Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jarðskjálftar við Grímsey boða ekki eldgos ... og þó
16.2.2018 | 15:58
Gríðarleg skjálftavirkni hefur verið norðaustan við Grímsey. Á þremur dögum hafa mælst á annað þúsund skjálftar.
Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af þessu, en það er engin hætta á að þarna fari að gjósa (held ég ...). Þarna hafa á síðustu árum orðið ógnarmiklar jarðskjálftahryðjur og ekkert gerst.
Skjálftarnir á þessum slóðum tengjast aðallega flekahreyfingu, er svokallað þvergengissvæði, það er að sprungubarmar hreyfast sitt í hvora áttina. Flekaskilin eru aðallega tvö, Grímseyjarbeltið og Húsavíkurmisgengin. Sunnan við þau er Dalvíkurbeltið. Öll eru þau samsíða og hafa stefnuna norðvestur, suðaustur.
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt er talsverð eldvirkni tali vera á Grímseyjarbeltinu. Það líkist um margt Reykjanesskaga. Grímsey myndaðist við eldgos á ísöld, það er fyrir um einni milljón ára. Sagt er að það sem einu sinni hafi gerst geti einfaldlega endurtekið sig svo ekki er ólíklegt að þarna verði eldgos.
Myndin sem er frá Veðurstofunni sýnir upptök skjálfta síðustu þrjá daga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
25.6.2013:
"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.
Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.
Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."
"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.
Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.
"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.
Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."
"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."
Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík
Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)
Þorsteinn Briem, 16.2.2018 kl. 16:28
2013 var óróleikasvæðið vestar en nú og talsvert kröftugra að jafnaði. Hér á Siglufirði nötraði allt og skalf í einhverjar vikur og fjaraði út eftir 5.6 skjalfta sem hristi allt lauslegt úr hillum hjá mér. Nú verð ég ekkert var við þetta annað ein eistaka fjarlægan hroll þegar þeir stæstu koma.
Nánast nákvæmlega tveim árum síðar gaus Eyjafjallajökull. Nú þegar þetta er við Grímsey og skjálfanda og talsvert austar leiða þessir skjalftar upp í kelduhverfið í kröflu og mývatnsveit og þaðan munu þeir fikra sig suður að öskju, holuhrauni og Bárðarbungu ef að líkum lætur. Gliðnunin fer suðureftir. Samkvæmt þessu má því vænta gosa í Barðarbungu og jafnvel í Öræfajökli innan tveggja ára. Það er mín spá. Kannski eilítið norðan við jökul, hver veit.
Það má nánast sjá þessa gliðnun teiknast í landið þegar skjálftakortið er skoðað.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2018 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.