Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Hér eru gerđar nokkrar athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum. 

1.

Vafamál: „Arsenal og Liverpool međ sigra“ Fyrirsögn á mbl.is.

Athugasemd: Íţróttablađamenn skrifa og tala oft á allt annan hátt en venjulegt fólk. Margir ţeirra eru ekki góđir í skrifum ţó hafi yfirburđaţekkingu á einstökum íţróttagreinum. Fótboltaliđin í fyrirsögninni unnu leiki sína og betra ađ segja ţađ skýrt í stađ ţess ađ safna nafnorđum. Betur fer á ţví ađ segja ađ ţau hafi sigrađ eđa unniđ en ţau séu međ sigra. 

Tillaga: Arsenal og Liverpool unnu (eđa unnu leiki sína).

2.

Vafamál: „Rannsókn lokiđ - varđhalds krafist áfram“ Fyrirsögn á mbl.is.

Athugasemd: ‚Áfram‘ er atviksorđ og ţađ getur stundum veriđ aftast í setningu. Máltilfinningin segir ţó ađ hér sé ţetta ekki eins og ţađ eigi ađ vera.

Tillaga: Rannsókn lokiđ og og krafist er framhald á varđhaldi eđa ađ mađurinn verđi áfram í varđhaldi.

3.

Vafamál: „Sveinn seg­ir ađ lög­regl­an hafi í kvöld tekiđ skýrsl­ur af vitn­um og öđrum sem geti ţekkt til bíls­ins og ađ unniđ sé í „botngír“. Úr frétt á mbl.is.

Athugasemd: Eitthvađ er ekki rétt hérna. Hćgt er ađ aka í botni og er ţađ venjulegast átt viđ ađ bensíngjöfin sé stađin í gólf bílsins, botninum. Óljóst er hins vegar hvađa gír sé „botngír“, ţađ fer án ef eftir hrađanum. Illt er ef ökumađur ruglar saman bensíngjöf og gírstöng, verra er ef blađamađur kann á hvorugu skil.

Tillaga: … og ađ unniđ sé ađ málinu af krafti.

4.

Vafamál: „„Blómstrandi óskapnađur­inn“ er Íslands­vin­ur.“ Fyrirsögn á mbl.is.

Athugasemd: Blađamađur vefsins skrifar hér um regnkápu Margrétar Danadrottningar. Hún er talinn vera „Íslandsvinur“. Án ţess ađ fullyrđa ţađ er varla hćgt ađ telja dauđa hluti til vina nema auđvitađ ađ ţeir hafi hugsun, vit og skilning eins og til dćmis hundur.

Tillaga: „Blómstrandi óskapnađur­inn“ ţekkist úr Íslandsferđ. Eđa Drottningin hafđi veriđ í „óskapnađinum“ í Íslandsferđ.

5.

Vafamál: „Versl­un­in Zara í Smáralind lok­ar tíma­bundiđ um mánađamót­in vegna end­ur­nýj­un­ar á versl­un­ar­rým­inu.“ Frétt á mbl.is.

Athugasemd: Algeng villa hjá blađa- og fréttamönnum og hefur dreifst víđa sem bendir til ađ fjölmiđlar hafi meiri áhrif en margir trúa. Verslun getur ekki ađhafst eitt eđa neitt. Einhver opnar eđa lokar henni jafnvel ţó dyrnar sé sjálfvirkar. Verslunin Zara lokar engu og opnar heldur ekki neitt. Hún Sara frćnka mín gćti hćglega opnađ eđa lokađ verslunum, jafnvel fyrir fullt og allt.

Tillaga: Versluninni Zöru/Zara í Smálind verđur lokađ tímabundiđ …

6.

Vafamál: „Transfólki verđur ekki leyft ađ sinna nokkrum störfum innan Bandaríkjahers.“ Frétt á Bylgjunni 26. júlí 2017, kl.16.

Athugasemd: Ć algengar er ađ óákveđna fornafniđ 'nokkrir' sé notađ í stađ ‚enginn’ sem líka er óákveđiđ fornafn. Ekki er vit í ţví ađ einhver breyti tungumálinu einhliđa, ţví ţá verđur til margvíslegur vandi fyrir okkur hin. Setningunni hér ađ ofan má skilja svo ađ transfólk fái ekki ađ gegna flestum störfum innan hersins, ađeins fáeinum, nokkrum. Ţeir sem til ţekkja vita ţó ađ veriđ er ađ banna transfólki alfariđ ađ starfa innan hersins, engar undantekningar. Ofangreind tilvitnun er síđur en svo skýr en ţyrfti ađ vera ţađ.

Tillaga: Transfólki verđur ekki leyft ađ sinna neinum störfum innan Bandaríkjahers. Betra vćri ţó: Transfólk fćr ekki ađ starfa innan Bandaríkjahers.

7.

Vafamál: „Ţetta kostar einhverjar milljónir.“ Heyrist oft í talmáli og sést ć oftar í ritmáli.

Athugasemd: ‚Einhverer óákveđiđ fornafn. Betur fer á ţví ađ nota nokkur eđa fáeinir. Ţegar sagt er ađ ,einhverjir borgi’ er ţađ rétt mál enda ekki vitađ hverjir borga. Sama á viđ ţađ sem er magn eđa fjöldi. ‚Einhverjir steinar eru í skriđunni‘ getur varla talist markviss lýsing, betra er ađ segja ađ margir steinar séu í henni eđa hún sé stórgrýtt. Eitthvađ af fólki kom í búđina, segja sumir, og eiga ábyggileg viđ ađ frekar fáir hafi komiđ í búđina. Ţetta er einfaldlega ekki skýrt orđalag. Hvađ er á móti ţví ađ segja ađ fáir eđa tiltölulega fáir hafi komiđ í búđina eđa eitthvađ álíka? 

Tillaga: Ţetta kostar nokkrar milljónir, fáeinar milljónir eđa margar milljónir.

8.

Vafamál: „Bćjarstjórn Sandgerđis hefur samţykkt tillögur um ađ kaupa inn fjögur bráđabirgđahúsnćđi fyrir fólk sem ţarf á ađstođ félagsţjónustunnar ađ halda og er á biđlistum eftir íbúđ.“ Frétt á visir.is.

Athugasemd: Keypti bćjarstjórnin húsnćđi til ađ nota til bráđabirgđa eđa keypti hún bráđabirgđahúsnćđi? Hiđ fyrra skýrir sig sjálft. Hiđ síđara má skilja ţannig ađ eftir einhvern tiltekinn tíma hćtti íbúđin allt í einu ađ vera bráđabirgđahúsnćđi og verđi til dćmis ađ verslunarhúsnćđi eđa geymslum. Eđa á fólk ađ vera í íbúđunum í skamman tíma ţangađ til ţađ getur fengiđ íbúđ til framtíđar? Svo er ekki rétt ađ íbúđir séu „keyptar inn“, eins og veriđ sé ađ kaupa inn mat eđa eitthvađ á lager eđa í búriđ. Íbúđir eru bara keyptar. Og af hverju er húsnćđi ekki einfaldlega kallađ íbúđ? Er fínna ađ segja húsnćđi rétt eins og sumir segja manneskjur og eiga viđ fólk, menn, karla eđa konur.

Tillaga: Bćjarstjórn Sandgerđis hefur samţykkt tillögur um ađ kaupa fjórar íbúđir sem notađar verđi til fyrir fólk sem er á götunni (eđa eitthvađ álíka) …

9.

Vafamál: „Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiđilestur yfir blađamanni New Yorker um ađalráđgjafa Donalds Trump forseta og sagđi starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verđa rekinn í mögnuđu símtali sem greint var frá í gćr.“ Frétt á visir.is.

Athugasemd: Frekar illskiljanleg málsgrein og alltof löng. Ef lesandinn ţarf ađ marglesa málsgreinina til ađ skilja er hún illa samin. Verđur mađurinn rekinn í „mögnuđu símtali“? Hvađ er annars „magnađ símtal“? Af hverju er 'Hvíta húsiđ' nefnt tvisvar? Dálítiđ ofrausn en kallast tuđ, jórtur eđa nástađa. Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, býđur upp á stórmerkileg námskeiđ um textaskrif á vef sínum jonas.is. Ţar segir hann međal annars. „Strikađu út óţörf orđ, helmingađu textann.“ „Settu punkt sem oftast, styttu setningar og málsgreinar.“ Sá sem skrifađi ofangreinda maraţonmálsgrein ćtti ađ fara í nám hjá Jónasi.

Tillaga: Myndi ráđleggja „blađamanni“ ađ lesa „fréttina“ vandlega yfir og endurskrifa hana ađ öllu leyti eftir ađ hafa fariđ á namskeiđ hjá Jónasi. 

10.

Vafamál: „Aukin hćtta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarđskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa ţegar lokađ áningarstađ viđ Múlakvísl og takmarkađ umferđ á leiđinni um gamla Mýrdalssand.“ Frétt á visir.is.

Athugasemd: Hvar skyldi gamli Mýrdalssandur vera eđa sá nýi. Líklega hefur blađamađurinn veriđ ađ flýta séá viđ gamla ţjóđveginn yfir Mýrdalssand. Fljótfćrnisvillur verđa iđulega til og ţess vegna verđur einhver ađ sinna yfirlestri. Ţess í stađ fá byrjendur og lengra komnir ađ valsa um og setja hvađ eina á fréttavefi. Auđvitađ er svona bull ókurteisi viđ lesendur. Landafrćđiţekkingu fjölmargra ţeirra sem kalla sig blađamenn er líka verulega áfátt.

Tillaga: … takmarka umferđ um gamla ţjóđveginn yfir Mýrdalssand.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband