Mćlar á Sprengisandi nema óróann viđ Grímsey

GrímseyFyrir leikmann er sú stađreynd einna merkilegust ađ áhrifa skjálftanna norđaustan viđ Grímsey gćtir allt suđur ađ Vatnajökli og jafnvel sunnar.

Stórmerkilegt er ađ óróamćlar á Skrokköldu á miđjum Sprengisandi nema óhljóđin í misgengjum viđ Grímsey.

Fyrir ţá sem ekki ţekkja ţá hefur Veđurstofa Íslands hefur sett upp tćki víđa um land til ađ mćla hljóđ sem koma úr jarđskorpunni en ţau eru á tíđni sem mannlegt eyra getur ekki greint.

Hljóđin eru nefnd órói og er mćld í mćlieiningunni Hz (Hertz). Óróinn verđur til ţegar til dćmis kvika ţrengir sér upp í gegnum jarđskorpuna eđa ţegar jarđskjálftar verđa og jafnvel kunna ađ vera fleiri ástćđur.

SkrokkaldaBlái liturinn sýnir mjög lága tíđni og getur myndast vegna rennslis kviku.

Ţessi hljóđ berast hratt og mćlast víđa. Efsta myndin er frá óróamćlunum í Grímsey. Samkvćmt ţeim byrja skjálftarnir ţann 14. febrúar og halda áfram fram á ţennan dag. Ljóst er ţó ađ úr óhljóđunum dregur enda fćkkar skjálftunum.

Nćsta mynd er af óróamćlingunum viđ Skrokköldu á Sprengisandi. Mćlingarnar eru nákvćmlega ţćr sömu og í Grímsey ađ ţví undanskildu ađ tíđnin er lćgri, eflaust vegna fjarlćgđar.

SvartárkotNćsta mynd er af óróanum sem mćlarnir viđ Svartárkot í Bárđardal námu. Teikningin er ţví sem nćst hin sama og á hinum tveimur.

Fleiri myndir úr óróamćlum mćtti birta en án efa eru jarđeđlisfrćđingar mun betri ađ greina óróann en fávís leikmađur. Hitt er ţó víst ađ jarđskjálftahrinan viđ Grímsey mćlist víđa. Ţá hlýtur leikmađurinn ađ velta ţví fyrir sér hvort skjálftarnir norđaustan viđ Grímsey geti raskađ jafnvćgi í sprungum fjarri upptökunum og jafnvel valdiđ kvikuhreyfingum.

Er til dćmis mögulegt ađ Kröflueldar taki ađ bćra á sér á ný eđa aftur verđi gos í Holuhrauni vegna ţess ađ sjávarbotninn skelfur eitthundrađ til tvöhundruđ km í burtu?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband