Skjálftar í Skjaldbreiđ, kvika eđa spennulosun ...

171211 SkjaldbreiđHratt dregur úr skjálftavirkni í Skjalbreiđ eins og greinilega má sjá á tímalínu á vedur.is. Athygli vekur samt hversu lítil dreifing er á skjálftunum. Ţeir eru ţví sem nćst í einum hnapp, skammt neđan viđ gíginn ađ austanverđu. Ţetta sést greinilega á kortinu sem hér fylgir og er af vedur.is.

Leikmađurinn heldur ađ ţetta segi nú ákaflega lítiđ um ađstćđur annađ en ađ ţarna er jarđskorpan frekar sprungin sem getur veriđ ástćđan fyrir ţví ađ skjálftarnir hafa veriđ svona stađbundnir. Ţó sést á gögnum ađ ţeir eiga uppruna sinn frá um 11 km dýpi og upp í fjögurra km. Hmm ... dularfullt.

Ađeins níu skjálftar voru stćrri en tvö stig og ţeir eiga ţađ sammerkt ađ eiga uppruna sinn á fimm til sjö km dýpi. Er ţađ ekki skrýtiđ?

Vćri ţarna um kvikuinnskot ađ rćđa dregur leikmađurinn ţá ályktun ađ fleiri skjálftar myndu finnast og á stćrra svćđi í kringum fjalliđ. 

0J2B3868Hér eru nokkur dćmi um skjálfta sem orđiđ hafa vegna kvikuinnskota í jarđskorpunni.

Norđaustan viđ Öskju hafa veriđ viđvarandi skjálftar, sértaklega í kringum Herđubreiđ. Skjálftarnir hafa haft sömu einkenni, veriđ stađbundnir. Svo hafa ţeir dáiđ út en skömmu síđar hafa orđiđ samskonar skjálftar skammt frá.

Í Mýrdalsjökli hafa orđiđ svipađi skjálftar. Ţar hafa komiđ hrinur af og til, veriđ nokkur stađbundnir en síđan „hreyfst“ um öskjuna á sama hátt.

Í Örćfajökli byrjuđu skjálftarnir í austurhlíđum jökulsins en hafa síđan dreifst um ţađ allt, síst mćlast ţeir í öskjunni sjálfri. Miklu frekar austan hennar og norđan.

Leikmađurinn dregur ţví ţćr ályktanir af ofangreindum dćmum ađ skjálftarnir í Langjökli eigi ekki uppruna sinn í kvikuinnskoti heldur séu ţeir af völdum spennu sem hreinlega losnar á ţessum slóđum. Spennan getur hafa byrjađ vestast á Reykjanesi og fćrst síđan upp í Langjökul. Vitađ er ađ skjálftar á einum stađ á Reykjanesi, og einnig Suđurlandi og ábyggilega víđar, hafa byggt upp spennu og valdiđ skjálftum á öđrum stađ og svo koll af kolli.

Leikmađurinn viđurkennir ađ ţessi röksemdafćrsla er götótt og ekki síst fyrir ţá sök ađ í Heklu eru sárafáir skjálftar. Engu ađ síđur draga vísindamenn ţá ályktun, og hafa stuđning af mćlitćkjum sínum, ađ kvikuhreyfingar séu undir ţví og skammt kunni ađ vera í gos.

Sem sagt, ţađ sem hér hefur veriđ sagt eru stađlausir stafir ...

Myndin var tekin í gćr og sjá má ađ ţá var Skjaldbreiđ enn á sínum stađ og óbreytt ţrátt fyrir jarđskjálftanna. Eđa eins og einn glöggur lesandi fyrri pistils um Skjaldbreiđ sagđi í athugasemdum:

Verra vćri hinsvegar ef gosiđ kćmi upp í hlíđum Skjaldbreiđar en ekki í toppgígnum ţví ţá gćti hin reglulega skjaldlögun fjallsins aflagast. Ekki viljum viđ ţađ.


mbl.is Engin merki sjást um eldgos
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband