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson í stúdentaíbúð áður en upp komst?

Hversu miklar bætur þáði Smári McCarthy frá íslenska ríkinu meðan hann var að við skotæfingar í Afghanistan og svo í heild? -

Hversu mikinn erlendan ferðakostnað hafa þingmenn pírata fengið greiddan frá upphafi, sundurliðað á hvern þingmann?

Og svo má áfram halda...

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 22:47

5 identicon

Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !

Sigurður síðuhafi !

Sjáum fyrir okkur: að við (ég og þú) séum starfsmenn einhvers lítils / eða meðalstórs fyrirtækis:: (þó stærð þess skipti ekki máli), og okkur vanhagi um einhverjar Krónur fyrir Benzíni eða Olíu á bílana okkar, að við gengjum eftir okkar hentugleikum, í sjóðvél fyrirtækisins, með eða án samþykkis Gjaldkerans.

Væri það - bara allt í lagi, Sigurður minn ?

Án tillits til: að við værum ágætlega launaðir (þó ekki:: endilega á OFURlaunum siðblindra þingmannanna t.d., vel að merkja).

Eða - skal allt vera allsendis leyfilegt, séu viðkomandi gerendur sjálftökunnar í hinum 1 rétta flokki:: eða öðrum ámóta, síðuhafi góður ?

Í dag: virkar Ísland fyrir öllu heiðvirðu fólki, sem forargryfja rotnandi Orma og Snáka, a.m.k. !!!

Því miður.

Með kveðjum: þó fremur stuttaralegar kunni að þykja, að þessu sinni, af Suðurlandi /  

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband