Er Katrín Jakobsdóttir farsæll stjórnmálamaður?

Er Katrín Jakobsdóttir farsæll stjórnmálamaður? Össur Skarphéðinsson, margfyrrverandi (ráðherra, þingmaður ...) heldur því fram. 

Þó mér sé það hulin ráðgáta í hverju farsæld Katrínar felist þá veit ég það eitt að hún felst ekki í eftirfarandi:

  1. Setu hennar í ríkisstjórn vinstri flokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna
  2. Úrslitum kosninganna 2013 þar sem Vinstri grænir fengu 10,9% atkvæða og sjö þingmenn, fengu árið 2009 21,7% atkvæða og 19 þingmenn.
  3. Hrossakaup hennar, hún og félagar hennar samþykktu að sækja um aðild að ESB og fá greitt fyrir með ráðherrasætum
  4. Meðferð hennar og samþingmanna á Icesave samningunum
  5. Landsdómsákæran gegn Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra

Fleira má telja upp en fátt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir sé farsæll stjórnmálamaður. Flest hefur snúist gegn henni og þeim flokki sem hún leiðir nú. Jafnvel þjóðin hefur ekki verið par hrifin af afstöðu hennar, ekki einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar, heldur fjórum sinnum í það minnsta.

 


mbl.is Katrín verði ráðherra innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hjá vinstra-samfó lidinu, telst thad ad vera farsaell thegar menn klúdra bara endalaust og gera jafnvel ekki neitt.

Thad er ekki haegt ad finna neitt sem bendir á ad hún sé farsael frekar ákkurat ofugt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.11.2016 kl. 16:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála þér Sigurður að ferilskrá Katrínar er ekki glæsileg sé tekið tillit til hagsmuna Íslendinga, enda löngum verið á fjarstýringu.

Svo er og með feril Össurar, en þó að hann hafi stýrt sínum eigin rassi sjálfur, þá er ekki að marka orð af því sem hann segir.  

Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2016 kl. 23:57

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sammála Síðustu ræðumönnum, við skulum vona að Össur sé búinn að stimpla sig út endanlega og fleira af því taginu hefði vel mátt fylgja með.

Hrossabrestur, 26.11.2016 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband