Samfélagsleg ađkoma er skrautyrđi fyrir einokun

Ef samfélagsleg ađkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaađila:

a) betra utanumhald og minni ágang markađsafla,
b) er betri fyrir ríkissjóđ og ţar af leiđandi okkur sem skattgreiđendur,
c) fćrir okkur hagstćđara verđlag (hátt útsöluverđ stjórnast af álagningu),
d) tryggir meira úrval,
e) dregur úr ađstöđumun ţéttbýlis og dreifbýlis;

ef ţetta er svo, er ţá ekki sjálfsagt ađ halda í ţađ fyrirkomulag sem viđ búum viđ?
Í ţessum röksemdum sameinast ţeir sem vilja takmarka ađgengi af lýđheilsuástćđum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstćtt verđlag og hagsmuni sína sem skattgreiđendur.

Allt eru ţetta efnislegar röksemdir gegn stađhćfingum ţeirra sem segja ţađ vera rangt ađ ríkiđ hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af ţeirri einföldu ástćđu ađ ţađ sé rangt! Međ öđrum orđum: Af ţví bara. Ég held ađ varla sé hćgt ađ komast ađ annarri niđurstöđu en ţeirri ađ hugmyndafrćđi sé ţarna orđin stjórnmálamönnum fjötur um fót.

Ţetta segir Ögmundur Jónasson, fyrrum alţingismađur og ráđherra, á heimsíđu sinni. Gamli sósíalistinn hefur engu gleymt, reynir enn ađ villa um fyrir fólki.

Ríkisrekstur heitir á máli hans „samfélagsleg ađkoma“. Sé svo má fullyrđa ađ „samfélagsleg ađkoma“ sé ástćđan fyrir einokun Mjólkursamsölunnar. Á hreinni og tćrri íslensku er „samfélagsleg ađkoma“ skrautyrđi fyrir einokun.

Setjum sem svo ađ einkaađilar eigi allar ţćr áfengisbúđir sem ÁTVR rekur í dag, ekki fćrri, ekki fleiri, og auglýsingar á áfengi vćru bannađar, rétt eins og ţćr eru í raunveruleikanum.

  1. Engin rök eru fyrir ţví ađ áfengisneysla vćri meiri eđa minni ef verslanirnar vćru í einkaeigu.
  2. Myndi verđlag áfengis hćkka? Nei, varla í samkeppni viđ ađrar áfengisverslanir. Nú, ef ţađ hćkkađi myndi ţá ekki draga úr neyslu?
  3. Er hćgt ađ halda ţví fram ađ starfsfólk Vínbúđa ÁTVR séu međ sérţekkingu í áfengisforvörnum umfram ţađ fólk sem myndi starfa í áfengisverslunum í einkaeigu?
  4. Er rekstur ÁTVR á einhvern hátt „samfélagslegur“ eđa ber hann einkenni kapítalísks rekstrar? 
  5. Hverjir eru birgjar ÁTVR? Jú, ţeir sömu og myndu skaffa áfengisverslunum í einkarekstri vörur til endursölu! Sama fyrirkomulag er í flest allri smásöluverslun hér á landi. Ekkert samfélagslegt viđ ţađ ađ innflytjendur selji til smásala eđa kannski er ţađ greinilegasta dćmiđ um samfélagslegt eđli viđskipta.

Sé ţetta rétt er ekki nokkur ástćđa til ađ halda ţví fram ađ einhverjar „samfélagslegar“ ástćđur séu ađ baki ÁTVR. Einungis gamaldags bannárátta sem rekja má aftur til bannáranna, banns viđ neyslu bjórs ... Gjörsamlega úrelt fyrirkomulag. Seljum ţessar verslanir, látum ríkiđ hćtta í smásölu.

Lýđheilsuástćđur koma málinu ekkert viđ. Heilsa almennings verđur hvorki betri né verri viđ ţađ ađ ÁTVR sé lögđ niđur og verslanir ţeirra seldar. Ekkert yfirnáttúrulegt fylgir starfsemi ÁTVR, bara ágćtt starfsfólk sem myndi sinna sínum störfum á sama hátt í áfengisverslunum í eigu einkaađila, jafnvel ţeirra sjálfra.

Rök Ögmundar Jónassonar eru út í hött, standast ekki skođun og byggjast á gamaldags kenningum um ađ ríkiđ eigi ađ vasast í sem flestu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Ágćtis upptalning en ţú gleymir einum rökum, ţau virđast víst verđa ofaná ţessi misserin og ganga undir nafninu tilfinningaleg rök. Tilfinningaleg rök voru áđur; mér finnst eitthvađ, ég hef á tilfinningunni ađ eitthvađ muni gerast osfrv.

Ţetta var ávallt afgreitt sem ţín tilfinning, hefur ţú eitthvađ til ađ styđja mál ţitt? Einhver sem getur stutt mál ţitt? Og annađ eftir ţví. Ef ekki, ţá var blásiđ á kertiđ... og ljósiđ slökkt.

Nú heitir ţetta tilfinningaleg rök og ţá er ekki hćgt ađ fara fram á neitt, frá málshefjanda.

Ţetta heitir víst ađ vera í bullinu Sigurđur og ég er alveg ađ skilja ţau rök sem ţú leggur fram. Ekki eins og ríkiđ sé opiđ frá 1500 til 1800, eins og í denn og bannađ ađ selja áfengi, hvađ var ţađ, 12 til 15 og síđan frá 18. Man ţetta ekki alveg en ríkiđ hefur veriđ ađ rýmka ţessar reglur og ţví rakalaust ađ afnema ekki einokunina.

Sindri Karl Sigurđsson, 24.3.2017 kl. 18:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband