Gjörsamlega óþörf virkjun á Ófeigsfjarðarheiði nyrst á Ströndum

Virkjuninni fylgja engin störf í Árneshreppi þar sem virkjunin verður mannlaus, samgöngur við Árneshrepp munu ekki batna við framkvæmdirnar og raforkan mun ekki bæta afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum svo neinu nemur þar sem raforkan kemur inn á Mjólkárlínu sunnan við bilanasvæðin, og engin hringtenging er í sjónmáli.

Stórkostleg náttúruspjöll verða unnin í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði og milljónum lítra af olíu verður brennt við framkvæmdirnar, án þess að dragi úr olíubrennslu við framleiðslu varaafls á Vestfjörðum til frambúðar.

kort VestfÞetta segir Pétur Húni í grein sinni sem nefnist „Staðreyndir um spuna HS Orku, sjá hér.

Greinin fjallar um fyrirhugaða virkjun á þremur ám, nyrst í Árneshreppi, á algjörum eyðislóðum þar sem engir vegir eða mannabústaðir eru. Árnar eru Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará.

Ég hef komið að þeim öllum og hef dáðst að þeim, umhverfið er stórbrotið og fagurt.

Sjáanlega byggist áhuginn á að virkja árnar ekki á að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Með því að líta eitt augnablik á meðfylgjandi kort sést að Vestfirðingar fá ekkert tryggara rafmagn heldur en frá Blönduvirkjun eða Smyrlabjargarárvirkjun í Suðursveit.

Engin hringtenging rafmagns er á Vestfjörðum. Línunni frá Ófeigsfjarðarheiði yrði stungið í samband í Kollafirði. Vestfirðingar myndu eftir sem áður búa við sama öryggisleysið

Öryggi raforkuafhendingar utan Vestfjarða byggist meðal annars á hringtengingu. Rofni línan einhvers staðar verður landið ekki rafmagnslaus því orkan fer ekki eftir fyrirfram ákveðinni stefnu, hún bara streymir fram og til baka svo framarlega sem hún er framleidd.

RjúkandiPétur segir í grein sinni:

Þéttbýlið á norðanverðum Vestfjörðum er eins og botnlangi í raforkukerfi landsins. Aðeins ein lína liggur þangað frá byggðalínnunni og hún fer yfir erfiðar heiðar þar sem allra veðra er von og stærsta ógnin við raforkuöryggi á svæðinu eru útföll  þegar línur falla og far í sundur í illviðrum. Þegar línan fer í sundur á þessari leið fer rafmagn af öllu kerfinu norðan við bilunina, eins og Vestfirðingar þekkja af illri raun.

Ég sé ekki að virkjun á Ófeigsfjarðarheiði öðru en að hún eyðileggur land eða eins og Pétur segir í grein sinni:

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki mjög flókið. Virkjuninni fylgja engin störf í Árneshreppi, þar sem virkjunin verður mannlaus, samgöngur við Árneshrepp munu ekki batna við framkvæmdirnar og raforkan mun ekki bæta afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum svo neinu nemur þar sem raforkan kemur inn á Mjólkárlínu sunnan við bilanasvæðin, og engin hringtenging er í sjónmáli.

Stórkostleg náttúruspjöllll verða unnin í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði og milljónum liítra af olíu verður brennt við framkvæmdirnar, an þess að dragi úr olíbrennslu við framleiðslu varaafls á Vestfjörðum til frambúðar.

DSC_7173 CÉg er á móti henni. Það er svo einfalt. Engin rök eru fyrir henni.

Hins vegar hló ég þegar ég las athugasemd Ómars Ragnarssonar við grein Péturs. Hann segir þó í fullri alvöru:

Það virðast engin takmörk vera fyrir því sem borið er á borð fyrir Vestfirðinga og þjóðina í þessu máli eins og sést vel á ofangreindri lýsingu. Við hana má bæta því, að fjöldi kvenna í barneign er besti mælikvarðinn á stöðu byggðar. Þær eru fimm í Árneshreppi. Virkjunin skapar ekkert starf eftir byggingu hennar. Við Vatnajökulsþjóðgarð vinna 50 manns, þar af 70 prósent konur á barneignaaldri. Drangajökulsþjóðgarður yrði að vísu minni en gæfi sömu atvinnumöguleika.

Á Facebook-síðu þeirra sem leggjast gegn virkjuninni á Ófeigsfjarðarheiði má finna ótrúlega mikinn fróðleik og fjölda ljósmynda og hreyfimynda af svæðinu. Þar sést svo greinilega að þetta er hrikalegt land, ægifagurt. Forgöngumenn fyrir umfjölluninni þar eru Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson og hafa þeir unnið þarft verk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég er persónulega svo fjúkandi fúll yfir virkjanafræmkvæmdum á ströndum og algjörum skorti á umræðum um þennan hrylling í okkar vel upplýsta lýgræðissamfélagi að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér. Sem betur fer eru fleiri á varðbergi. Takk fyrir gott innlegg.

 

Guðjón E. Hreinberg, 7.10.2017 kl. 21:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það vekur furðu hve lítið fer fyrir umræðunni um þessi virkjanaáform. Hvað ætli valdi því? Þetta er stórkostlegt landssvæði og fagurt. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2017 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband