Ósamstæðir og ósamvinnuþýðir vinstri flokkar

VinstriÞetta gæfulega fólk sem er á mynd úr frétt Morgunblaðsins hefur fundað undanfarna daga og ætlað að búa til ríkisstjórn fyrir kosningar. 

Þessir vinstri flokkar virðast ekki ætla að ná meirihluta í þetta skiptið. 

Samkomulagið í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili var hörmulegt. Fjöldi þingmanna hrökklaðist áburt undan ofríki Steingríms og Jóhönnu.

Píratar eru óskrifað blað en ekki var samkomulagið gott í litla flokknum á þessu kjörtímabili. Sálfræðing þurfti til að ganga á milli þeirra.

Áður hét flokkurinn Borgarahreyfingin og þá gekk samstarfið ekki heldur vel. Þrír þingmenn rægðu þann fjórða svo illa að hann hrökklaðist helsærður úr flokknum Eftir það kallaðist flokkurinn Hreyfingin sem er líklega réttnefni. Sálfræðingar munu ábyggilega hafa nóg að gera hjá Pírötum á næsta kjörtímabili.

Vilji svo óheppilega til að þessir fjórir flokkar nái að mynda ríkisstjórn með meirihlutafylgi á Alþingi verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur að vinna saman.

Varla vilja kjósendur taka áhættuna á því að fá þessa fjóra flokka í eina ríkisstjórn til þess eins að gera tilraunir með hagsmuni þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband