Hin glaðlega og kurteisa Svandís Svavarsdóttir gefur ráð

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum ráðherra, veit ósköp vel hvenær ríkisstjórn er sætt og hvenær ekki. Hún sat í ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu sem náði að starfa hálft kjörtímabil en var svo fallin. Gallinn var bara sá að ríkisstjórnin vissi ekki af því fyrr en eftir á.

Siðferðilegur stjórnmálaþroski Svandísar er slíkur að hún kemur hlaupandi með ráð sín og beindir núverandi ríkisstjórn á, kurteislega eins og hennar er von og vísa, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sé ekki sætt lengur. „... og við vonum náttúrlega að hún átti sig á því sjálf“, bætir hún við, glaðleg í bragði, eins og hún á lund til.

Minni Svandísar er líklega orðið dálítið gloppótt. Ekki er því úr vegi að rifja upp nokkur mál sem urðu síðustu ríkisstjórn að fótakefli þú hún hafi náttúrulega ekki áttað sig á því sjálf að segja af sér. Þá var engin glaðleg og kurteis Svandís til að benda á það sem miður fór, vegna þess að hún sat sjálf í foraðinu miðju. 

Tökum nokkur dæmi um ávirðingar á síðustu ríkisstjórn: 

  1. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra: Hæstiréttur dæmdi 2011 að umhverfisráðherra hafi ekki haft heimild til að hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um aðalskipulag sem gerði ráð fyrir virkjun við Urriðafoss.
  2. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra: Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í ágúst 2012 að innanríkisráðherra hefði brotið lög er hann skipaði karl en ekki konu í embætti sýslumanns á Húsavík.
  3. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði 2012 að forsætisráðherra hefði brotið lög er hún skipaði karl en ekki konu í sem skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Ráðherra var dæmd í fjársekt.
  4. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í þætti á mbl.is fyrir kosningar 2009: „Við höfum hérna nýja skýrslu, Evrópuskýrsluna, og það hafa verið samtöl við forsvarsmenn Evrópusambandsins og þeir segja að innan árs, kannski 18 mánaða, mundum við geta orðið fullgildir aðilar að Evrópusambandinu …“.
  5. Velferðarráðherra: Veitti forstjóra Landspítalans launahækkun upp á 450.000 krónur á mánuði sem er meira en flestir starfsmanna spítalans hafa í mánaðarlaun.
  6. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra: Sagðist á blaðamannafundi í Stokkhólmi 27. júní 2009 vonast til að Ísland yrði formlega gegnið í ESB innan þriggja ára.
  7. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: Fullyrti sem stjórnarandstöðuþingmaður að ekki kæmi til mála að semja um Icesave. Sveik það. - Var harður andstæðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem stjórnarandstæðingur en dyggasti stuðningsmaður hann sem fjármálaráðherra.
  8. Vinstri hreyfingin grænt framboð: Forysta flokksins sveik stefnu hans um ESB
  9. Ríkisstjórnin: Þjóðin hafnaði árið 2010 Icesave samningi þeim er ríkisstjórnin hafði fengið samþykktan á Alþingi. Kosningaþátttaka var 63% og 98% kjósenda hafnaði samningnum.
  10. Ríkisstjórnin: Þjóðin hafnaði 2011 Icesave samningi er ríkisstjórnin hafði fengið samþykktan á Alþingi. Kosningaþátttaka var 75% og 60% kjósenda hafnaði samningnum.
  11. Ríkisstjórnin: Kosningar um stjórnlagaþing vakti litla athygli, kjörsókn var aðeins 36%. Þann 25. janúar 2011 dæmdi Hæstiréttur kosningarnar ógildar.
  12. Ríkisstjórnin: Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra kostaði ríkissjóð 187 milljónir króna.
  13. Ríkisstjórnin: Sótti um aðild að ESB án þess að gefa kjósendum kost á að segja hug sinn áður.
  14. Ríkisstjórnin: Kostnaður vegna ESB umsóknarinnar hefur verið tæplega tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu.
  15. Ríkisstjórnin: Loforð um orkuskatt svikin, átti að vera tímabundinn skattur
  16. Ríkisstjórnin: Gerði ekkert vegna skuldastöðu heimilanna
  17. Ríkisstjórnin: Setti ÁrnaPáls-lögin til höfuðs skuldurum en til hagsbóta fyrir skuldareigendur.
  18. Ríkisstjórnin: Gerði ekkert vegna verðtryggingarinnar sem var að drepa stóra hluta skuldara í kjölfar hrunsins.
  19. Ríkisstjórnin: Hækkaði skatta á almenning sem átti um sárt að binda vegna hrunsins.
  20. Ríkisstjórnin: Réðst gegn sjávarútveginum með offorsi og ofurskattheimtu.
  21. Ríkisstjórnin: Breytti lögum, reglum og stjórnsýslunni í landinu til að þóknast ESB í aðlögunarviðræðunum.

Fleira má eflaust til taka en ég bara man ekki meira í augnablikinu. Eflaust verða einhverjir skynugir lesendur og minnisbetri til að bæta hér í. Tek það fram að ég hef birt þennan lista áður og mun halda því áfram um ókomin ár.


mbl.is Ríkisstjórninni ekki sætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ég man alltaf þegar Svavar, faðir Svandísar, kom með Icesave samninginn og hún var fyrsta manneskjan til að hampa honum og samþykkja...

Talandi um hagsmuni...

Birgir Örn Guðjónsson, 30.3.2016 kl. 10:56

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Svona down in the end Sigurður, hvað styður þessi málflutningur þinn siferðisbrest SDG, BB og ÓN. Ekkert. Fattar þú ekki málið eða villt þú það ekki. Svona málflutningur er af lægsta kaliberi, og sæmir ekki þeim öðlingi sem þú ert. Þú réttlætir aldrei heimsku eins, með heimsku annrs, staðreynd. Læt nægja að bili.

Jónas Ómar Snorrason, 30.3.2016 kl. 18:42

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jónas Ómar. Þú mátt ræða þetta að vild. Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að siðferðisbrestur Svandísar Svavarsdóttir er gríðarlegur og lætur hún sem ekkert sé. Hún sem stóð að því ásamt öðrum að ætla ríkissjóði að taka á sig á þriðja hundrað milljaða króna skuld sem óreiðumenn í bankamálum höfðu skapað.

Já, þú mátt ræða að vild meinta siðferðistbresti þriggja ráðherra. Það breytir hins vegar ekki staðreyndum máls um Svandísi Svavarsdóttur. Hún lætur eins og ekkert sé. Ég hef aldrei kallað hana heimska, það eru þín orð.

Hins vegar vekur furðu mína að þú skiljir ekki Icesave málið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2016 kl. 21:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þannig að vegna þess að Svandís var í síðustu ríkisstjórn þá má núverandi ríkisstjórn haga sér eins og henni sýnist.

Er það málið?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2016 kl. 21:06

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur sem og allt það fólk sem studdi svik hans við kjósendur flokksins eru og verða ómerkingar þar til þeir gera hreint fyrir sínum dyrum og biðjast auðmjúklega afsökunar á framkomu sinni.

 Þetta fólk stal nefnilega ekki bara atkvæðum sem flokkurinn fékk útá Evrópusambands andstöðu heldur stal þetta fólk frá Íslendingum sannleikanum.   Vinstrigrænir eyðilögðu vilja Íslendinga í Evrópumálum með þjófnaði sinum á sannleikanum.  

En án þess að blikna þá rífur þetta fólk en þá kjaft á Alþyngi og bannar okkur að fá að fá nokkurn tíman vita hvað gerðist að tjaldabaki í stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms, eða í hundrað og tíu ár.

Þetta fólk bannaði að Íslendingar fengju að segja álit sitt á Evrópusambands málum en reyndi líka í tvígang að meina þeim að segja sitt álit á Icesave,  málum sem það hafði þó lagt allt sitt vit og æru í en tapaði  í bæði skipin  þar sem við völd var á Bessastöðum maður sem hafði meiri þroska en þetta fólk. 

Hrólfur Þ Hraundal, 30.3.2016 kl. 21:11

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Um það fjallar pistillinn alls ekki, Guðmundur. Og svarið við spurningunni er nei.

Hins vegar er ástæða til að varpa ljósi á málflutning Svandísar og síðustu ríkisstjórnar. Þú ert veist nú meira en margir aðrir um verk síðustu ríkisstjórnar og ekki síst verkleysi.

Flestir hafa heyrt getið um grjótið og glerhúsið. Henni Svandísi og félögum hennar ferst illa að gerast siðgæðispostullar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2016 kl. 21:12

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hrólfur. Þetta sama fólk telur sig nú þess umkomið að vera einhvers konar siðgæðisverðir í stjórnmálum. Má ekki benda á þversögnina?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2016 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband