Hvađ gerđi Jón Ţór Ólafsson, ţingmađur, viđ launahćkkunina?

Hvađ gerđirđu viđ peningana sem frúin í Hamborg gaf ţér? Ţú mátt ekki segja já eđa nei og ekki hvítt eđa svart ...

Ţannig byrjar skemmtilegur orđaleikur sem lifađ hefur lengi međ ţjóđinni en hann byggist á ţví ađ sá sem svarar sé klókur, fljótur ađ hugsa og forđist ţá pytti sem geta orđiđ honum ađ falli.

Jón Ţór Ólafsson, ţingmađur Pírata, birti grein ţann 8. nóvember 2016 í Fréttablađinu og opinberađi ţar gagnrýni sína vegna ákvörđunar kjararáđs um verulega hćkkun launa forseta Íslands, ţingmanna og fjölmargra embćttismanna. 

Hótunin

Mikil ţykkja var í Jóni Ţór út af hćkkuninni og hann virtist hóta ađ kćra ákvörđun kjararáđs. Svo virđist sem hann hóti eftirtöldum:

1. Forsetanum nema hann setji bráđabirgđalög gegn ákvörđun Kjararáđs
2. Kjararáđi, nema ţađ hćtti viđ allt saman
3. Formönnum ţingflokka, nema ţeir lofi ţví ađ ţeir láti Kjararáđ hćtta viđ allt saman

Nú er liđinn tveir og hálfur mánuđur frá ţví ađ laun forsetans, ţingmanna og embćttismanna hćkkuđu. Enn bólar ekkert á kćru Jóns Ţórs, ţingmanns. Ţar ađ auki hefur enginn virt hótun ţingmannsins viđlits, ekki forsetinn, ekki kjararáđ og ekki formenn ţingflokka, ţar međ talinn formađur ţingflokks Pírata. 

Ólíkt hafast menn ađ

Forseti Íslands lýsti í nóvember yfir óánćgju sinni međ launahćkkun kjararáđs, sagđist ekki hafa beđiđ um hana og myndi ekki ţiggja. Ţess í stađ hefur hann gefiđ tćplega ţrjú hundruđ ţúsund krónur á mánuđi til góđgerđastofnanna. 

Fordćmi forsetans bendir til mikilla mannkosta og ađ hann sé traustur og trúverđugur, standi viđ orđ sín. Betra vćri ef fleiri óánćgđir ţiggjendur launahćkkunar kjararáđs fetuđu í fótspor hans. Allir virđast gleypa viđ laununum ţrátt fyrir stór orđ.

Hvađ varđ um launahćkkunina?

Ekki er nema eđlilegt ađ kjósendur velti fyrir sé hvađ Jón Ţór Ólafsson, ţingmađur Pírata, og hafi gert viđ ţá ríflegu hćkkun launa sem hann fékk sem ţingmađur:

1. Afţakkađi hann hana?

2. Lagđi hann hćkkunina inn á bankabók til ađ geta skilađ síđar?

3. Fór hann ađ fordćmi forseta Íslands og gaf hćkkunina til góđgerđarmála?

4. Hirti hann launahćkkunina ţegjandi og óhljóđalaust?

Miđađ viđ ţađ sem Jón Ţór ţingmađur sagđi í áđurnefndri grein sinni getur varla veriđ ađ hann hafi einfaldlega hirt launahćkkunina og notađ hana í eigin ţágu. Ţví trúir auđvitađ enginn enda vćri sá ćriđ mikill ómerkingur sem er harđur gagnrýnandi en endar međ ţví ađ éta allt ofan í sig ... bókstaflega.

338.254 króna launahćkkun á mánuđi

Ef ţessir ţrír ađilar bregđast allir ţá mun ég kćra ákvörđun Kjararáđs til dómstóla og hef nú ţegar fengiđ til ţess lögfrćđing.

Ţetta segir Jón Ţór Ólafsson, ţingmađur Pírata, í ofangreindri grein. Núna er eiginlega kominn tími til ađ hann leysi frá skjóđunni enda meira en ţrír mánuđur frá ţví ađ hann skrifađi ţessi orđ. Á ţeim tíma og til loka ţessa mánađar hefur hann fengiđ samtals rúma eina milljón króna aukreitis í laun, ţökk sé kjararáđi.

Starf ţingmanns er enginn orđaleikur eđa innantómt tal. Ábyrgđ ţingmanna er mikil og ţeir eru dćmdir af orđum og gerđum.

Jón Ţór Ólafsson var stóryrtur í greininni og ţví má spyrja: Hvađ gerđi hann viđ launahćkkunina? Hvađa lögfrćđing hefur hann ráđiđ til ađ hnekkja ákvörđun kjararáđs? Hverja hefur hann kćrt og fyrir hvađa stjórnvaldi?

Ţessi grein birtist í Morgunblađinu 28. febrúar 2017.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband