Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn verður sigurvegari kosninganna á morgunn. Skoðanakönnunum Gallup sem Ríkisútvarpið kynnti í dag, og könnun 365 miðla, virðast bera nokkuð vel saman.

Samkvæmt Gallup verður niðurstaðan þessi (niðurstöður 365 miðla innan sviga):

  1. Sjálfstæðisflokkurinn 27% (27,3%)
  2. Píratar 17,9% (18,4%)
  3. Vinstri græn 16,5% (16,4%)
  4. Framsóknarflokkurinn 9,3% (9,9%)
  5. Viðreisn 8,8% (10,5%)
  6. Samfylkingin 7,4% (5,7%)
  7. Björt Framtíð 6,8% (6,3%)

Greinilegt er að Píratar hirða fylgið af Samfylkingunni og jafnvel Bjartri framtíð. 

Píratar hafa aftur á móti ekki geta haldið fylginu sem fyrri skoðanakannanir virtust sýna að þeir hefðu frá Vinstri grænum.

Merkustu tíðindin eru án efa þau að kratar í Samfylkingunni og Bjartri framtíð hafa í sautján ár talað um breytingar á íslensku þjóðfélagi. Þær breytingar hafa einkum orðið þær að Alþýðuflokkurinn er ekki lengur til og Samfylkingin og Björt framtíð eru við það að falla út af þingi.

Þjóðin er greinilega ekki sammála þessum tveimur flokkum sem virðast vera að deyja innan frá Samfylkingin færði sig of langt til vinstri og munurinn á henni og Vinstri grænum var orðinn heldur lítill. 

Kratar hafa líklega fengið nóg af innanbúðarvandræðum Samfylkingarinnar og láta sig hverfa, þegjandi og hljóðalaust.

Vinstri kratar eru aftur komnir til Vinstri grænna þar sem þeir eiga heima. Miðjukratar og hægri kratar eru sumir hverjir komnir yfir í Viðreisn og bíða það upprisu ESB, Evru og annarra stefnumála krata.

Og ... fjölmargir hægri kratar eru komnir yfir í Sjálfstæðisflokkinn sem og fjöldi miðjumanna úr Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokknum er greinilega treyst. 

Spá mín er að Sjálfstæðisflokkurinn fari yfir 30% í kosningunum á morgun. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband