Gestgjafar Króata og málamiđlun eđa málamyndun

Málfar í fjölmiđlum.

 

1.

„Keilir er móbergsfjall sem margir hafa gengiđ á á Reykjanesskaga.“ 

Myndatexti á blađsíđu 23 í Morgunblađinu 23. nóvember 2017.    

Athugasemd: Eftir ađ hafa skrifađ er gott ađ geyma textann í nokkrar mínútur eđa lengri tíma og lesa hann svo yfir. Ţessi regla hlýtur ađ nýtast fleirum en ţeim sem hér ritar. Í myndatextanum er orđaröđin röng. Ekki gengur ađ tvćr forsetningar („á“), standi hliđ viđ hliđ, ţađ er hrćđileg viđvaningslegt, varla hćgt ađ orđa ţađ öđru vísi. Raunar er myndatextinn lengri og í raun varla bođlegur, svo tilgerđarlegur er hann. 

Tillaga:  Margir hafa gengiđ á Keili, móbergsfjalliđ á Reykjanesskaga.

2.

„Ţess má til gamans geta ađ tíu kíló af mér lágu eftir í brattanum eftir sumariđ.“ 

Grein um ćvisögu á blađsíđu í Morgunblađinu 24. nóvember 2017   

Athugasemd: Rugluđ málsgrein og ađ auki er í henni nástađa, „eftir … eftir“. Blađamađurinn sem skrifar er einn af ţeim bestu á Mogganum, ritar yfirleitt gott mál og lipran texta. Öllum getur ţó orđiđ á.

Oft virđist sem ađ blađamenn gćti ekki ađ nástöđunni, sömu eđa keimlíkum orđum, sem liggja of nálćgt og skemma stíl, rýra texta.

Ritfćrt fólk á auđvelt međ ađ skrifa framhjá henni og ţegar vel tekst til bćtir ţađ textann.

Tillaga:  Ţess má til gamans geta ađ ég missti tíu kíló í fjallgöngum ţetta sumar.

3.

„Hún var í raun ađ leggja sjálfa sig undir, ţađ hefur vćntanlega haft áhrif.“ 

Pistill á Silfri Egils Helgasonar.

Athugasemd: Finnst ţetta frekar slakt orđalag sem er slćmt frá ritfćrum manni. Hef ekki trú á ađ fólk „leggi sjálft sig undir“ ţegar mikiđ liggur viđ heldur allt sitt.

Ţetta er svona svipađ ţví ţegar sagt er ađ einhver „standi međ sjálfum sér“. Óskaplega hlýtur ţađ ađ vera erfitt rétt eins og „ađ leggja sig undir“. Hvort tveggja er frekar asnalegur talsmáti, líklega undir áhrifum frá ensku.

Tillaga:  Hún lagđi allt sitt undir, ţađ hefur vćntanlega haft áhrif.

4.

„ÍBV fćr heim­sókn frá Aft­ur­eld­ingu í Olís­deild karla í hand­bolta kl. 18:00.“ 

Frétta á mbl.is.

Athugasemd: Má vera ađ margir telji ţetta rétt orđalag. Vissulega fćr ÍBV heimsókn og ţađ er Afturelding sem kemur. Eyjamenn fá ekki heimsókn frá Aftureldingu heldur kemur síđarnefnda liđiđ í heimsókn.

Forsetningunni „frá“ er algjörlega ofaukiđ.

Tillaga:  ÍBV fćr Aft­ur­eld­ingu í heimsókn í Olís­deild karla í handbolta kl. 18:00.

4.

„Mín ráđlegging er ađ finna ţér góđa, sterka konu og vera ekkert of mikiđ ađ spá í útlitinu.“ 

Skopmynd á blađsíđu 29 í Morgunblađinu 1. desember 2017.

Athugasemd: Sá sem ţetta ritar telur ađ forsetningin „í“ stjórni ţví ađ nafnorđ fari í ţolfall, ekki ţágufall. Máltilfinningin samţykkir ţađ og réttara sé ađ spá í útlitiđ.

Í gamla daga var manni kennt ađ setja eitthvurt annađ orđ í stađ ţess sem vafi leikur á. Enginn segir ađ spá í flugvélinni, spá í hestinum eđa álíka.

Hér áđur fyrr voru byrjendur í blađamennsku oft settir í ađ ţýđa og stađfćra skopmyndir og skopmyndasögur. Vel má vera ađ ţađ hafi veriđ rétt ráđstöfun en ţá fylgdi ađ ađrir og reyndari lásu yfir og leiđréttu enda fylgir vandi vegsemdinni.

Illa skrifađ skop er missir marks. Oftast er ţó skopiđ í Mogganum á góđu máli. 

Tillaga:  Finndu ţér góđa, sterka konu og vera ekkert of mikiđ ađ spá í útlitiđ.

5.

„Juncker sagđi á blađamannafundi í morgun ađ niđurstöđurnar vćru augljóslega til marks um málamyndun milli Breta og ESB.“ 

Frétt á visir.is.

Athugasemd: Hér hefur blađamanninum orđiđ allverulega á. Hann hefur hugsanlega ćtlađ sér ađ nota orđiđ „málamiđlun“ en ekki fundiđ ţađ í kolli sínum.

Ţađ gerist oftast hjá fólki sem hefur ekki tilfinningu fyrir málinu og býr yfir frekar rýrum orđaforđa.

TillagaJuncker sagđi á blađamannafundi í morgun ađ niđurstöđurnar vćru augljóslega til marks um málamiđlun milli Breta og ESB.

6.

„Í tilkynningu lögreglu segir ađ allmargir tónleikagestir hafi orđiđ fyrir ţjófnađinum.“ 

Frétt á visir.is.

Athugasemd: Í heiđskírum einfaldlega tungumálsins má fullyrđa ađ stoliđ hafi veriđ frá tónleikagestum. Ţannig á ađ segja frá, ekki snúa textanum í einhvers konar nafnorđatuđ.

Vel má vera ađ lögreglan eđa ađrir viđmćlendur geti ekki komiđ frá sér góđum texta en ţá verđur ađ treysta á ađ blađamenn séu vandanum vaxnir og lagfćri hann.

TillagaÍ tilkynningu lögreglu segir ađ stoliđ hafi veriđ frá allmörgum tónleikagestum.

7.

„Ţađ er eitt ađ vera í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar sem vćri afrek fyrir litlan klúbb eins og Burnley …“ 

Frétt á visir.is.

Athugasemd: Ţetta er ljótt. Mikilvćgt er ađ blađamenn skrifi rétt mál og hafi vit á ţví ađ lesa vandlega yfir ađ loknum skrifum, helst ađ fá einhvern annan til ţess. 

Dćmi um barnalegan texta er ađ byrja setningar á „Ţađ …“. Annađ er ađ skrifa „litlan klúbb“ í stađ „lítinn klúbb“. Ţriđja er ađ kunna ekki ađ nota punkt, skrifa ţess í stađ ađ langar málgreinar og flóknar. Fjórđa er ađ nota viđtengingarhátt í stađ framsöguháttar. Fleira má nefna.

TillagaEitt er ađ vera í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar sem er afrek fyrir lítinn klúbb eins og Burnley …

8.

„Íslenska karlalandsliđiđ er ađ fara ađ mćta liđi í úrslitakeppni HM í Rússlandi nćsta sumar sem komst upp međ ađ brjóta reglur í undankeppninni.“ 

Frétt á visir.is.

Athugasemd: Auđvitađ er hćgt ađ segja ađ liđiđ sé ađ fara ađ mćta öđru. Flestir myndu ţó segja ađ ţađ muni mćta öđru, keppa viđ annađ. Tvímćlalaust einfaldara og betra.

Blađamađurinn er augljóslega ekki vanur skrifum. Verra er ađ hann er ekki vanur lestri. Sá sem hefur lesiđ mikiđ frá barnćsku öđlast smám saman tilfinningu fyrir málinu og ţađ auđveldar honum starfiđ sem blađamađur. 

TillagaÍslenska landsliđiđ mun keppa viđ Nígeríumenn í úrslitakeppni HM en ţađ síđarnefnda braut reglur í undankeppninni.

9.

„Liđin sem leika á móti gestgjöfum Króata.“ 

Alengt orđalag í íţróttafréttum fjölmiđla.

Athugasemd: Gestgjafi er sá sem tekur á móti gestum. Evrópumótiđ í handbolta verđur haldiđ í Króatíu í janúar. Nokkur liđ munu leika gegn gestgjöfunum, króatíska landsliđinu. Samt mun ekkert liđ leika gegn gestgjöfum Króata. 

Ástćđan er einfaldlega sú ađ Króatar eru ekki gestir á handboltamóti sem ţeir halda sjálfir.

Í HM í Rússlandi nćsta sumar spilar ekkert liđ fótbolta gegn gestgjöfum Rússa. Ţađ er gjörsamlega ómögulegt.

Á Evrópumótinu í fótbolta sumariđ 2016 tapađi íslenska landsliđiđ ekki leik á móti „gestgjöfum Frakka“, heldur Frökkum.

Gestgjafar Frakka og annarra liđa á HM í fótbolta 2018 verđa Rússar. Ekkert liđ mun ţó leika gegn „gestgjöfum Rússa“, slíkir leikir verđa ómögulegir á HM í Rússlandi.

Vonandi skilst ţetta. Hins vegar munu íţróttafréttamenn vafalaust eftir ađ halda áfram međ ţessa rassbögu um leiki gegn gestgjöfum Króata, Rússa eđa öđrum sem hýsa stórmót í landi sínu.

TillagaLiđin sem leika á mót gestgjöfunum. Eđa, liđin sem leika á móti Króötum, gestgjöfunum.

10.

„Ţegar verkefnum var lokiđ á vettvangi, fór björgunarsveitafólkiđ akandi um alla helstu vegi í Heiđmörk og gengu úr skugga um ađ ekki vćru fleiri í vanda.“ 

Frétt á dv.is

Athugasemd: Blađamenn eiga ađ rita einfalt og skiljanlegt mál. Ţessi frétt er fljótfćrnislega skrifuđ. Blađamađurinn hafđi greinilega ekki fyrir ţví ađ lesa hana yfir. Ađ öđrum kosti hefđi hún orđiđ svipuđ ţví sem gerđ er tillaga um.

TillagaAđ verkefnum loknum ók björgunarsveitin um Heiđmörk og kannađi hvort fleiri vćru í vandrćđum.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband