Skjálftar, spenna og spennulosun í Fagradalsfjalli

Skjálftar, v Grindavík cJarđskjálftarnir í og viđ Fagradalsfjall austan viđ Grindavík eru varla fyrirbođar eldgoss. Stađreyndin er einfaldlega sú ađ á hverju ári verđa líklega nćrri ţrjátíu ţúsund skjálftar, flestir frekar litlir. Í fyrra varđ ekkert eldgos ţó svo ađ ţeir vćru ţetta margir. Og tíđindalítiđ hefur veriđ á ţessu ári ţó jörđin hafi skolfiđ ótćpilega víđa um land.

Á međfylgjandi mynd frá Loftmyndum ehf. eru nokkur hundruđ jarđskjálftar merktir. Af forvitni skođađi ég stóru skjálftana sem urđu í gćr og í dag, ţađ er ţeir sem eru stćrri en 3 stig.

Sem leikmanni finnst mér dálítiđ forvitnilegt ađ sjá hvernig skjálftar haga sér, hvort mynstur sé sjáanlegt. Í raun er ţađ ekki svo, ađ minnsta kosti ekki í augum leikmannsins. Hins vegar greina jarđfrćđingar mynstur, ekki beinlínis hvar ţeir verđa, heldur hvernig ţeir fćrast frá einu svćđinu til annars.

Skjálftar, v GrindavíkByrjum á myndinni. Inn á hana hef ég merkt međ hvítu letri hvenćr jarđskjálftinn varđ og gula línan bendir á nćsta skjálfta.

Ţetta byrjađi allt klukkan tćplega hálf átta í gćrmorgun ađ skjálfti upp á 3 stig varđ og tćpum hálftíma síđar varđ annar jafnstór norđvestan viđ ţann fyrri. Sem sagt, ţarna skalf jörđin fram yfir hádegi. 

Um tvö leytiđ varđ einn stór skjálfti suđvestan viđ ţađ svćđi sem flestir urđu. Sá skjálfti og ţeir litlu ţýddu einfaldlega ađ skjálftahrinan var ađ fćrst til vesturs, upp á vestanvert Fagradalsfjall. Ţar stađnćmdist hrinan, hugsanlega í bili.

Á Reykjanesi eru sex eldstöđvakerfi, eitt ţeirra er kennt viđ Fagradalsfjall. Um miđjan skagann er mjótt belti og ţar eru langar sprungur sem hafa norđur-suđur stefnu. Skjálftar á verđa á ţessum sprungum og ţađ sem meira er ţeir smitast yfir í nćstu sprungur og fćrast ţannig til ţegar spenna myndast vegna ţeirra. Ţetta er svona eins og ţegar bariđ er á gler sem liggur flatt á borđi. Ţar sem hamarinn kemur niđur verđur brestur og hann losar um ţrýsting annars stađar og ţar međ koma brestir víđar í glerinu.

ReykjanesMunurinn á dćminu er hins vegar sá ađ barmar sprungna á Reykjanesi fćrast til viđ skjálfta, annar barmurinn fćrist til norđurs en hinn til suđurs.

Ţegar miklir skjálftar verđa á hryggnum getur virkjast svokölluđ „bókahillutektónik“ eins og Páll Einarsson, jarđeđlisfrćđingur, kallađi fyrirbrigđiđ. Hann líkir ţessu viđ bćru í bókahillu. Ţegar ein bókin hallast rekst hún ađ ađra og svo koll af kolli ţangađ til allar bćkurnar hafa skekkst.

Sem sagt, á Reykjanesi verđur til spenna vegna jarđskjálfta og ţađ ţýđir ađ aftur skelfur jörđ annars stađar, spennan losnar en nokkrum kílómetrum austar verđur til spenna í jörđu.

Páll hefur látiđ hafa eftir sér ađ ólíklegt sé ađ hugsanlegur stóriskjálfti á Reykjanes sé fyrirbođi eldgoss. Líkur benda ţó til ađ gos á ţessu svćđi verđi frekar lítil og standi stutt yfir og séu frekar meinlaus, veltur ţó á stađsetningu ţeirra.

Á árunum 900 til 1240 urđu mörg lítil hraungos á Reykjanesi. Síđan hefur Reykjanesskagi veriđ í eldgosafríi.

Stóriskjálfti gćti hins vegar orđiđ svipađur á stćrđ og skjálftinn 1968. Margir muna hann sem skell međ undirliggjandi drunum. Upptök hans voru í svokölluđu Hvalhnúksmisgengi en Hvalhnúkur er skammt sunnan viđ Grindaskörđ. Ţar gćti nýr skjálfti orđiđ til og jafnvel í misgenginu sem er nokkuđ norđar og kennt er viđ Hrossahrygg.

Ţađ liggur frá ţví sem nćst Geitafelli í suđaustri og norđvestur yfir Bláfjallahrygg. Ţar gćti orđiđ ógnarstór skjálfti sem myndi finnast greinilega á höfuđborgarsvćđinu. Jarđfrćđinga hafa raunar ţennan stađ sérstaklega grunađan um grćsku.

Myndir:

  • Efsta myndin sýnir hreyfingu stóru skjálftanna.
  • Miđmyndin er frá Veđurstofunni og sýnir hvar skjálftarnir eru og hvernig ţeir hafa hreyfst til vesturs.
  • Neđsta myndin er frá íslenskum orkurannsóknum og sýnir eldstöđvakerfin á Reykjanesi

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband