Nei, Sjálfstćđisflokkurinn fer ekki í ríkisstjórn međ VG

Nú tćpa nokkrir sérsinna Sjálfstćđismenn á ţví ađ flokkurinn og Vinstri grćnir ţurfi ađ mynda stjórn saman. Ađ mínu viti, sem ađ vísu er ekki til skiptanna, tel ég ađ ţađ sé hiđ mesta óráđ. 

Alltof mikiđ ber á milli ţessara tveggja flokka í grundvallaratriđum til ađ ţeir geti unniđ saman ţar ađ auki er fćstum ţeirra treystandi fyrir stjórn landsins. Vinstri grćnir munu leggjast í áróđur fyrir auknum ríkisútgjöldum og ţá verđur erfitt fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ gćta ađhalds.

Ţar fyrir utan er stađan í ţjóđarbúinu góđ. Ugglaust hefđi veriđ meiri ţörf á ađ ţessir tveir flokkar hefđu myndađ ríkisstjórn eftir hruniđ eđa tekiđ saman ţátt í ţjóđstjórn. Ţađ var ekki gert af ástćđum sem allir vita.

Elliđi Vignisson, bćjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir á vefsíđu sinni:

Stađreyndin er sú ađ viđ sem ţjóđ stöndum núna frammi fyrir sögulegum tćkifćrum til ađ leiđa í jörđ deilur og illindi sem klofiđ hafa ţjóđina og valdiđ miklum skađa. Viđ getum skapađ ríkisstjórn sem hefur nćgilega breiđa skírskotun til ađ leiđa til lykta deilu um Evrópusambandiđ, uppbyggingu velferđarkerfisins, virkjanir, gjaldtöku á ferđamálastöđum og fl. Sterk stjórn getur skapađ sátt um sjávarútvegsmál, landbúnađarmál, byggđamál og svo margt annađ. Auđvitađ ţurfa ţá báđir ađilar ađ gefa eftir, en ţannig gerast góđir hlutir.

Ég óska ţess ađ jólasveinninn gefi mér tölvu og prentara í jólagjöf. Ekki verđa allar óskir uppfylltar og sumar eru beinlínis skađlegar.

KatrínRíkisstjórnarsamstarf viđ Vinstri grćna mun aldrei bćta ţann skađa sem sá flokkur og forverar hans hafa valdiđ landi og ţjóđ og ţađ verđur seint fyrirgefiđ. Eigum viđ ađ telja upp nokkur atriđi:

  1. Landsdómsmáliđ gegn Geir H. Haarde fyrrum forsćtisráđherra kostađi ríkissjóđ 187 milljónir króna.
  2. Lygaflaumur og rógur VG um Davíđ Oddson, fyrrum forsćtisráđherra
  3. Icesave I
  4. Icesave II
  5. Icesave III
  6. Móti ţjóđaratkvćđagreiđslu um ađild ađ ESB áriđ 2009
  7. Samţykkti ađildarumsókn ađ ESB áriđ 2009
  8. Kostnađur vegna ESB umsóknarinnar er talin hafa veriđ 3 milljarđar króna
  9. Árnapálslögin (nr. 151/2010) til varnar fjármagnseigendum og gegn skuldurum
  10. Lagđist ekki gegn loftárásum NATO á Líbýu
  11. Samţykkti leyfi til olíuvinnslu á Drekasvćđinu
  12. Veitti stóriđju á Bakka viđ Húsavík undanţágu frá skattalögum
  13. Veitti ríkisábyrgđ á Vađlaheiđagöngum
  14. Hefndardómsmál í Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsćtisráđherra
  15. Hleypti Alţjóđagjaldeyrissjóđnum inn á gafl í stjórnarráđi Íslands
  16. Skattahćkkanir á almenning í kjölfar hrunsins
  17. Gerđi ekkert vegna skuldastöđu heimilanna í kjölfar hrunsins
  18. Ófrćgingarherferđin gegn Ríkisendurskođun vegna kaupa á bókhaldskerfi fyrir ríkiđ
  19. Íslandsbanki gefinn kröfuhöfum
  20. Arionbanki gefinn kröfuhöfum
  21. Norđmađur ráđinn í embćtti Seđlabankastjóra
  22. Sparisjóđur Keflavíkur, fall hans og endurreisn kostađi almenning 25 milljarđa krónur.

SteingrímurÁn efa má finna fleiri ávirđingar á Vinstri grćna, hef birt ţennan lista áđur og ţessi atriđi eru víti til varnađar.

Viđ Sjálfstćđismenn ţurfum ađ muna ađ Vinstri grćnir eru aungvir vinir ţrátt fyrir brosmilda ásjónu núverandi formanns. Ađ baki stendur liđiđ međ hamra og sigđar, tilbúnir til ađ láta til skarar skríđa ţegar réttar ađstćđur skapast.

 


mbl.is Enginn einn flokkur fćr umbođiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held ţađ vćri réttast ađ setja á bráđabirgđarstjörn til vors og kjósa svo aftur. Tel nokkuđ víst ađ ţá skapist skírari línur en nú. Skattahćkkunarstefna VG er nú almannarómur og Píratar hafa sýnt ađ ţeir eru einskis virđi og njóta einskis trausts, hvorki til hćgri né vinstri.

Ţessi uppţot yfir engu og stjórnarslit yfir engu hafa kostađ okkur nóg. Ţetta var valdaránstilraun sem misheppnađist. Valdarán skipulagt og fjármagnađ af ţrýstihópum međ óljósan bakgrunn. Mér ţeććt gaman ef ţađ vćri rannsakađ hverjir stóđu ađ baki ţessum hópum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2016 kl. 13:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband