Vörumst Viðreisn, Iceave-hákarlinn

IcesaveStundum grípa menn til hræðsluáróðurs og þá helst þeir sem hafa vondan málstað að verja. Fyrir fimm árum var sett nýtt met í lágkúru í þeim efnum þegar Icesave hákarlinn var kynntur til sögunnar. Á bak við hann stóð Áfram hópurinn sem auglýsti grimmt og eyddi milljónum og aftur milljónum í að berjast gegn málstað Íslands.

Þetta segir Haraldur Hansson, á bloggi sínu. Hann varar fólk við Viðreisn, fólkinu sem barðist gegn málstað Íslands. 

Og Haraldur segir og vísar til hákarlsins á myndinni:

Að Icesave hákarlinum stóðu m.a. Benedikt Jóhannesson, Hanna Katrín Friðriksson og Dóra Sif Tynes, sem nú eru öll í framboði fyrir hákarlinn Viðreisn.

Þeim þótti sanngjarnt verð fyrir farmiða til Brussel að dæma þjóðina til fátæktar í nokkrar áratugi. Þeirra stóri draumur er enn að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Gerum eins og Haraldur, vörumst Viðreisn. Fólkið sem ætlaði okkur að kyngja Icesave samningunum. Benedikt og fleiri reyndust hafa rangt fyrir sér. Íslendingar greiddu ekki skuldir vanskilamanna og þeirri ákvörðum tókst ekki að hnekkja fyrir Evrópudómstólnum.

Þjóðin rasskellti flokkana Icesave flokkana í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og einum þingkosningum. Þannig virðist það ætla að verða núna. Viðreisn, Samfylkingin og Björt framtíð eru með svipað fylgi. Allir þessir flokkar eru á mörkum þess að ná kjöri í kosningunum á morgun.

Þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið. Haraldur Hansson orðar þetta á einstaklega spaugilegan hátt:

Það er eitthvað svo táknrænt fyrir vantrú Viðreisnar á þjóðinni að velja listabókstafinn C, sem er ekki notaður í íslensku.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband