Fölsk frétt um Bjarna Benediktsson

Sé það meining Bjarna að geðlyf séu gerviþörf og tilgangslaus, rétt eins og að reyna að vökva líflaust blóm, biðlum við til forsætisráðherra að kynna sér málið til hlýtar og draga þessi ummæli til baka.

Þessi ummæli er að finna á vefritinu pressan.is og eru þar sögð frá „Samtökunum Geðsjúk“. Sá Bjarni sem um er rætt er Benediktsson og er forsætisráðherra Íslands.

Bjarni mun hafa verið boðið í heimsókn í stjórnmálafræðitíma í Verzlunarskóla Íslands. Þar ræddi hann við nemendur og var fullyrt að hann hefði sagt að „geðlyf virki ekki eða haf líkt lyfjagjöf við að vökva dáið blóm“ eins og segir á pressan.is.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, neitaði að hafa sagt þetta.

Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.

Katrín Guðjónsdóttir, nemandi í VÍ, brá skjótt við og sagði í athugasemdum með fréttinni:

Ég var í þessum tíma, get staðfest það að hann sagði þetta ekki. Hann teiknaði mynd af 2 blómum, annað þeirra var upprétt en hitt var hnignandi og þurfti að vökva. Hann teiknaði rætur undir bæði blómin og benti svo á rætur þess hnignandi og meinti með því að það þyrfti að finna rót vandans. Þriðjungur landsins fæðist ekki með geðræn vandamál heldur mótast það líka af samfélaginu og þarf því að ráðast á rót vandans frekar en að láta alla á geðlyf. Hann sagði aldrei að geðlyf virkuðu ekki. Þau ummæli komu frá einum nemanda sem misskildi myndlíkinguna en ekki öllum bekknum.

Isabel Guðrún Gomez undir það sem Katrín sagði:

Var líka í tímanum og get staðfest þetta líka, myndbandið er líka tekið algjörlega úr samhengi þar sem að við ræddum þetta mikið lengur en nokkrar sekúndur.

Þetta er skýrt dæmi um falska frétt sem dreift er á netinu til þess eins að koma höggi á Bjarna. Eða eins og orðtakið hermir: Bera er að sveifla röngu tré en öngvu.

Og fyrr en varir er falska fréttin komin út um allt og ekki síst með stuðningi þeirra sem stunda þá iðju sem Gróa á Leiti sérhæfði sig í samkvæmt sögunni.

Óðinn Þórisson, sagði með fréttinni:

Þetta er hluti af þeirri ósanngjörnu umræðu sem Bjarni Ben. fær á sig.

Um leið grípur óvandað fólk og reynir að halda áfram sögunni án þess þó að vita hætishót um sannleiksgildi hennar, sagan ætti bara að vera sönn. Líklega er það ástæðan fyrir því að Ásthildur Cecil Thordardottir segir með fréttinni:

Þú vilt sem sagt meina að hann hafi ekki sagt þetta? Hvaðan hefur þú það?

Og skítadreifingin heldur áfram.

Hvorki Áshildur né „Samtökin Geðsjúk“ hafa beðist afsökunar á frumhlaupi sínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband