Flóđbylgjan, flóđbylgjan, flóđbylgjan, flóđbylgjan, flóđ...

170727 pressan, staglEinhver lét hafa ţađ eftir sér fyrir alllöngu ađ fćstir geti skrifađ lćsilegan texta nema ţví ađeins ađ kunna ađ lesa. Ţetta er dálítiđ furđulega stađhćfing. Allir vita ađ ţćr listgreinarnar lestur og skrift haldast í hendur og eru órjúfanlegar og vart getur neinn skrifađ án ţess ađ kunna ađ lesa. Mađur skyldi nú halda ţađ.

Nei, sá sem vitnađ er til sagđi ţađ bráđnauđsynlegt fyrir ţann sem skrifar ađ lesa, lesa mikiđ, lesa daglega frá barnćsku. Á ćskuárum mótast ţekking og fćrni og sá sem hefur vanrćkt lestur á ţessu mikilvćgasta tímabili ćvi sinnar mun ábyggilega eiga erfiđar međ ađ semja ritgerđ, sögur eđa einfalda frétt fyrir fjölmiđil. 

Ţetta datt mér í hug ţegar ég las „frétt“ á vefritinu Pressan í dag. Hún fjallar um flóđbylgju á Grćnlandi en er af sjáanlegum ástćđum hreinlega óbođleg.

Fjölmiđill er í grunninn ekkert annađ en ţjónustufyrirtćki, hann býđur upp á fréttir rétt eins og önnur bjóđa mér tilbúinn mat eđa eitthvađ annađ. Bera má „frétt“ Pressunar saman viđ veitingastađ sem gćtir ekki hreinlćtis viđ framreiđslu sína eđa verslun sem selur gallađa vöru.

Í „fréttinni“ finnst „blađamanninum“ sextán sinnum ástćđa til ađ endurtaka sama orđiđ. Hann virđist ekki kunna ađ skrifa sig framhjá ţví, nýta sér stílbrögđ til ađ forđast endurtekningar eđa ţá ađ honum er alveg sama. Verst er ţó ađ á ritstjórninni les enginn yfir. Mađurinn fćr ađ setja „fréttina“ á vefinn athugasemdalaust.

- Heyrđu ţjónn, í súpunni minni eru sextán flugur, glasiđ er óhreint og undir disknum eru matarleifar.

TegundastaglLíklega mun heilbrigđiseftirlitiđ taka á ţeim veitingastađ sem stendur sig svona illa. Og neytendur myndu forđast hann rétt eins og verslunina sem selur gallađa vöru. Enginn tekur á slćmu málfari fjölmiđla nema „kverúlantar“ úti í bć.

Pressan gefur út gallađ vöru, sóđaskapurinn er mikill. Í ţokkabót má gagnrýna annađ „jórtur“ eđa stagl í ţessari stuttu frétt. Sögnin ađ veita kemur fyrir fjórum sinnum, nafnorđiđ berghlaup fimm sinnum, lýsingarorđiđ einstakur ţrisvar, vísindamenn fjórum sinnum ... og ţá gafst ég upp enda orđiđ lítiđ pláss fyrir annađ í tuttugu og fimm lína frásögn.

Ţegar sama orđiđ kemur tvisvar eđa ţrisvar fyrir í stuttum texta er oft talađ um „nástöđu“ sem ţykir afar slćmt. Átt er viđ ađ orđin standi svo nálćgt hverju öđru ađ texti og stíll skađist.

Ađrir tala um stagl og svo eru ţeir til sem kalla ţetta jórtur. Ađalatriđiđ er ađ ţetta er ekki bođlegt, neytendur eiga annađ og betra skiliđ en svona bull.

Myndina má stćkka međ ţví ađ smella á hana.

Eftirskrift

Athugull lesandi benti á ađra „frétt“ á vefritinu Pressan útbíađa í stagli. Hún er eftir sama höfund og samdi ţessa um flóđbygljuna. Ţarna veltir hann sér upp úr orđinu „tegund“. Öllu má nú ofgera, sagđi sá athugli. Undir ţađ er tekiđ og vart einleikiđ hvernig höfundinum tekst ađ leika sér međ einstök orđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband