Grámann á Alţingi og fleiri talendur ...

Hver skrifar rćđur fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstćđisflokksins? Bjarni er vissulega mjög góđur rćđumađur og efnislega var mál hans undir stefnurćđu forsćtisráđherra alveg ágćtt. Rćđan var ţó frekar illa skrifuđ. Hún var rislítil og ţannig ekki mjög svo áhugaverđ nema fyrir okkur nördana sem fylgjumst grannt međ stjórnmálum. Brýnt er ađ Bjarni ráđi nýjan rćđuritara.

Ein skemmtilegasta og best flutta rćđa kvöldsins var sú sem Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur Miđflokksins og fyrrum forsćtisráđherra. Rćđan var skemmtileg, sannfćrandi og fyndin. Hann sagđi međal annars:

Hvar í stjórn­arsátt­mál­an­um finna Fram­sókn­ar- eđa Sjálf­stćđis­menn áhersl­ur sem ţeir geta veriđ stolt­ir af?

Svei mér ţá, ég varđ hugsi viđ ţessi orđ en ţađ brá skjótt af.

Lélegasta rćđa kvöldsins var Jóns Ţórs Ólafssonar, ţingmanns Pírata. Hann er slakur rćđumađur, skrifar lélega texta, í honum eru ótal málvillur og hann hikstar og tafsar á flutningnum. Í raun er ţađ eina jákvćđa međ rćđu mannsins ađ hann las af iPad, sparar pappír. Jón Ţór nefndi kjararáđ. Skrýtiđ. Hann ćtlađi ađ kćra kjararáđ í fyrra fyrir hćkkun launa ţingmanna, ráđherra, forsetans og fjölda embćttismanna. Enn hefur hann ekki kćrt einn eđa neinn. Hann hótar ađ kćra og hótar. Svo hótar hann og hótar ađ kćra. Ekkert gerist. Auđvitađ er hann barnslega einlćgur í hótum sínum. Sumum finnst ţađ svo sćtt.

Mér ţótti gaman ađ sjá gamlan félaga flytja sína fyrstu rćđu. Ólafur Ísleifsson, ţingmađur fyrir Flokk fólksins, á ábyggilega eftir ađ láta ađ sér kveđa á ţinginu. Hann er hagfrćđingur og ţrátt fyrir ţađ (!) skynsamur og góđur mađur og leggur međal annars áherslu á íslenskt mál, menningu og sögu. Treysti honum vel fyrir ţeim málum.

Ármann á Alţingi var tímarit sem gefiđ var út á ţar síđustu öld og ţótti stórmerkilegt og mikilvćgt í sjálfstćđibaráttu ţjóđarinnar. Nú hefur sá mađur orđiđ alţingismađur sem nefna má „grámann á Alţingi“. Hann leggur lítt til málanna annađ en ţađ sem Vinstri grćnir höfđu tuđađ um í árarađir til ađ ófrćgja andstćđinga sína. Grámann er eins. Vílar ekki fyrir sér ađ starfa í anda Gróu á Leiti. Ljóst er ađ grámann, Guđmundur Andri Thorsson en mun betri og sannfćrandi skríbent en rćđumađur, hvađ ţá stjórnmálamađur. Hann er á rangri hillu. Ég sakna ţess ađ fá ekki lengur ađ lesa greinar eftir hann í Fréttablađinu, sem hann skrifađi margvíslegan óţverra af stakri snilld. Og hann skrifar frábćrar bćkur.

Ekki finnst mér margir eldhugar í stjórnmálum hafa komist á ţing viđ síđustu kosningar. Og ekki er miklu andríki fyrir ađ fara. Ţví miđur. Umrćđurnar um stefnurćđu forsćtisráđherra voru svona leikrit, píratalegt og ţar af leiđandi frekar leiđinlegt.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband