Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar er mikilvæg

Það [heilbrigðiskerfið] hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem nú safnar undirskriftum og hvetur til að meira fé verði lagt í íslensk heilbrigðismál.

Tæplega sextíu þúsund manns hafa skrifað undir hjá Kára og ljóst að stór hluti Sjálfstæðismanna er sammála honum. Viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og margra annarra eru undarleg. Í stað þess að fagna því að almenn samstaða náist um aukið fjármagn á heilbrigðiskerfið virðist sem að margir noti tækifærið og ráðist á Kára, geri athugasemdir um orðalag, prósentuhlutfall og annað smálegt sem skiptir í heildina litlu máli.

Heilbrigðiskerfið er dýrt en sé almenn samstaða meðal fólks um að leggja því til meira fé er sjálfsagt að ganga í það mál og um leið að draga úr öðrum útgjöldum til mótvægis. 

Hafi heilbrigðiskerfinu hnignað þarf að taka á því en auðvitað er það ekki aðeins gert með auknu fjármagni. Hins vegar er það pólitískt rangt að berjast með oddi og egg gegn undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar.

Staðreyndin er einfaldlega sú að enginn vill slasast eða veikjast, en lífið kemur á óvart. Allir vilja að öryggisnetið sé til staðar, læknar, hjúkrunarfólk, lækningatæki, húsnæði og annað sem þarf. Þetta viljum við öll að sé fyrsta flokks, fyrir okkur, ættingja, vini og alla aðra. Við sættum okkur ekki við annað.

Þetta er ástæðan fyrir því að tæplega sextíu þúsund manns skrifa undir hjá Kára. Enginn og allra síst forysta Sjálfstæðisflokksins, á að leggjast gegn undirskriftasöfnuninni eða gera hana tortryggilega.

Sjálfstæðismenn skrifa í þúsundum undir hjá Kára enda ekkert í henni sem er í andstöðu við stefnu flokksins. 

Svo er það allt annað mál hvort það sé vel rekið eða hvort það eigi allt að vera í höndum ríkisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband