Pólitíska ađförin fyrir landsdómi og hálfsannleikurinn

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar misnotađi landsdóm til ađ koma höggi á pólitíska andstćđinga. Ţađ mistókst algjörlega og hafđi ţćr afleiđingar ađ Samfylkingin og Vinstri grćnir fengu herfilega ráđningu í ţingkosningunum 2013. Samfylkingin hefur ekki boriđ sitt barr síđan og mun eflaust leggjast af. Vinstri grćn eru markađslega sinnađur flokkur og skipti um formann. Steingrímur ţótti ekki kosningavćnn en ţađ er núverandi formađur sem ţó hafđi engan fyrirvara á pólitískri misnotkun á landsdómi.

Forvitnilegt er ađ skođa fréttaflutning af málarekstrinum fyrir landsdómi. Ţar var Steingrímur J. Sigfússon kallađur til vitnis. Fáir hafa lent í öđru eins hrakviđri eins og hann varđ fyrir  í vitnaleiđslum fyrir dóminum.

Hér er hluti af pistli sem ég skrifađi um máliđ 14. mars 2012:

Sjaldnast hefur einn mađur runni jafn illilega á rassinn í vitnaleiđslum og ţessi Steingrímur J. Sigfússon, ráđherra ótal ráđuneyta. Vitnisburđur hans fyrir Landsdómi í gćr var pólitískur og var ćtlađ ađ koma höggi fá Geir en honum mistókst ţađ gjörsamlega. Í Mogganum í morgun [14. mars 2012] er frétt um framgöngu hans. Hún er grátbrosleg eins og alltaf ţegar pólitísk atlaga snýst í höndum gerandans og hann stórskađar sjálfan sig. Í fréttinni er eftirfarandi:

Og ţađ var skrautlegt er Andri Árnason, verjandi Geirs, spurđi út í orđ Steingríms um „samning“ sem gerđur hefđi veriđ samhliđa gjaldmiđlaskiptasamningnum og „stungiđ ofan í skúffu“, eins og Steingrímur lýsti ţví. Ţegar Andri spurđi Steingrím hvar orđiđ samningur hefđi komiđ fyrir á skjalinu svarađi Steingrímur: „Formiđ á ţessu er samningur ... samkomulag ... yfirlýsing.“ 

Ráđherrann er gerđur afturreka međ orđ sín, kemst ađ ţví ađ ekki er gleypt viđ öllu sem hann segir. Ţess er krafist ađ hann sé nákvćmur í máli sínu, nokkuđ sem hann hefur hins vegar aldrei vaniđ sig á. Og áfram var mađurinn krafinn sagna:

Samtaliđ hélt áfram og Andri spurđi hvar Steingrímur hefđi heyrt ađ yfirlýsingunni hefđi veriđ „stungiđ ofan í skúffu“. [...] „Ţađ eru mín orđ,“ svarađi Steingrímur. „Ţađ endurspeglar ţá tilfinningu sem ég fékk. Líklega á fundi mínum međ Stefan Ingves [sćnska seđlabankastjóranum].“ 

Sem sagt engu var stungiđ ofan í skúffu, allra síst samningi, og ţví ekkert ađ marka ţessi orđ Steingríms. Svona pólitískt orđahnođ og skrök verđur ekki Geir til sakfellingar.

Andri spurđi ţá hvort ítarleg svör Seđlabanka Íslands 8. júlí og 16. september áriđ 2008 hefđu ekki ţótt fullnćgjandi.

„Annađhvort ţađ eđa ţeir voru ósáttir viđ ađ ekki vćru meiri efndir,“ svarađi Steingrímur.

Var talađ um efndir?“ spurđi Andri og lét fćra Steingrími yfirlýsingu stjórnvalda og spurđi hvađ af atriđunum hefđi ekki veriđ efnt. Steingrímur las stuttlega og svarađi:

„Eins og ég segi, ţađ var ekki fariđ út í ţetta ţannig. Ekki fariđ út í svör. Ţetta bar almennt á góma og ţađ var lýst óánćgju.“

Bara svona, ekki svör, bar bara almennt á góma, líklega í samrćđum viđ leigubílstjórann á leiđinni til baka á hóteliđ.

Ţvílíkt bull ... Aftur skrökvar Steingrímur og svo reynir hann ađ kjafta sig út úr horninu sem hann hafđi málađ sig út í. Ekki verđur ţetta til sakfellingar Geirs. En ţetta var ekki nóg ţví hinn skilmerki blađamađur sem skrifar fréttina, Pétur Blöndal, lćtur eftirfarandi fylgja međ ofangreindum orđum ráđherrans:

Skömmu áđur hafđi Árni Mathiesen sagt fyrir Landsdómi ađ eitt atriđi yfirlýsingarinnar hefđi snúiđ ađ starfsemi Íbúđalánasjóđs og ţess vegna heyrt undir Jóhönnu Sigurđardóttur sem ţá var félagsmálaráđherra. „Ţađ var kannski ţađ atriđi af ţeim sem ţarna voru sem ekki gekk eftir,“ sagđi Árni.

Steingrímur lét vera ađ minnast á ţađ.

Auđvitađ er ţađ ţannig međ Steingrím, ţann vana stjórnmálamann, ađ hann reynir ađ komast hjá ţví ađ skrökva. Hálfsannleikurinn nćgir honum til ađ koma bođskap sínum á framfćri.

Međ hálfsannleikann ađ vopni var stokkiđ til og efnt til pólitískra réttarhalda yfir Geir H. Haarde.

Nú hefur hins vegar komiđ í ljós ađ ađalhvatamađurinn ađ ţessum málaferlum hefur ekkert markvert ađ segja, getur ekki veitt neinar upplýsingar sem geta sakfellt Geir af ţeirri ástćđu einni ađ sökin er ekki fyrir hendi. Fengi hann hins vegar sama „málfrelsi“ og á ţingi yrđu honum ekki skotaskuld úr ţví ađ bera vitni um ađ Jón Bjarnason bćri ábyrgđ á hruninu.

Ţetta breytir ţó ţví ekki ađ Steingrímur heldur ţví statt og stöđugt fram ađ hann hafi varađ viđ hruninu. Hvađ hann á viđ veit enginn. Ađ minnsta kosti mćtti hann ekki á fund hjá ríkisstjórninni og „fór hamförum“ eins sagt er um Davíđ Oddsson.

Ekki heldur stóđ hann upp á Alţingi og messađi yfir ţingheimi. Í hvert skipti hefđi hann ţó átt ađ brjóta rćđupúltiđ. Ţađ hefđi veriđ hiđ eina rétta miđađ viđ bođskap um fyrirsjáanlegt efnahagshrun haustiđ 2008. En nei, nei. Steingrímur bjó ekkert yfir neinni spádómsgáfu, hann var jafngrandalaus eins og viđ hin ... og ţagđi um ţessi mál.


mbl.is Vill leggja landsdóm af
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband