Veitum hinum raunverulegu burđarásum orđu

Engin ástćđa er til ađ lasta ţá sem forseti Íslands sćmdi á nýársdag heiđursmerki hinnar íslensku fálkaorđu. Allt ábyggilega gott fólk og flestir heimsfrćgir á Íslandi. Orđuveitingar hafa ţó lengi einkennst af ţví ađ heiđra ţá sem hafa unniđ vinnuna sína um langa tíđ, helst ađ lokinni starfsćfi. Alls kyns embćttismenn hafa hlotiđ hana fyrir störf sem án efa hafa veriđ framúrskarandi, forystumenn í atvinnulífinu og listamenn af ýmsu tagi.

Minna hefur fariđ fyrir ţví ágćta láglaunafólki sem hefur sinnt störfum sínum af engu minni kostgćfni ađ starfsemin á vinnustađ ţeirra hefđi fariđ á hliđina hefđu ţađ ekki mćtt í skamman eđa lengri tíma.

Mér er ţađ minnisstćtt á árinu sem leiđ ađ starfsmađur sýslumannsembćttis varđ bráđkvaddur, samstarfsmönnum og vinum til mikillar sorgar ekki síđur en fjölskyldu. Starf ţessa ágćta manns varđ ekki fyllt fyrr en löngu síđar jafnvel ţó allir samstarfsmenn legđust á eitt. 

Á vinnuferđum mínum um landiđ allt síđasta ár hef ég kynnst fjölda fólks sem eru burđarásar á vinnustöđum sínum, skynsamt, yfirvegađ, harđduglegt og heiđarlegt fólk. Ég á hér ekki viđ stjórendur eđa yfirmenn heldur fólkiđ „á gólfinu“ eins og ţađ er oft nefnt. Hversu mikilvćgt er ţađ ekki fyrir ţjóđfélagiđ ađ sem flestir búi yfir ţessum kostum? Nóg er af úrtölufólkinu, slugsurum og ţykjustuliđinu.

Ég gćti nafngreint fjölda fólks hjá sýslumannsembćttum landsins sem eiga skiliđ ađ fá orđu fyrir störf sín. Auđvelt er ađ nefna jafnmarga sem hafa sinnt félagsmálum og veriđ ţar burđarásar. Í ónefndu ferđafélagi ţekkti ég fólk sem naut félagsskaparins en lagđi á sig ómćlda vinnu til ađ félagiđ nćđi ađ blómstra og viđskiptavinir ţess gćtu notiđ ţess ađ ferđast um landiđ.

Lesendur mínir geta ábyggilega bćtt hér um betur og nefnt alţýđumanninn, konu og karl, sem ćttu skiliđ orđu fyrir störf sín. Fólkiđ sem sinnir störfum sínum á ţann hátt ađ mćtti ţađ einn góđan veđurdag ekki í vinnuna eđa félagslífiđ myndi ţjóđfélagiđ hreinlega stöđvast. Ég er nćstu ţví vissuum ađ jörđin myndi hćtta ađ snúast.

Einhver lesenda minna sem er málkunnugur forsetanum ćtti ađ skjóta ţessu  ađ honum. Má vera ađ viđ nćstu orđuveitingu fengju burđarásarnir umbun ţjóđfélagsins fyrir störf sín. Ţá yrđi kátt á landinu.


mbl.is Tólf fengu fálkaorđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Mikiđ er ég sammála ţér Sigurđur. Án ţess ađ gera lítiđ úr neinum ţeirra, sem fengiđ hafa ţessar orđur gegnum árin, vćri gaman ađ sjá fleiri Jóna og Gunnur í ţessum hópi. Alţýđufólk sem afrekar eitthvađ umfram ţađ, sem til er ćtlast af ţeim.

 Ţakka góđa pistla gegnum tíđina, međ áramótakveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 1.1.2018 kl. 19:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband