Nær algjört jarðskjálftahlé ...

Frá því á miðnætti og fram til klukkan þrettán í dag, föstudag, hafa orðið fimm jarðskjálftar á landinu. Fimm, 5, allir litlir, sá stærsti 1,1 stig.

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands hefur enginn skjálfti mælst til klukkan hálf fimm í dag, þegar þessar línur eru slegnar inn. Í gær mældust fimmtíu og fimm skjálftar, tífalt fleiri

Sem sagt tíðindalaust í jarðskjálftum. Ef til mætti orða þetta á annan hátt: Þau tíðindi hafa orðið að nær augnvir jarðskjálftar skekja landið.

Um leið og ég skrifa þetta velti ég því fyrir mér hvort skjálftar geti stafað af utanaðkomandi aðstæðum. Nefni lægðagang yfir landinu, tunglstöðu, frost eða jafnvel af siðferðilegum breyskleika þjóðarinnar ... Ég veit ekki til að verið sé að rannsaka ástæðu fárra jarðskjálfta en get mér til um að margar kenningar kunni að vera á lofti.

Hitt er pottþétt að kyrrstaða á þessu sviði er algjörlega gegn eðli landsins. Fyrr eða síðar verður innibyrgð spenna til þess að einhver skjálfti leysist úr læðingi og hann veldur öðrum og svo koll af kolli þangað til stórskjálfti verður eða eldgos hefst.

Datt nú inn sá sjötti ... Sér einhver gosmökk?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband