Óvissustig virkjađ og góđar, betri eđa bestu lćknishendurnar

1.

„Tíu valkostir sem KSÍ gćti skođađ ef Heimir ákveđur ađ hćtta.“ 

Fyrirsögn á fótboltavefsíđunni 433.pressan.is.     

Athugasemd: Blađamađurinn sem skrifađi ţessa fyrirsögn átti um tvennt ađ velja. Annars vegar ađ nota nafnorđiđ „val“ eđa nafnorđiđ „kostur“. Ţessi tvö orđ merkja nćstum ţví ţađ sama, á ţeim er ţó blćbrigđamunur.

KSÍ gćti átt tíu kosta völ, ţađ er valiđ um tíu ţjálfara í stađ Heimis. Hins vegar er alveg ómögulegt ađ steypa saman ţessu tveimur orđum, útkoman er slćm, „valkostur“ er ljótt orđ og ţađ er órökrétt.

Eitthvađ myndi nú blađamađurinn segja ef einhvern vćri titlađur „sóknarframlínumađur“ í fótboltaliđi. Sóknarmađur er sá sem sćkir og á ađ skora, hann er venjulegast í framlínu liđsins. Tvítekningar á borđ viđ ţessa á auđvitađ ekki ađ nota.

Í stađ ţess ađ nota „valkostur“ í fyrirsögninni hefđi veriđ miklu betra ađ nota nafnorđiđ „ţjálfarar“. 

Raunar er fyrirsögnin léleg, of löng og barnsleg.

Tillaga: Tíu kostir fyrir KSÍ hćtti Heimir. 

2.

„Í ákćr­unni er ađ finna eina lengstu setn­ingu sem sést hef­ur á prenti í lang­an tíma.“ 

Úr frétt á mbl.is.     

Athugasemd: Hver skyldi nú vera munurinn á setningu og málsgrein? Í stuttu og einfölduđu máli mynda setningar málsgrein. Langa setningin er í raun löng málsgrein. Mjög algengt er ađ rugla ţessu saman, sem er slćmt. Álíka eins og átta sig ekki á muninum á sentimetra og millimetra. 

Raunar er fyrirsögnin ekki góđ.

Tillaga: Í ákćr­unni er ađ finna eina lengstu málsgrein sem sést hef­ur á prenti í lang­an tíma.

3.

„Endurtekiđ undir áhrifum fíkniefna á rúntinum međ dóttur sína.“ 

Fyrirsögn á visir.is.      

Athugasemd: Ţetta er hörmulega léleg fyrirsögn, er ţó blađamađurinn mjög reyndur og ćtti ekki ađ gera sig sekan um svona klúđuyr. Hvađ er eiginlega endurtekiđ? Mađurinn hafđi áđur veriđ undir áhrifum fíkniefna og gerist aftur sekur um óhćfuna, í bćđi skiptin var hann međ dóttur sína í bílnum. 

Í ţessu tilviki bera ađ nota atviksorđiđ „aftur“. Lögreglan tók bílstjórann aftur fyrir akstur undir áhrifum. Hugnist blađamanninum ekki ţetta getur hann svon sem notađ orđasambandiđ „enn á ný“. Enn á ný tekinn ...

Tillaga: Tekinn aftur undir áhrifum fíkniefna á rútuntinum međ dóttur sína.

4.

„Óvissustig virkjađ á Hellisheiđi og Ţrengslum.“ 

Fyrirsögn á visir.is.      

Athugasemd: Útilokađ er ađ „virkja óvissustig“? Ţetta er slík endaleysa ađ mađur spyr sig hvort ţađ sé búiđ ađ útvista fréttaskrifum til Nígeríu. Stundum berast ţađan fjárpógsbréf á betra máli en ţessu.

Hvađ er óvissustig“? Ţetta er svona lođiđ og teygjanlegt orđ, komiđ úr ranni Vegagerđarinnar og merkir líklega ađ ađstćđur séu ótryggar. Ţar af leiđandi er „óvissustig“ ekki virkjađ heldur er lýst yfir ađ slíkt ástand sé komiđ á. Ţetta getur veriđ vegna náttúrulegra ástćđna, til dćmis ofankomu, skafrennings, sandfoks, hugsanlegs eldgoss og svo framvegis.

Alveg ómögulegt er ađ binda sig svo í tćknilga hugsun ađ skynsemi komist ekki ađ. Orđalagiđ verđur einhvers konar „nýkanselístíll“, gáfulegt tal án gáfna.

Tillaga: Óvissustigi lýst yfir á Hellisheiđi og Ţrengslu vegna veđurs.

5.

„Hell­is­heiđin, Ţrengsli, Sand­skeiđ, Mos­fells­heiđi og Lyng­dals­heiđi eru lokađar.“ 

Frétt á mbl.is.       

Athugasemd: Tvennt er ađfinnsluvert í ţessari litlu tilvitnun úr frétt af vefsíđu Morgunblađsins. Annars vegar er ţađ skortur á samhengi og hins vegar ákveđinn greinir á örnefni.

Mikilvćgt er ađ hafa gott samhengi í skrifum. Ljótt er ađ sjá ađ eitt örnefniđ hér ađ ofan er međ ákveđnum greini en hin ekki. Best vćri ef engin vćri greinirinn.

Mjög fátítt er ađ örnefni og sérnöfn beri greini nema í sérstökum tilvikum. Ekiđ er yfir Hellisheiđi og um Ţrengsli. Ţetta á fyrst og fremst viđ um ritmál. Í talmáli er ekki beinlínis rangt ađ segja ađ margar vörđur séu á Hellisheiđinni ţó betur fćri á ţví ađ sleppa greininum.

Fáir kaup inn í Hagkaupinu/Hagkaupunum, Bónusinu, Nettóinu, ţó er ţađ til ađ eldra fólk leggi leiđ sína í Bónusiđ. Engu ađ síđur versla margir í Krónunni, Melabúđinni eđa Sunnubúđinni. Líklegast veltur notkun greinis á sérnöfnum fyrirtćkja á hefđ eđa ţá ađ sum taka auđveldara viđ honum en önnur.

Frekar óviđkunnanlegt er ađ taka svo til orđa ađ einhver hafi gengiđ á Hekluna, Hvannadalshnúkinn,  Syđstusúluna, Eyjafjallajökulinn, Herđubreiđina eđa Vífilsfelliđ svo dćmi séu tekin. Einhvern veginn er ţađ ţó svo ađ sum örnefni taka betur viđ ákveđnum greini en önnur, nefna má Esjuna eđa Hengilinn.

Ţrátt fyrir ţađ sem hér er sagt er sá sem ţetta ritar er engu ađ síđur hlyntari ţví ađ nota ekki ákveđinn greini í örnefnum eđa sérnöfnum, en ekkert er ţó án undantekninga. Enginn myndi ţó bćta ákveđnum greini viđ mannanöfn, nema ef til vill í hálfkćringi.

Tillaga: Hell­is­heiđi, Ţrengsli, Sand­skeiđ, Mos­fells­heiđi og Lyngdals­heiđi eru lokađar.

6.

„Ţađ eru engin rök fyrir ţví ađ fćra hana ekki undir betri lćknishendur.“ 

Úr frétt á bls. 2 í Fréttablađinu, föstudaginn 16. febrúar 2018.

Athugasemd: „Forđastu klisjur,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri og blađamađur, á vef sínum.

Ekki er međ nokkrum hćtti hćgt ađ stigbreyta orđtök. Ađ flytja einhvern undir lćnishendur er skýrt og greinilegt. Varla er hćgt ađ tala um ađ flytja einhvern undir betri lćknishendur. Viđ ţađ verđa hendurnar einhvers konar tćki, eins og sturtuhaus, sem sjúklingur er fluttur undir í von um einhverjar bót á ástandi

Vitleysan felst í ţví ađ skilja ekki hvernig orđtök eru mynduđ og notuđ, og halda ađ klisjur séu lesendum skiljanlegar. 

Fái einhver ekki rétta međferđ hjá lćkni er ráđiđ ađ leita til annars lćknis.

Tillaga: Ţetta eru engin rök gegn ţví ađ flytja hana til sérfrćđinga/annarra lćkna/annars sjúkrahúss.

7.

WOW-ţota úr leik ađ sinni.“ 

Fyrirsögn á bls. 4 í Fréttablađinu, föstudaginn 16. febrúar 2018.

Athugasemd: Skilningur á málinu er grundvöllur á notkun ţess. Ţegar einhver er „úr leik ađ sinni“ skilja flestir ţađ svo ađ sá hinn sami sé ekki vćntanlegur fyrr en talsvert síđar. Ađ minnsta kosti ekki nokkrum dögum.

Fótboltamađurinn sem meiđist er ekki úr leik „ađ sinni“ ef hann kemur aftur inn á völlinn. Ekki heldur ef varamađur kemur í stađ hans en svo birtist hann í nćsta leik. Hafi hann fótbrotnađ, slitiđ hásinn eđa álíka má fullyrđa ađ mađurinn sér „úr leik ađ sinni“.

Í fréttinni kemur fram ađ ţessi ţota sé biluđ og verđi aftur komin í notkun eftir fjóra daga. Ekki er ţađ nú langur tími. Máltilfinningin segir manni ađ fyrirsögnin sé ekki alveg rétt.

Tillaga: Biluđ Wow-ţota kemst fljótlega í loftiđ. 

8.

Lćgra hlutfall 17 ára tekur bílpróf.“ 

Fyrirsögn á bls. 40 í Mannlífi, föstudaginn 16. febrúar 2018.

Athugasemd: Í fréttinni er ljóst ađ ć fćrri 17 ára ungmenni taka bílpróf. Ţau voru 86,5% áriđ 1994 en 72,1% á síđasta ári. Lesandinn skilur ţessar tölur ţannig ađ sífellt fćrri ţeirra sem eru 17 ára taka bílpróf. 

Spurningin er ţví ţessi: Af hverju má ekki segja ţađ berum orđum. Hvađ kemur hlutfalliđ ţessu viđ?

Greinilegt er ađ ć fćrri lesa skynsamlegar leiđbeiningar Jónasar Kristjánssonar, fyrrum ritstjóra og blađamanns, sjá jonas.is: 

  • „Skrifađu eins og fólk, ekki eins og frćđimenn.“ 
  • „Stuttur stíll er skýr og skýr stíll er spennandi.“

Tillaga: Ţeim fćkkar sífellt sem taka bílpróf 17 ára. 

9.

Frakk­inn Oli­vier Giroud skorađi sitt fyrsta mark fyr­ir Chel­sea sem fór auđveld­lega í gegn­um Hull í 5. um­ferđ enska bik­ars­ins í knatt­spyrnu í kvöld ţar sem loka­töl­ur urđu 4:0. 

Úr frétt á mbl.is. 

Athugasemd: „Hvergi blómstra klisjur meira en á íţróttasíđum. Góđir blađamenn á ţví sviđi sanna ţó, ađ svo ţarf ekki ađ vera. En hinir veiklunduđu hrynja hópum saman fyrir handhćgri flatneskju. Ţađ er óafsakanlegt, en hefur ákveđnar skýringar.“ Ţetta segir Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri og blađamađur á vef sínum.

Ţví miđur er ofangreind tilvitnun úr vef Moggans međ afar léleg. Chelsea vann Hull međ yfirburđum. Nei, blađamađurinn ţurfti ađ finna einhverja klisju eđa umorđa sannleikann svo hann líti betur út, ţađ er ađ hans mati. „Chelsea fór auđveldlega í gegnum Hull“. Ţvílík della. Af hverjur lengir hann skrifin? Jú, ţađ er vegna ţess ađ hann kann ekki ţá gullvćgu reglu ađ skrifa stutt og skiljanlega og sleppa öllum klisjum. Líklega hefur enginn sagt honum til, eru ţó margir framúrskarandi blađamenn á Mogganum.

Tillaga: Frakkin Oliver Giroud skorađi sitt fyrsta mark fyrir Chelsea sem vann Hull 4:0 í 5. umferđ enska bikarsins.

10.

Keflavíkur- liđiđ lagđi allt undir og skildi allt eftir á gólfinu í Vesturbćnum og uppskar eftir ţví á međan KR-ingar voru ískaldir fyrir utan 3ja stiga línuna. 

Úr frétt á bls. 2 í íţróttablađi Morgunblađsins 17. febrúar 2018. 

Athugasemd: Hvađ ţýđir orđalagiđ „ađ skilja allt eftir á gólfinu“. Veđja á ađ ţetta sé heimatilbúiđ hjá íţróttafréttamanni og hann sé frekar óvanur skrifum og jafnframt illa lesinn.

Hvernig stendur svo á nástöđunni „… lagđi allt undir og skildi allt eftir …“? Ţetta er einfaldlega ljótt ađ sjá.

Er sá sem heldur ró sinni talinn vera ískaldur? Oft tala íţróttafréttamenn um ađ sá sem er á vítapunktunum sé ískaldur, ţađ er síst af öllu taugaóstyrkur. Í ofangreindri tilvitnun er merkingin hins vegar ţveröfug. KR-ingarnir skoruđu fáar ţriggja stiga körfur af ţví ađ ţeir voru ískaldir, ađ sögn blađamannsins.

Tillaga: Keflavíkur- liđiđ lagđi allt undir og uppskar eftir ţví á međan KR-ingar voru slappir fyrir utan 3ja stiga línuna.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband