Er fariđ ađ blása upp? Haraldur

 

1.

„Fraus í hel á skíđasvćđi.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.     

Athugasemd: Dýr drepast en fólk deyr. Hver skyldi nú vera ástćđan fyrir ţví ađ frá aldaöđli hafa tvćr ólíkar sagnir veriđ notađar um lokastundina? Jú, án efa vegna ţess ađ ţađ er mannlegra ađ segja ađ fólk deyi, andist eđa láti lífiđ svo eitthvađ sé nefnt. 

Á sama hátt er yfirleitt talađ um ađ fólk verđi úti, slokkni lífsljósiđ vegna ástćđna utan dyra. Skiptir ţá litlu hvernig banastundin var.  

Tillaga: Varđ úti á skíđasvćđi.

2.

„Ísland tapađi fyrir gestgjöfum Króatíu.“ 

Úr yfirliti hádegisfrétta 15. janúar 2018.     

Athugasemd: Ţetta er rangt, Ísland tapađi ekki fyrir gestgjöfum Króatíu af ţeirri einföldu ástćđu ađ landsliđiđ lék ekki viđ ţá. Á Evrópumótinu í Króatíu eru heimamenn gestgjafar. Ţeir eru gestgjafar Íslenska landsliđsins. Á ţessu móti eru engir gestgjafar Króata af ţví ađ ţeir eru ţađ sjálfir.

Ţetta skilst hjá öllum nema einstaka íţróttafréttamönnum. 

Tillaga: Íslendingar töpuđu fyrir Króötum, gestgjöfunum.

3.

Brönsinn í Ţrastalundi á milli tannanna á fólki.“ 

Fyrirsögn á visir.is.      

Athugasemd: Sumir blađamenn nota orđatiltćki sem ţeir ţeir halda ađ ţeir skilji. Sé veitingastađurinn á milli tannanna á fólki ţá er veriđ ađ tala illa um stađinn, ekki vel eins og raunar er gert í greininni.

Blađamađurinn heldur ađ orđatiltćkiđ merki ađ fyrirtćkiđ sé umtalađ á jákvćđan máta.

„Bröns“ er samruni á ensku orđunum breakfast og lunch og merkir eiginlega  morgunverđur í seinni kantinum eđa hádegisverđur í fyrra fallinu. Ţó orđiđ sé stundum notađ í talmáli telst ţađ ekki eiga heima í ritmáli.

Tillaga: „Brönsinn“ í Ţrastalundi er talinn afar góđur.

4.

Hún kom heim úr fríi og opnađi útidyrnar – Varđ orđlaus yfir sjóninni sem mćtti henni. 

Fyrirsögn á dv.is.      

Athugasemd: Spurningin er hvort „sjón mćtti henni“ eđa hún hafi séđ eitthvađ sem gerđi hana orđlausa.

Sjálfur er ég oft orđlaus yfir málfari í vefritinu dv.is. Ţetta er slakt fréttarit, metnađurinn er enginn, áhugaleysiđ algjört. Hiđ eina sem kemst ađ eru svokallađur „tabloid“ stíll sem síst af öllu er til fyrirmyndar.

Tillaga: Hún kom heim úr fríi en varđ gapandi hissa ţegar hún gekk inn.

5.

Viđar Örn var ţarna ađ skora fljót­asta markiđ í sögu Macca­bi Tel Aviv og sló um leiđ 56 ára gam­alt met. 

Úr frétt á mbl.is.     

Athugasemd: Mörk hreyfa sig ekki, ţau eru nćr ţví jarđföst. Sá sem kemur boltanum í markiđ skorar mark eđa gerir mark. Sé mark skorađ fyrr í leik en áđur ţekkist er ekki hćgt ađ tala um „fljótasta markiđ“. Allir međ sćmilega tilfinningu fyrir málinu hljóta ađ átta sig á ţessu.

Hins vegar segja enskir: „Fastest goal …“. Óţarfi er ađ ţýđa ţetta beint og misbjóđa ţannig tungunni. Í frjálsum íţróttum er ekki talađ um lengsta spjótiđ eđa lengstu kúluna

Tillaga: Viđar örn skorađi mark eftir ađeins 13 sekúndur felldi 56 ára gamalt met hjá Maccabi Tel Aviv.

6.

Blindađist af sól­inni og klessti á. 

Fyrirsögn á mbl.is.     

Athugasemd: Út af fyrir sig mega börn hjá mbl.is reyna ađ gera fyrirsagnir. Hitt er alvarlegra ađ stjórnendur Moggans skuli ekki vera starfi sínu vaxnir og leiđbeini ekki byrjendum.

Börn segja oft ađ einhver klessi á annan. Svo eldast ţau og leggja af ungćđingslegt hjal. Önnur eldast en lćra ekkert, fá enga tilsögn og ţau halda ţau standi sig bara býsna vel.

Hver á eiginlega ađ gćta gćslumannanna. Reynslumiklir starfsmenn Moggans eru ađ eldast, ţví miđur virđast ţeir sem koma í ţeirra stađ sé ráđnir af einhverjum öđrum forsendum en nefi fyrir blađamennsku eđa lipurđ í skrifum.

Tillaga: Blindađist af sólinni og ók aftan á nćsta bíl.

7.

Ísland er ein af tíu einstökum knattspyrnuţjóđum heims. 

Fyrirsögn á visir.is     

Athugasemd: Einstakur er lýsingarorđ sem getur merkt eitthvađ sem er sérstakt. Í ţessu tilviki fer betur á ţví ađ nota ekki ţetta orđ heldur til dćmis „óvenjulegur“ eđa álíka enda er ţađ líklega tilgangurinn.

Svo verđur ađ taka fram ađ Ísland er ekki ţjóđ heldur land. Íslendingar eru ţjóđ.

Blađamenn verđa ađ tileinka sér nákvćmni

Tillaga: Ísland er eitt ađ tíu óvenjulegustu knattspyrnulöndum heims.

8.

Er fariđ ađ blása upp? Haraldur. 

Fréttaţulur í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 21 janúar 2018.     

Athugasemd: Veđurfrćđingurinn sem var í símaviđtali svarađi á skiljanlegri íslensku; Jú, ţađ er fariđ ađ hvessa.

Gera verđur ţćr kröfur til fréttamanna ađ ţeir tali rétt mál. Vilji ţeir búa til ný orđatiltćki ţarf ađ fylgja einhver hugsun.

Tillaga: Er fariđ ađ hvessa, Haraldur?

 

9.

Hann ţjónađi í Kóreustríđinu og starfađi seinna á sjúkrahúsum í Boston og Salt Lake City. 

Frétt á dv.is.      

Athugasemd: Bandaríkjamenn reyna ađ fegra hernađ sinn og í ţví skyni er sagt ađ menn hafi „served in Korean war“. Blađamađurinn ţýđir ţetta blint og segir ađ mađurinn hafi „ţjónađ í Kóreustríđinu“. Bein ţýđing á ekki viđ. Engin ástćđa er til ađ yfirfćra bandaríska málnotkun yfir á íslensku. 

Tillaga: Hann tók ţátt í Kóreustríđinu og starfađi seinna á sjúkrahúsum í Boston og Salt Lake City.

10.

Mark Eriksen er ţađ ţriđja fljótasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en metiđ … 

Frétt á visir.is.   

Athugasemd: Sumir … nei margir íţróttamenn eru illa skrifandi á íslensku og međ afbrigđum órökvísir eins og ţessi hluti úr frétt á Vísi bendir til.

Mark getur hvorki veriđ fljótt né hćgt, jafnvel ţó mađurinn sem skorar heiti Mark. Hins vegar skora boltamenn sífellt fyrr mark í fótboltaleik. Hann er varla byrjađur og ţá potar sprćkur framherji boltanum inn.

Nefndur Mark var vissulega snöggur ađ skora mark, en hann skorađi ekki ţriđja „fljótasta markiđ“ í sögu úrvalsdeildarinnar. „Fastest goal“, segja enskir og íslenskir íţróttablađamenn halda ađ ţeim leyfist bein ţýđing sem fyrr eđa síđar mun koma ţeim í álíka og jafnvel verri bobba en ţetta međ markiđ hans Marks. 

Hvernig á ţá ađ orđa ţetta? spyr lesandinn. Má ef til vill segja „fljótasti boltinn“? Nei, ţađ er mađur sem skorar markiđ, ekki boltinn. Svona verđur ađ umorđa í ţýđingu. Ţeir sem gera mark á fyrstu mínútu fótboltaleiks eru snöggir ađ skora.

Tillaga: Mark Eriksen er sá ţriđji sneggsti til ađ skora mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en metiđ …

11.

„... svo er komin snjókoma ...“

Fréttakona á Ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu frá vettvangi.   

Athugasemd: Sumir fréttamenn hafa oftrú á sjálfum sér og halda ađ ţeir geti veriđ í beinni útsendingu án undirbúnings. Stađreyndin er ţó sú ađ fćstir geta sagt meira en eina setningu skammlaust. Geri ţeir ţađ er tilgangurinn međ beinni útsendingu í fréttatíma gagnslaus. Fćstir fara í fótspor Ómars Ragnarssonar, jafnvel ţegar veđriđ er skaplegt.

Tillaga: Best er ef fréttamenn hćtti ađ vera í beinni útsendingu, yfirleitt er ţetta hćllćrisleg leiđindi hjá flestum.

12.

„Er hálkan veđrinu ađ kenna eđa einhverju öđru?“

Fréttaţulur í Ríkissjónvarpinu viđ veđurfrćđing.  

Athugasemd: Má vera ađ hćgt sé ađ kenna dómsmálaráđherra um hálkuna en líklegast sjá flestir í gegnum slíkt. Venjulegast klúđra fréttaţulir „gamnitalinu“ ef ţeir eru ekki undirbúnir. Ađrir halda sig viđ sömu setningarnar í hverjum fréttum eftir ađrar, viku eftir viku, mánuđ eftir mánuđ, ár eftir ár:

„Ţú ferđ nánar yfir ţetta á eftir,“ segir sami fréttaţulur sí og ć viđ veđurfrćđinginn og áhorfandinn spyr sig jafnan hvort einhver ţörf sé ađ árétta ţađ. Er ekki veđurfrćđingurinn kominn til ađ „fara nánar yfir veđurfréttirnar“ ţegar röđin er komin ađ honum.

TillagaFréttaţulir ćttu ađ hćtta ţessum innskotum, „gamnitali“ eđa öđru. Ţeir ráđa ekki viđ ţau. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband